Handboltaskóli Gróttu/KR

Handboltaskóli Gróttu/KR verður starfræktur í vetrarleyfinu. Skólinn er fyrir krakka í 1. – 6.bekk sem eru fædd 2014-2019. Skólinn hefst kl. 09:00 og honum lýkur kl. 12:00. Krakkarnir þurfa að hafa með sér nesti. Skipt verður í hópa eftir aldri.

Námskeiðsdagarnir eru:

Fimmtudagur 23.október
Föstudagur 24.október
Mánudagur 27.október
Þriðjudagur 28.október

Hægt er skrá sig á staka daga en líka á allt námskeiðið.

Þjálfarar námskeiðsins er þjálfarar félagsins auk leikmanna meistaraflokks.

Skráningin fer fram í Abler en beinn hlekkur er hérna: https://www.abler.io/shop/grotta/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDgzMTM=/

Æfingagjöld

Kæru foreldrar og forráðamenn

Við minnum á greiðslu æfingagjalda og hvetjum ykkur til að ganga frá skráningu iðkenda í gegnum Abler.

Æfingagjöldin eru forsenda þess að iðkandi gerist löglegur og geti tekið þátt í keppnum á vegum félagsins. Einnig eru þau lífæð félagsins í rekstri deilda.

Fyrirfram þakkir
#okkargrótta

Vinavikur handboltans

Næstu tvær vikur í handboltanum eru vinavikur. Þá hvetjum við alla iðkendur til að bjóða vinum og vinkonum sínum með sér á æfingu þeim að kostnaðarlausu. Enn fremur mega allir krakkar koma á þessum tíma og prófa æfingar.

Þjálfarar flokkanna taka vel á móti öllum sem koma á æfingar. Æfingatöflu handboltans má sjá hér: https://grotta.is/aefingatafla-handbolti/

Áfram Grótta !

Boltaskóli Gróttu

!!NÝTT!!

Knattspyrnu og handknattleiksdeildir Gróttu ætla að bjóða uppá Boltaskóla fyrir börn fædd 2022 á sunnudögum í vetur kl. 09:15.

Haustönn 21. september til 16.nóvember.

Skemmtilegt námskeið þar sem að við leggjum áherslu á að foreldri/forráðamaður og barn njóti gæðastundar saman í tímanum þar sem unnið er með leik og hreyfingu með bolta og önnur áhöld.

Námskeiðið er sett upp þannig að einn forráðamaður mætir með barninu í tímann og er með barninu í leik og starfi.

Skráning fer fram hér

Hlökkum til að sjá ykkur!

Hansína og Arndís María

Æfingatafla handboltans

Æfingar allra flokka hefjast föstudaginn 22.ágúst samkvæmt æfingatöflu vetrarins. Við bjóðum öllum krökkum og unglingum velkomna á æfingar. Það kostar ekkert að prófa. Þjálfarar deildarinnar taka vel á móti krökkunum.

Allar æfingarnar eru komnar í Abler.

Upplýsingar um þjálfara má finna á heimasíðu Gróttu, https://grotta.is/handknattleiksdeild/thjalfarar/

Skráning í handboltastarfið er í fullum gangi en beinn hlekkur er hér: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Ef það eru einhverjar spurningar um starfið, þá hafið endilega samband við Andra eða yfirþjálfara á [email protected] eða [email protected]

Sjáumst í handbolta í vetur !

Sumarnámskeið – Ágúst

Sumarnámskeið fara aftur af stað!

Leikja-, ævintýra- og survivour námskeiðin hefjast á ný beint eftir frídag verlsunarmanna. Handboltaskólinn og afreksskóli handboltans er kominn í gang og verður í boði næstu þrjár vikurnar, eða þangað til að krakkarnir fara aftur í skólann.

Skráning fer fram í gegnum Abler

Bessi valinn í úrvalsliðið

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tók í síðustu viku þátt á Opna Evrópumótinu í Svíþjóð. Gróttumaðurinn Bessi Teitsson var valinn í lokahóp liðsins og segja má að hann hafi hafi átt frábært mót líkt og íslenska liðið. Liðið komst allal leið í úrslit á mótinu en tapaði með minnsta mun gegn Spánverjum í úrslitaleik að viðstöddum 2300 áhorfendum í Scandinavium höllinni í Gautaborg. Liðið þurfti því að sætta sig við silfrið.

Að móti loknu var Bessi valinn í úrvalslið mótsins. Hann skoraði 19 mörk í mótinu.

Við óskum Bessa og U19 ára liðinu til hamingju með þennan frábæra árangur. Næsta verkefni liðsins er HM í handbolta í byrjum ágúst. Mótið fer fram í Egyptalandi. Við munum flytja fréttir af mótinu þegar að því kemur.