Handboltaskóla Gróttu lauk í dag eftir góðar viðtökur í ágúst. Búið er að opna fyrir vetrarskráninguna í gegnum Nóra kerfið.
Halda áfram að lesaÖnnur vika handboltaskólans að klárast og laus pláss í viku þrjú
Önnur vika handboltaskóla Gróttu kláraðist í dag með skemmtilegri HM keppni milli liða. Allir þjáfarar handboltaskólans fengu úthlutað landsliði og hófst skemmtileg keppni á milli liða.
Halda áfram að lesaÍþróttanámskeið í ágúst
Grótta ætlar líkt og síðustu ár að hafa sumarnámskeið í ágústmánuði. Öll börn eru hvött til að sækja námskeiðin og kynna sér íþróttirnar sem eru í boði í Gróttu. Engin krafa er gerð um reynslu til að taka þátt á námskeiðunum.
Halda áfram að lesaÁgúst námskeið Seltjarnarnesbæjar og Gróttu 2020
Innritun á námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra grotta.felog.is
Halda áfram að lesaNæsta stökk og styrkur námskeið hefst 22. júní
Frábær þátttaka var á fimleikanámskeiðinu „Stökk og styrkur“ sem er fyrir 9 til 14 ára stráka (f. 2006 – 2011). Næsta námskeið hefst á mánudaginn 22. júní og skráning er opin. Á námskeiðinu er einblítt á stór trampólín og annarskonar fimleika kúnstir.
Halda áfram að lesaKnattspyrnuskóli Gróttu fyrir krakka fædd árið 2010 til 2014
Allir eru velkomnir í Knattspyrnuskóla Gróttu, jafnt iðkendur sem hafa æft lengi sem og krakkar sem hafa áhuga á að prófa fótbolta í fyrsta skipti.
Halda áfram að lesaHandboltanámskeið Gróttu 2020
Handknattleiksdeild Gróttu verður, líkt og síðustu ár með öflugt sumarstarf fyrir börn og unglinga.
Halda áfram að lesaFimleika- og leikjaskóli Gróttu sumarið 2019
Fimleikadeildin verður með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6-9 ára krakka (f.2010-2013) í sumar.
Námskeiðin verða frá kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn. Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.
Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.
Umsjón með námskeiðunum hefur Ólöf Línberg Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og þjálfari fimleikadeildarinnar.
Námskeiðin eru sem hér segir:
- 11. – 14. júní
- 18. – 21. júní
- 24. – 28. júní
- 1. – 5. júlí
- 8. – 12. júlí
- 6. – 9. ágúst
- 12. – 16. ágúst
Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (5 daga) er 17.000 kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/.
Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum, en ef að færri en 12 krakkar skrá sig á námskeið þá verður viðkomandi námskeið fellt niður.
Fjöldamet slegið í Knattspyrnuskóla Gróttu
Knattspyrnuskóli Gróttu hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár. Iðkendur í skólanum eru bæði krakkar sem hafa æft lengi og einnig krakkar sem eru að prófa fótbolta í fyrsta skipti, og lögð er áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar.
Halda áfram að lesaAukinn kraftur settur í fræðslu
Síðastliðið mánudagskvöld hélt Dr. Viðar Halldórsson frææðsluerindi fyrir þjálfara allra deilda hjá Gróttu. Erindið fjallaði um mikilvægi þess að styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. Viðar kynnti um leið verkefnið „Sýnum karakter“ sem er átaksverkefni um þjálfun slíkra þátta.
Halda áfram að lesa