Tveir nýjir leikmenn, þeir Lúðvík Thorberg og Ólafur Brim skrifuðu í dag undir samninga við handknattleiksdeild Gróttu og auk þess framlengdi hornamaðurinn Alexander Jón samning sinn við félagið.
Continue readingStefán Huldar til Gróttu!
Markmaðurinn Stefán Huldar Stefánsson hefur gengið til liðs við Gróttu á láni frá Haukum.
Continue readingMaksim ráðinn til Gróttu
Maksim Akbachev hefur verið ráðinn þjálfari 4.flokk karla og kvenna hjá Gróttu en auk þeirra starfa mun Maksim verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og sinna afreksæfingum hjá félaginu.
Continue readingHannes Grimm snýr aftur!
Línumaðurinn og varnarjaxlinn Hannes Grimm mun snúa aftur til Gróttu fyrir komandi keppnistímabil en Hannes hefur á núverandi keppnistímabili leikið á láni með Stjörnunni.
Continue readingBirgir Steinn og Bergur Elí til Gróttu!
Þeir Birgir Steinn Jónsson og Bergur Elí Rúnarsson gengu í dag til lið við Gróttu og skrifuðu báðir undir 2ja ára samning við félagið.
Continue readingIngólfur Arnar framlengir við Gróttu
Miðjumaðurinn knái Ingólfur Arnar Þorgeirsson hefur framlengt samning sinn við Gróttu til næstu 2ja ára og mun því leika með liðinu í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.
Continue readingDaníel og Jakob framlengja
Þeir Daníel Andri Valtýsson og Jakob Ingi Stefánsson hafa báðir framlengt samninga sína við Handknattleiksdeild Gróttu til næstu 2ja ára.
Continue readingHSÍ aflýsir öllu mótahaldi – Karlaliðið upp í efstu deild!
Stjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í kvöld að aflýsa öllu frekara mótahaldi á vegum sambandsins. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að yfirvöld hafa ákveðið að framlengja samkomubanni til 4. maí nk. og er því ljóst að ekki verður unnt að hefja keppnir að nýju þar sem félögin þarfnast að minnsta kosti 2-3 vikna undirbúnings til að geta hafið leik.
Continue readingAxel Sigurðarson í Gróttu
Sóknarmaðurinn Axel Sigurðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu. Axel spilaði mikilvægt hlutverk í Gróttuliðinu síðasta sumar en þá spilaði hann 13 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim þrjú mörk. Axel á að baki sér 47 meistaraflokks leiki en hann hefur einnig spilað með KR, HK og ÍR.
Það er mikið gleðiefni að Axel muni spila með Gróttu á komandi tímabili, enda öflugur sóknarmaður sem mikils er vænst af. Við bjóðum Axel hjartanlega velkominn aftur á Nesið!
Þrír ungir og efnilegir leikmenn Gróttu skrifa undir
Þrír ungir og efnilegir Gróttumenn skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið í vikunni. Um er að ræða þá Daða Má Patrek Jóhannsson, Kjartan Kára Halldórsson og Grím Inga Jakobsson. Daði Már er fæddur árið 2001 en Kjartan og Grímur eru fæddir 2003. Þeir Daði og Kjartan hafa æft með Gróttu frá 5 ára aldri en Grímur skipti yfir í Gróttu úr Val þegar hann flutti á Nesið fyrir fimm árum. Þremenningarnir eru allir lykilleikmenn í 2. flokki og hafa æft með meistaraflokki síðustu misseri. Þeir Kjartan og Grímur hafa ennfremur verið viðloðandi U16 og U17 ára landsliðin en Kjartan hefur spilað sex landsleiki og Grímur fjórtán.
Það er mikið gleðiefni fyrir Gróttu að hafa skrifað undir við þessa frambærilegu drengi sem munu vonandi vinna sig enn betur inn í meistaraflokkinn á árinu.