Grótta sendi 5 lið til keppni og var hart barist í öllum leikjum. Strákarnir sýndu mikla takta og nutu sín í botn. Frábært mót hjá Aftureldingu og verður gaman að fylgjast með þessum strákum í framtíðinni.
Continue reading5 flokkur kvenna stóðu uppi sem sigurvegarar
Eldra árið í 5. flokki kvenna skráði tvö lið til leiks á Íslandsmótið um helgina. Bæði lið stóðu sig með mikilli prýði, unnu alla sína leiki og stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum deildum.
Continue reading6 flokkur kvenna deildarmeistarar
Stelpurnar í 6. flokki kvenna á eldra ári stóðu sig frábærlega á fyrsta móti vetrarins. Þær urðu deildarmeistarar á Skittles mótinu sem var haldið í ÍR. Stelpurnar spiluðu 4 leiki og unnu þá alla. Þær skoruðu 42 mörk og fengu á sig 13 mörk – þvílíkur árangur.
Continue reading11 leikmenn Gróttu valdir í yngri landslið HSÍ
Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumars, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna.
Continue readingKomdu og prófaðu handbolta
Frítt að æfa í janúar hjá handknattleiksdeild Gróttu. Þjálfarar handboltans taka vel á móti ykkur. Um að gera að koma og prófa með vini eða vinkonu.
Continue readingHandboltaæfingar á laugardögum
Laugardaginn 21. nóvember bauð handknattleiksdeild Gróttu sínum iðkendum upp á laugardagsæfingu sem heppnuðust frábærlega. Mikil gleði ríkti á æfingum og var gaman að sjá hvað mikill eldmóður er í okkar flottu krökkum.
Continue reading2. flokkur kvenna deildarmeistarar í B deild Íslandsmótsins
2. flokkur Gróttu/KR hefur náð frábærum árangri í sumar og unnið alla sína leiki hingað til að einum frátöldum. Þær eru með 27 stig eftir 10 leiki og eiga eftir að spila tvo leiki en tókst að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í gær á KR-velli með 6-1 sigri á ÍA sem sitja í 2. sæti deildarinnar. Mörk Gróttu/KR í gær skoruðu María Lovísa Jónasdóttir, Emelía Óskarsdóttir (3) og Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (2).
Við óskum stelpunum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur í sumar! Það verður spennandi að fylgjast með flokknum í A deild á næsta ári 👊🏼
Mynd: Eyjólfur Garðarsson 📸
120 drengir á Gifflarmóti Gróttu
3 flokkur kvenna í handbolta
3. flokkur kvenna byrjaði tímabilið með að fá Valsliðið í heimsókn. Hlíðarendaliðið er vel mannað og því fyrsti leikur tímabilsins krefjandi en mjög spennandi.
Continue reading3. flokkur kvenna í 2. sæti Íslandsmótsins
3. flokkur kvenna spilaði æsispennandi úrslitaleik í gærkvöldi á Vivaldivellinum sem endaði í framlengingu og vítaspyrnukeppni. FH komst yfir á 34’ mínútu og staðan 0-1 í hálfleik þrátt fyrir að heimakonur hefðu oft verið hættulegar í sókninni. FH komst síðan í 2-0 í seinni hálfleik en Ísabella Sara Tryggvadóttir minnkaði muninn fyrir Gróttu/KR rétt eftir annað mark FH. Grótta/KR fékk síðan víti á 79’ mínútu sem Emelía Óskarsdóttir skoraði örugglega úr og jafnaði metin. Það var þá ljóst að það yrði að framlengja. FH komst yfir í framlengingunni en Díana Mist Heiðarsdóttir jafnaði fyrir Gróttu/KR. Að framlengingunni lokinni var farið í vítaspyrnukeppni þar sem þær Emelía Óskarsdóttir, Lilja Davíðsdóttir Scheving, Lilja Lív Margrétardóttir, Rakel Lóa Brynjarsdóttir og Tinna María Tryggvadóttir skoruðu fyrir Gróttu/KR. Vítaspyrnukeppnin endaði 5-6 fyrir FH og Grótta/KR tók því silfrið að sinni. Stelpurnar mega þó vera gríðarlega stoltar af frammistöðu sinni í mótinu og leiknum í gærkvöldi. Það var fjölmennt á Vivaldivellinum og mikil stemning – liðið stóð svo sannarlega fyrir sínu. Til hamingju með 2. sætið stelpur 💙🖤