Örlygur lætur af störfum

Örlygur Ásgeirsson sem starfað hefur hjá okkur sem starfsmaður íþróttamannvirkjanna frá árinu 2016 við afar góðan orðstír lætur af störfum í dag 28. apríl nk og fer á eftirlaun. Örlygur hefur frá fyrstu tíð komið af krafti og fagmennsku inn í starfið hjá okkur. Hann er vinnusamur, samvinnuþýður og hefur húmorinn í lagi sem er mikilvægur eiginleiki til að gefa vinnustaðnum. Haldið var kveðjuhóf honum til heiðurs í gær en þar var Örlygur leystur út með gjöfum auk þess sem hann var sæmdur bronsmerki félagsins. Íþróttafélagið Grótta þakkar Örlygi kærlega fyrir samfylgdina og framlag hans til félagsins.

Aðalfundur Gróttu 27. apríl

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn 27. apríl 2023. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Fyrirspurnum og framboðum til stjórna skal skilað á netfangið grotta@grotta.is

Maksim heldur á vit nýrra ævintýra

Maksim Akbachev, yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Gróttu í handknattleik, hefur fengið stórt tækifæri sem þjálfari í Bahrain. Þar mun hann vinna að þróun og þjálfun á landsliðsmönnum þeirra ásamt því að þjálfa unglingalandslið þeirra fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Maks heldur utan um páskana.

Maks hefur stýrt þremur flokkum á þessu keppnistímabili sem allir hafa nú fengið nýja öfluga þjálfara.

“Ég hef ákveðið að fjúga á vit ævintýranna eftir 3 frábær ár hjá Gróttu. Ákvörðunin var alls ekki auðveld því hér hefur mér liðið mjög vel við þjálfun og í hlutverki yfirþjálfara. Ég vil þakka öllum iðkendum, þjálfurum, foreldrum og öðrum innilega fyrir samstarfið og fyrir mig – ég hlakka til að fylgjast áfram með ykkur!”

Grótta þakkar Maks frábært samstarf

Maks hefur starfað við þjálfun hjá Gróttu síðan 2020 og undanfarin tvö ár sem yfirþjálfari við góðan orðstír. Þekking hans á íþróttinni er með eindæmum mikil og hæfileiki hans til að miðla henni til iðkenda á öllum aldri framúrskarandi. Maks er mikill liðsmaður og það hefur verið virkilega gaman að vinna með honum undanfarin ár. Stemningin í handboltanum og húsinu hefur verið mjög góð undir hans stjórn og við þökkum honum af öllu hjarta fyrir frábært samstarf, drifkraft og liðsanda – dyr Gróttu standa honum alltaf opnar!

Staða yfirþjálfara barna- og unglingadeildar Gróttu í handknattleik er nú laus og er leitin að eftirmanni Maks hafin.

Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu.

Fjögur fá viðurkenningar á ársþingi UMSK

Á fimmtudaginn fór fram ársþing UMSK í veislusal Golfklúbbsins Odds.  Þingið var vel sótt. Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ veitti fjórum sjálfboðaliðum sambandsins starfsmerki UMFÍ og tvö af þeim fengu Bjarni Torfi Álfþórsson og Sesselja Hannele Jarvela. Bjarna Torfa þekkja allir sem hafa komið nálægt Gróttu undanfarna áratugi. Hann hefur meðal annars verið formaður Handknattleiksdeildar Gróttu, formaður félagsins í tvígang, leikið með félaginu, verið þjálfari og sinnt ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi í félaginu. Sesselja er reyndasti fimleikaþjálfari landsins, byrjaði hjá Gerplu árið 1987 en hefur þjálfað hjá Gróttu í 2001 eða samfellt í 22 ár. Hún hefur einnig komið að þjálfun landsliða fimleikasambandsins og hefur um árabil setið í fræðslunefnd sambandsins. 

Á þinginu voru fjölmargar heiðranir á vegum UMSK, svo sem íþróttakarl og íþróttakona ársins og lið ársins en einnig merki sambandsins. Eitt af þeim hlaut Kristján Guðlaugsson en hann hlaut silfurmerki ÍSÍ fyrir sjálfboðaliðastarf fyrir Gróttu undanfarna áratugi. Kristján var formaður Handknattleiksdeildar Gróttu í fjölmörg ár, lék með félaginu og hefur sinnt ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi fyrir handboltann í Gróttu.

Bæði Bjarni Torfi og Kristján hafa hlotið gullmerki Gróttu fyrir sín störf fyrir félagið. Undanfarin ár hafa þeir verið á ritaraborðinu á meistaraflokksleikjum Gróttu í handboltanum. 

Á ársþinginu var einnig veitt gullmerki ÍSÍ en okkar maður Lárus B. Lárusson sem situr bæði í stjórn UMSK og UMFÍ hlaut það. Lárus vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir handboltann í Gróttu á sínum tíma og var í stjórn barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar Gróttu um árabil.

