Lárus Gunnarsson framlengir

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið til tveggja ára við Lárus Gunnarsson. Lárus stóð í markinu hjá Gróttuliðinu ásamt nafna sínum í vetur og lokaði hreinlega markinu á köflum. Það eru því mikil gleðitíðindi að Lárus hafi framlengt samning sinn við félagið. Lárus Gunnarsson er 21 árs gamall og hefur leikið með Gróttu alla sína tíð að frátöldu stuttu stoppi hjá Val.

Halda áfram að lesa

Þráin Orri Jónsson framlengir

Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Þráinn er 23 ára gamall leikmaður sem hefur alla sína tíð leikið með Gróttu. Þráinn vakti gríðarlega eftirtekt í vetur fyrir afbragðsgóðan varnarleik og var Þráinn lykilleikmaður liðsins á afstaðinni leiktíð.

Halda áfram að lesa

30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu

Í tilefni af 30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu verður haldin afmælissýning laugardaginn 28. maí þar sem iðkendur fimleikadeildarinnar sýna listir sínar. Farið verður yfir sögu deildarinnar í máli og myndum og boðið verður upp á afmæliskaffi í lok sýningar.

Halda áfram að lesa

Kæru stuðningsmenn Gróttu

Á morgun, föstudag leikur kvennalið Gróttu þriðja leik sinn í úrslitaeinvígi gegn Stjörnunni. Eins og Gróttufólk og Seltirningar vita þá er staðan 2-0 fyrir Gróttu og getur liðið með sigri í leiknum tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Halda áfram að lesa