2. flokkur kvenna deildarmeistarar í B deild Íslandsmótsins

2. flokkur Gróttu/KR hefur náð frábærum árangri í sumar og unnið alla sína leiki hingað til að einum frátöldum. Þær eru með 27 stig eftir 10 leiki og eiga eftir að spila tvo leiki en tókst að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í gær á KR-velli með 6-1 sigri á ÍA sem sitja í 2. sæti deildarinnar. Mörk Gróttu/KR í gær skoruðu María Lovísa Jónasdóttir, Emelía Óskarsdóttir (3) og Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (2).
Við óskum stelpunum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur í sumar! Það verður spennandi að fylgjast með flokknum í A deild á næsta ári 👊🏼
Mynd: Eyjólfur Garðarsson 📸

120 drengir á Gifflarmóti Gróttu

Um 120 drengir í 7. flokki mættu á Vivaldivöllinn í gær og spiluðu á Gifflarmóti Gróttu. Á mótinu spiluðu Grótta, Valur og KR gegn hvor öðrum í köldu en fallegu veðri. Eyjólfur Garðarsson mætti á völlinn og náði þessum skemmtilegu myndum af stemningunni 📸

3. flokkur kvenna í 2. sæti Íslandsmótsins

3. flokkur kvenna spilaði æsispennandi úrslitaleik í gærkvöldi á Vivaldivellinum sem endaði í framlengingu og vítaspyrnukeppni. FH komst yfir á 34’ mínútu og staðan 0-1 í hálfleik þrátt fyrir að heimakonur hefðu oft verið hættulegar í sókninni. FH komst síðan í 2-0 í seinni hálfleik en Ísabella Sara Tryggvadóttir minnkaði muninn fyrir Gróttu/KR rétt eftir annað mark FH. Grótta/KR fékk síðan víti á 79’ mínútu sem Emelía Óskarsdóttir skoraði örugglega úr og jafnaði metin. Það var þá ljóst að það yrði að framlengja. FH komst yfir í framlengingunni en Díana Mist Heiðarsdóttir jafnaði fyrir Gróttu/KR. Að framlengingunni lokinni var farið í vítaspyrnukeppni þar sem þær Emelía Óskarsdóttir, Lilja Davíðsdóttir Scheving, Lilja Lív Margrétardóttir, Rakel Lóa Brynjarsdóttir og Tinna María Tryggvadóttir skoruðu fyrir Gróttu/KR. Vítaspyrnukeppnin endaði 5-6 fyrir FH og Grótta/KR tók því silfrið að sinni. Stelpurnar mega þó vera gríðarlega stoltar af frammistöðu sinni í mótinu og leiknum í gærkvöldi. Það var fjölmennt á Vivaldivellinum og mikil stemning – liðið stóð svo sannarlega fyrir sínu. Til hamingju með 2. sætið stelpur 💙🖤