7. flokkur karla og kvenna á Cheerios móti Víkings

7. flokkur karla og kvenna spilaði á Cheerios móti Víkings helgina 15. og 16. maí í sól og blíðu í Fossvoginum. 7. flokkur kvenna var með fjögur lið á mótinu og 7. flokkur karla fór með sex lið. Krakkarnir stóðu sig með eindæmum vel á mótinu og fóru heim með bros á vör og Cheerios pakka í fararteskinu. 

6. og 7. flokkur kvenna á Krónumóti HK

6. og 7. flokkur kvenna Gróttu kepptu á Krónumóti HK um helgina sem fór fram í Kórnum. Á laugardeginum spilaði 6. flokkur kvenna en þær tefldu fram 5 liðum á mótinu. Á sunnudeginum var svo komið að 7. flokki kvenna en þær voru með fjögur lið. Sumar voru að spila á sínu fyrsta alvöru fótboltamóti en þær höfðu allar beðið lengi spenntar eftir þessum degi, enda ansi langt síðan síðasta mót var. Stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel og ljóst að framtíðin er björt hjá Gróttu. Fleiri myndir má sjá á instagram.com/grottasport og á Facebook síðu Gróttu knattspyrna.