Handboltaskóli Gróttu í ágúst

Líkt og undanfarin ár verður handboltaskóli Gróttu á sínum stað. Skólinn er haldinn dagana 2. – 19.ágúst en hægt er að skrá sig á einstakar vikur. Skólinn er kl. 09:00-12:00 en boðið er upp á ókeypis gæslu frá kl. 08:00 og til kl. 13:00.

Handboltaskólinn er fyrir krakka f. 2016 – 2011 og verður vel tekið á móti öllum byrjendum. Þátttakendum verður skipt upp eftir aldri.

Undanfarin ár hefur Handboltaskólinn verið vel sóttir enda markar hann upphaf handboltatímabilsins. Skólastjóri skólans er Maksim Akbachev yfirþjálfari en auk hans mun Andri Sigfússon, Birgir Steinn Jónsson, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir, Edda Steingrímsdóttir, Patrekur Pétursson Sanko koma að þjálfuninni auk annarra góðra þjálfara hjá deildinni.

Verð:

Vika 1 (2. – 5.ágúst) – 5500 kr
Vika 2 (8. – 12.ágúst) – 7000 kr
Vika 3 (15 – 19.ágúst) – 7000 kr

Allar vikurnar (2. – 19.ágúst) – 18.000 kr

Skráning í Handboltaskóla Gróttu fer fram hérna:

www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Afreksskóli Gróttu 2. – 18.ágúst

Líkt og Handboltaskóli Gróttu hefst eftir verslunarmannahelgina, þá hefst Afreksskóli Gróttu á sama tíma. Afreksskólinn er fyrir krakka fædda 2007 – 2010 eða þá iðkendur sem munu verða í 5. og 4.flokki á næsta tímabili.

Afreksskólinn er kl. 12:30-14:00 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og fer fram Íþróttahúsi Gróttu. Líkt og undanfarin ár starfa frábærir þjálfarar við skólann. Í Afreksskólanum er farið dýpra í handboltafræðin en í Handboltaskóla Gróttu.

Skráningin fer fram hérna: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

5. flokkur karla á N1 mótinu

5. flokkur karla hélt á hið víðfræga N1 mót á Akureyri í lok júní eins og vaninn hjá Gróttu er. Grótta fór með fjögur lið á mótið sem fór fram 29. júní til 2. júlí. Mikil eftirvænting hafði verið fyrir mótinu hjá drengjunum eins og eðlilegt er, enda hápunktur fótboltasumarsins. Öll liðin upplifðu töp og sigra og eitt og annað sem fór í reynslubankann. Eitt Gróttuliðið fór heim með bikar að móti loknu eftir að hafa lent í 3. sæti í Brasilísku-deildinni sem uppskar mikla gleði!
Annað Gróttulið komst í undanúrslit í Kólumbísku-deildinni en komst því miður ekki lengra en það. Strákarnir fóru þó sáttir heim eftir skemmtilega dvöl á Akureyri í góðra vina hópi þar sem fótbolti var spilaður fram á kvöld og ógleymanlegar minningar skapaðar.

Rúmlega 70 Gróttustelpur á Símamótinu

Rúmlega 70 Gróttustelpur spiluðu á Símamótinu helgina 8.-10. júlí, stærsta fótboltamóti landsins, sem er haldið ár hvert í Kópavogi. Grótta fór með 11 lið á mótið, fjögur úr 7. flokki, fimm úr 6. flokki og tvö úr 5. flokki. Leikið var á vallarsvæðum Breiðabliks föstudag, laugardag og sunnudag en mótið hófst með skrúðgöngu á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld. Símamótið verður að teljast hápunktur ársins hjá knattspyrnustúlkum um allt land, þar sem fótbolti er spilaður í þrjá daga og ógleymanlegar minningar skapaðar. Gróttustelpur mættu ákveðnar til leiks, sýndu dugnað og baráttuvilja og spiluðu fallegan fótbolta. Gróttuliðin hétu öll eftir leikmönnum meistaraflokks kvenna líkt og í fyrra og skapaði það góða stemningu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum kíktu leikmenn meistaraflokks kvenna á sín lið um helgina sem vakti mikla lukku meðal stelpnanna.
Eitt Gróttulið fór heim með bikar og eitt með silfurmedalíu, en öll liðin stóðu sig ótrúlega vel. Grótta Edda Steingríms í 6. flokki sigldi sigri heim í úrslitaleik gegn Víking. Leikurinn fór 4-3 og var gríðarlega spennandi en sigurmarkið var skorað á síðustu mínútunni. Grótta Tinna Bjarkar í 6. flokki komst einnig í úrslit en tapaði naumlega 3-2 gegn Stjörnunni í úrslitaleik og þurftu stelpurnar að sætta sig við silfrið eftir ótrúlegan baráttuleik. Grótta Lilja Lív í 6. flokki komst alla leið í undanúrslit í hæsta styrkleikaflokki 6. flokks á mótinu en laut lægra haldi fyrir Val í undanúrslitum, 3-2, eftir hörkuleik. Grótta Lilja Lív mega þó vera stoltar af því að hafa verið meðal top fjögurra liða af 160 liðum í 6. flokki á mótinu, en Grótta er svo sannarlega hreykið af þeim árangri. Grótta Margrét Rán í 5. flokki komst einnig í undanúrslit og nældi sér í 3. sætið eftir góðan sigur gegn FH.
Gróttustúlkur höfðu beðið lengi í eftirvæntingu eftir Símamótinu og það má segja að það hafi heldur betur staðið undir væntingum. Stelpurnar skemmtu sér vel og eru eflaust farnar að telja niður í næsta Símamót! 

3. flokkur kvenna komnar í undanúrslit bikarsins

3. flokkur kvenna eru komnar áfram í undanúrslit bikarsins!!💪🏼🏆
Grótta/KR vann öruggan sigur á Fjölni í 8-liða úrslitum bikarsins í gær á KR-velli en leikurinn fór 5-1 fyrir heimastúlkum. Mörk Gróttu/KR skoruðu Katla Guðmundsdóttir (3), Helga Sif Bragadóttir og Rakel Grétarsdóttir ⚽️
Vel gert stelpur! 👊🏼

Þrjú á æfingum Hæfileikamótunar HSÍ

Í lok maí fór fram lokahluti Hæfileikamótunar HSÍ á þessu tímabili og fóru æfingar fram á Laugarvatni. Þrír fulltrúar frá okkur voru valdir á æfingarnar og voru þeir þessir:

Arnar Magnús Andrason
Arna Katrín Viggósdóttir
Sara Kristjánsdóttir

Við óskum þessum fulltrúm okkar hjartanlega til hamingju með valið !

Sex frá Gróttu í Handboltaskóla HSÍ

Helgina 20. – 22.maí síðastliðinn fór fram Handboltaskóli HSÍ var það í 27. sinn sem skólinn var haldinn. Um er að ræða fyrsta stig landsliða HSÍ og voru sex fulltrúa valdir frá Gróttu. Æfingarnar fóru fram í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Frá Gróttu voru valin:
Aþena Mist Guðmundsdóttir
Edda Sigurðardóttir
Katrín Arna Andradóttir
Svandís Birgisdóttir
Birgir Davíðsson Scheving
Kristjón Þórðarson

Grótta óskar þessum sex leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta sé upphafið að einhverju stærra hjá þeim.

Skólastjóri Handboltaskóla HSÍ er Jón Gunnlaugur Viggósson.