Fanney Hauksdóttir íþróttamaður Seltjarnarness

Kjör Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 17. febrúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 24. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vegja athygli á gildi íþrótta og stuðla enn frekar að öflugu íþrótta- og tómstundalífi á Seltjarnarnesi.

Einnig voru veitt verðlaun til landsliðsfólks, ungs og efnilegs íþróttafólks, Íslandsmeistara auk þess sem veitt voru voru sérstök verðlaun fyrir félagsmálafrömuði á Seltjarnarnesi.

Fanney Hauksdóttir – Íþróttakona Seltjarnarness

Fanny hefur átt stórkorstlegt ár. Hún byrjaði árið á því að bæta Íslands- og Norðurlandamet í -63 kg flokki á heimsmeistaramótinu í bekkpressu með búnaði í Danmörku í apríl þar sem hún lyfti 152,5 kg.

Í maí varð hún heimsmeistari í klassískri bekkpressu (án búnaðar) í -63 kg flokki í Suður Afríku þar sem hún bætti sitt eigið Íslandsmet og lyfti 105 kg.

Í október bætti hún svo aftur Íslandsmet sitt í bekkpressu á Íslandsmeistaramótinu í klassískum lyftingum á heimavelli á Nesinu þegar hún lyfti 108kg og varð Íslandsmeistari í 63 kg flokki.

5. flokkur kvenna yngri í handbolta sem urðu Íslandsmeistarar árið 2016
Hluti meistaraflokks kvenna sem varð Íslandsmeistari í handbolta árið 2016

Stækkun á íþróttaaðstöðu Gróttu

Þriðjudagurinn 13. desember 2016 mun verða merkilegur dagur í sögu Gróttu þegar fram líða stundir. Ástæðan er sú að þennan dag skrifuðu fulltrúar Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar undir samkomulag þess efnis að sveitarfélögin munu í sameiningu standa að endurbótum á fimleikaaðstöðu félagsins.

Continue reading

Grótta tekur við rekstri íþróttamannvirkja

Grótta hefur frá og með 1. september fengið tækifæri til að annast rekstur íþróttamannvirkja sem Seltjarnarnesbær hefur rekið fram til þessa. Reglulega á undanförnum árum hefur Grótta óskað eftir því við Seltjarnarnesbæ að annast rekstur íþróttamannvirkja bæjarins. Það er því gleðistund fyrir Gróttu að bæjaryfirvöld veiti félaginu tæklifæri til rekstrarins.

Continue reading

Bæjarhátíð Seltjarnarness

Bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 26.-28. ágúst og mun Grótta líkt og undanfarin ár taka þátt í dagskránni. Dagskrá bæjarhátíðarinnar má finna vef Seltjarnarnessbæjar, www.seltjarnarnes.is

Continue reading