3. flokkur kvenna í 2. sæti Íslandsmótsins

3. flokkur kvenna spilaði æsispennandi úrslitaleik í gærkvöldi á Vivaldivellinum sem endaði í framlengingu og vítaspyrnukeppni. FH komst yfir á 34’ mínútu og staðan 0-1 í hálfleik þrátt fyrir að heimakonur hefðu oft verið hættulegar í sókninni. FH komst síðan í 2-0 í seinni hálfleik en Ísabella Sara Tryggvadóttir minnkaði muninn fyrir Gróttu/KR rétt eftir annað mark FH. Grótta/KR fékk síðan víti á 79’ mínútu sem Emelía Óskarsdóttir skoraði örugglega úr og jafnaði metin. Það var þá ljóst að það yrði að framlengja. FH komst yfir í framlengingunni en Díana Mist Heiðarsdóttir jafnaði fyrir Gróttu/KR. Að framlengingunni lokinni var farið í vítaspyrnukeppni þar sem þær Emelía Óskarsdóttir, Lilja Davíðsdóttir Scheving, Lilja Lív Margrétardóttir, Rakel Lóa Brynjarsdóttir og Tinna María Tryggvadóttir skoruðu fyrir Gróttu/KR. Vítaspyrnukeppnin endaði 5-6 fyrir FH og Grótta/KR tók því silfrið að sinni. Stelpurnar mega þó vera gríðarlega stoltar af frammistöðu sinni í mótinu og leiknum í gærkvöldi. Það var fjölmennt á Vivaldivellinum og mikil stemning – liðið stóð svo sannarlega fyrir sínu. Til hamingju með 2. sætið stelpur 💙🖤

3. flokkur kvenna í úrslitum Íslandsmótsins

3. flokkur kvenna eru komnar í úrslit Íslandsmótsins!!! 💥👏🏼

3. flokkur kvenna Gróttu/KR spilaði gegn Þór/KA/Hömrunum í dag í Boganum í undanúrslitum Íslandsmótsins. Lilja Lív Margrétardóttir kom Gróttu/KR yfir snemma í leiknum og Emelía Óskarsdóttir jók forystuna á 29’ mínútu. Heimakonum tókst þó að jafna undir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 í hálfleik. Grótta/KR gaf heldur betur í í seinni hálfleik og Emelía Óskarsdóttir bætti við tveimur mörkum og skoraði þar með þrennu í Boganum í dag. Mörk Gróttu/KR voru geggjuð og þau má sjá í instagram story.
Frábær sigur hjá stelpunum í dag sem leiðir þær í úrslitaleikinn sem fer fram á sunnudaginn kl. 12:00 en keppinautar þeirra verða FH.

Rut og Emelía valdar í Hæfileikamót N1 og KSÍ

Þær Rut Heiðarsdóttir og Emelía Óskarsdóttir, 14 ára Gróttustúlkur, hafa verið valdar til að taka þátt í Hæfileikamóti N1 og KSÍ sem fer fram í Kórnum dagana 26.-27. september. Við óskum stelpunum góðs gengis og til hamingju með valið! 👏🏼

Vetraræfingatafla knattspyrnudeildar

Vetraræfingataflan tekur gildi fyrir 5.-8. flokk karla og kvenna þriðjudaginn 25. ágúst.

2-4. flokkur æfir áfram í sínum flokkum þangað til mótin klárast, en eldra árið í 5. flokki færist upp 25. ágúst og æfir með 4. flokki. Æfingatímar hjá 2.-4. flokki gætu breyst vegna leikja, en iðkendur og foreldrar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum frá þjálfurum.

Vetrarfrí flokkanna verður 22. október-2. nóvember.

Þjálfarar flokkanna verða tilkynntir á næstu dögum.

Nánari upplýsingar veita Chris (chris@grotta.is) og Jórunn María (jorunnmaria@grotta.is).