Næstu vikur fer fram HM í handbolta karla. Í tilefni af því bjóðum við öllum krökkum að koma og prófa handboltaæfingar hjá okkur þeim að kostnaðarlausu. Frábæru þjálfararnir okkar taka vel á móti krökkunum !
Vegna fjölgunar iðkenda leitar Handknattleiksdeild Gróttu eftir þjálfurum á yngri flokka félagsins. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Andra Sigfússon yfirþjálfara á netfangið andri@grotta.is.
Skráning fyrir vorönnina í 9.flokki er hafin í Abler. Æfingarnar eru fyrir krakka á leikskólaaldri og eru á laugardögum kl. 09:15-10:00. Þjálfari 9.flokks er Eva Björk Hlöðversdóttir ásamt aðstoðarþjálfurum.
Boðið er upp á handboltaskóla í vetrarleyfinu næstu daga. Námskeiðsdagarnir eru á fimmtudaginn, föstudaginn og mánudaginn. Æfingarnar fara fram kl. 09:00-12:00 og eru krakkarnir beðnir um að koma með nesti.
Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar yngri flokkanna og leikmenn meistaraflokka félagsins.
Æfingar allra flokka hefjast fimmtudaginn 22.ágúst samkvæmt æfingatöflu vetrarins. Við bjóðum öllum krökkum og unglingum velkomna á æfingar. Það kostar ekkert að prófa. Þjálfarar deildarinnar taka vel á móti krökkunum.
Handknattleiksdeild Gróttu er með æfingar fyrir krakka á leikskólaaldri fædda 2019 og 2020. Æfingarnar eru á laugardögum kl. 09:15-10:00 og fara fram í litla salnum í íþróttahúsinu. Þjálfari er Eva Björk Hlöðversdóttir.
Á æfingunum gefst krökkum á leikskólaaldri að kynnast handbolta með reglubundnum æfingum einu sinni í viku. Lögð verður áhersla á skemmtilega leiki með og án bolta og grunnatriði handbolta kennd með fjölbreyttri hreyfingu. Fyrsta æfing verður 7.september. Við hvetjum alla til prófa. Frítt verður að prófa fyrstu æfingar.
Skráning fer fram í Sportabler, https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti og er verðið fyrir haustönnina 25.900 kr. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á netfangið andri@grotta.is.
Fyrr í dag var okkur í stjórn knattspyrnudeildar Gróttu tilkynnt um að stjórn knattspyrnudeildar KR hefði ákveðið að slíta samstarfi við Gróttu í 2., 3. og 4. flokki kvenna. Ávörðunin tekur gildi frá og með lokum keppnistímabils í Íslandsmóti. Þessi ákvörðun var tilkynnt án nokkurs fyrirvara og kemur okkur á óvart. Að okkar mati hefur samstarfið borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita sem flestum iðkendum verkefni við hæfi.
Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja. Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar.
Við þökkum nágrönnum okkar í KR fyrir samstarfið og óskum félaginu velfarnaðar.
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Gróttu mun boða foreldra í viðeigandi flokkum á upplýsingafund í næstu viku þar sem farið verður betur yfir næstu skref.
Handknattleiksdeild Gróttu auglýsir eftir þjálfurum til starfa hjá yngri flokkum félagsins. Nánari upplýsingar og umsóknir sendast á Andra Sigfússon yfirþjálfara á netfangið andri@grotta.is
Núna á næstu dögum hefst sumarstarf handboltans. Það verður ýmislegt í boði fyrir verðandi grunnskólaaldur. Öll námskeið fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi og eru viku í senn.
Handboltaskóli fyrir krakka f. 2013-2018 29. júlí – 21.ágúst kl. 09:00-12:00 Skólastjóri: Patrekur Pétursson Sanko Þjálfarar: Þjálfarar handknattleiksdeldar auk gestaþjálfara Hægt að kaupa gæslu frá kl. 08:00-09:00 og frá 12:00-13:00
______________________________________________
Afreksskóli fyrir krakka og unglinga f. 2009-2012 6. ágúst – 21.ágúst kl. 12:30-14:00 Skólastjóri: Patrekur Pétursson Sanko Þjálfarar: Þjálfarar handknattleiksdeildar auk gestaþjálfara
______________________________________________
Fókusþjálfun fyrir krakka og unglinga f. 2008-2012 29. júlí – 1.ágúst kl. 12:00-13:00 Umsjón og þjálfun: Tinna Jökulsdóttir
______________________________________________
Skráning í handbolta- og afreksskólann fer fram í gegnum Sportabler. Beinn hlekkur er hér: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um skólana hjá Andri Sigfússyni yfirþjálfara á andri@grotta.is.
Skráning í Fókusþjálfun fer fram í gegnum Tinnu Jökulsdóttur, tinnaj@sjukrasport.is. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Fókusþjálfunina í meðfylgjandi auglýsingu eða á https://www.instagram.com/fokusthjalfun
Grótta býður iðkendum sínum að taka þátt í spennandi námskeiði á vegum Fókusþjálfunar. Skemmtilegt námskeið þar sem farið er yfir liðkun, jafnvægi og snerpuæfingar. Einnig eru gerðar skemmtilegar boltaæfingar sem reyna á samhæfingu, athygli og víðsýni.
Námskeiðið verður í fjóra daga, mánudaginn 29.júlí til fimmtudagsins 1.ágúst. Námskeiðið fer fram í Hertz-höllinni.
Þjálfari námskeiðsins er Tinna Jökulsdóttir, eigandi Fókusþjálfunar, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltakona. Hún er sjúkraþjálfari meistaraflokks kvenna í Stjörnunni og A-landsliðs kvenna í handbolta. Skráning fer fram á tinnaj@sjukrasport.is