Bjarki Már nýr yfirþjálfari

Bjarki Már Ólafsson hefur verið ráðinn sem yfirþjálfari yngri flokka hjá knattspyrnudeild Gróttu. Bjarki tekur við starfinu af Magnúsi Erni Helgasyni sem mun starfa áfram við þjálfun hjá Gróttu en hann á einnig sæti í stjórn knattspyrnudeildar. Gróttasport heyrði hljóðið í þeim Bjarka og Magnúsi.

Continue reading

Afmælistreyjur Gróttu til sölu

Í tilefni af 50 ára afmæli Gróttu var ákveðið að meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta og fótbolta myndu leika í sérstökum afmælisbúningum á afmælisárinu. Búningarnir eru hvítir og bláir en upprunalegir búningar Gróttu voru einmitt með þeim litum.

Continue reading

Flottar helgar hjá 5.flokki karla

Seinustu tvær helgar hefur 5.flokkur karla staðið í ströngu. Yngra ár flokksins lék í Kaplakrika í umsjón FH-inga helgina 10. – 12.mars og eldra árið lék helgina 17. – 19.mars í Garðabæ í umsjón Stjörnunnar. Spilamennska drengjanna og liðanna þriggja var heilt yfir mjög góð á þessum tveimur mótum.

Continue reading

Ljóminn færir Gróttu veglega peningagjöf

Á dögunum færðu nokkrir ungir Gróttumenn félaginu styrk að fjárhæð ein milljón króna. Það var Lífsnautnafélagið Leifur sem færði félaginu þetta fjármagn en hópurinn samanstendur að mestu af drengjum af Seltjarnarnesi sem stunduðu íþróttir í Gróttu á árum áður. Þetta er fjórða árið í röð sem þessi hópur færir Gróttu veglega peningagjöf.

Continue reading

Nýir afmælisbúningar vígðir

Íþróttafélagið Grótta fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir en félagið var stofnað þann 24. apríl árið 1967. Í tilefni af því munu meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta og knattspyrnu leika í hvítum afmælisbúningum en fyrstu keppnisbúningar Gróttu voru einmitt hvítir.

Continue reading

Nýr styrktarsamningur undirritaður

Á dögunum var undirritaður nýr styrktarsamningur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu en hann gildir til loka árs 2019. Með nýjum samningi hækka fjárframlög til Gróttu um rúmar 15 milljónir. Meginmarkmið samningsins er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi.

Continue reading

Aukinn kraftur settur í fræðslu

Síðastliðið mánudagskvöld hélt Dr. Viðar Halldórsson frææðsluerindi fyrir þjálfara allra deilda hjá Gróttu. Erindið fjallaði um mikilvægi þess að styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. Viðar kynnti um leið verkefnið „Sýnum karakter“ sem er átaksverkefni um þjálfun slíkra þátta.

Continue reading