Við óskum okkar fólki hjartanlega til hamingju með þessar verðskulduðu viðurkenningar.

kristján Guðlaugsson fékk silfurmerki ÍSÍ
Lárus B. Lárusson ásamt góðu fólki á aðalfundi UMSK

Sjálfboðaliðar ársins 2022

Án allra sjálfboðaliðanna væri starf félagsins lítilfjörlegt. Fjölmargir koma að daglegu starfi Gróttu allan ársins hring og erum við þeim gríðarlega þakklát fyrir þeirra ómetanlegu störf í þágu félagsins okkar. 

Í byrjun ársins veittu deildir félagsins viðurkenningar fyrir sjálfboðaliða ársins 2022 og þeir eru  Arnkell Bergmann Arnkelsson hjá handknattleiksdeild, Eyjólfur Garðarsson hjá fimleikadeild og Halla Bachmann Ólafsdóttir hjá knattspyrnudeild

Takk kærlega allir okkar sjálboðarliðar 🙏

Arnkell Bergmann Arnkelsson
Sjálfboðaliði handknattleiksdeildar Gróttu 2022 er Arnkell Bergmann Arnkelsson. Hann ásamt Ása heitnum og Viggó Kristjánssyni í Þýskalandi tóku við stjórn Handknattleiksdeildar í desember 2021. Þeir þrír sáu um öll mál fram að fráfalli Ása. Arnkell stóð þá einn á vaktinni á landinu en núna hefur bæst við stjórnina.
Eyjólfur Garðarsson
Sjálfboðaliði ársins 2022 fimleikadeild Gróttu er Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari. Eyjólfur hefur verið boðinn og búinn að mæta og mynda starfið hjá deildinni oft með litlum fyrirvara.  Fimleikadeild þakkar Eyjólfi fyrir óeigingjarnt starf í þágu heildarinnar. 

Halla Bachmann Ólafsdóttir 
Sjálfboðaliði ársins 2022 hjá knattspyrnudeild er Halla Bachmann Ólafsdóttir. Halla hefur reynst knattspyrnudeild drjúg um áralangt skeið. Á árinu sem var að líða tók Halla fyrst og fremst þátt í undirbúningi og framkvæmd leikja meistaraflokks kvenna, sem hún gerði af miklum myndarbrag eins og henni er von og vísa. Stjórnaði hún sölustúlkum í sjoppunni og gætti þess að kaffi og kakó væru á könnunum. Þá bakaði Halla að sjálfsögðu umtalsvert magn af vöfflum og reiddi fram með rjóma og sultu. Kunnu áhorfendur vel að meta viðurgjörninginn, raunar svo að það var umtalað í stúkunni.

13 aðilar hlutu heiðursmerki Gróttu

Íþróttafélagið Grótta veitti í byrjun ársins þrettán aðilum heiðursmerki sem hafa unnið gott starf fyrir félagið.
Þau eru: Kári Garðarsson sem fékk gullmerki Gróttu. Anna Sóley Jensdóttir og Ragnar Rafnsson sem fengu silfurmerki félagsins. Bronsmerki hlutu Bernódeus Sveinsson, Bjarni Geir Halldórsson, Bragi Björnsson,
Fjalar Sigurðarson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hreinn Októ Karlsson, Kristinn Þorvaldsson,
Sigurbergur Steinsson, Þór Sigurðsson og Þóra Kristín Jónsdóttir
Til hamingju öll sömul og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir Gróttu

Sumarstörf hjá Gróttu

Íþróttafélagið Grótta auglýsir til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2023 fyrir ungt fólk. Íþróttafélagið vill ráða einstaklinga 20 ára og eldri (fædd 2003 og eldri)

Continue reading

Maksim þjálfari ársins 2022

Maksim Akbachev var valinn þjálfari ársins 2022 hjá Gróttu á hófi sem var haldið um miðjan janúar mánuð.
Maksim er yfirþjálfari handboltadeildar og var aðstoðarþjálfari hjá mfl karla 2020-2022 auk þess að þjálfa yngri flokka, núna í vetur þjálfar hann 5fl. karla og 4fl. kvenna. 

Tilnefndir sem þjálfarar ársins voru frá fimleikadeild Bjarni Geir H. Halldórsson og frá knattspyrnudeild Pétur Rögnvaldsson.

Þorrablót Gróttu myndaalbúm

Þorrablót Gróttu fór fram síðastliðið laugardagskvöld í íþróttahúsi Gróttu og var mikið fjör fram rauða nótt.
Hér er má finna myndir úr myndakassanum: https://fotoshare.co/e/TKYdHiRMAUlA6VnGuOGO1 Hlekkurinn virkar í 6 mánuði, við viljum því benda fólki á að sækja myndirnar og vista þær.

Hér kemur svo myndaalbúm sem okkar besti ljósmyndari Eyjólfur tók á kvöldinu: https://www.dropbox.com/sh/iahrlv2id0ssser/AABQWn6_-Aw9vAGMZbuD1aoEa?dl=0&fbclid=IwAR3AyxzE8A9K0ON0pOHmb_0i4WTnToxQz39JSag10T-ks7wq9S5eJWF34ko