Þorrablót Gróttu myndaalbúm

Þorrablót Gróttu fór fram síðastliðið laugardagskvöld í íþróttahúsi Gróttu og var mikið fjör fram rauða nótt.
Hér er má finna myndir úr myndakassanum: https://fotoshare.co/e/TKYdHiRMAUlA6VnGuOGO1 Hlekkurinn virkar í 6 mánuði, við viljum því benda fólki á að sækja myndirnar og vista þær.

Hér kemur svo myndaalbúm sem okkar besti ljósmyndari Eyjólfur tók á kvöldinu: https://www.dropbox.com/sh/iahrlv2id0ssser/AABQWn6_-Aw9vAGMZbuD1aoEa?dl=0&fbclid=IwAR3AyxzE8A9K0ON0pOHmb_0i4WTnToxQz39JSag10T-ks7wq9S5eJWF34ko

Antoine Óskar íþróttamaður æskunnar 2022

Antoine Óskar Pantano handknattleiksmaður er íþróttamaður æskunnar 2022. Hann er lykilleikmaður og fyrirliði í 3.flokk félagsins sem og í ungmennaliðinu. Hann hefur leikið með meistaraflokknum í Olísdeildinni og lék sína fyrstu unglingalandsleiki með U16 síðasta sumar.

Continue reading

Sara Björk íþróttakona æskunnar 2022

Sara Björk Arnarsdóttir knattspyrnukona er íþróttakona æskunnar 2022. Sara lék frábærlega með tveimur flokkum í sumar, þar sem hún var burðarás liðum bæði 3. og 4. flokks. Sara var á árinu valin í U-15 ára landslið Íslands og steig einnig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins.

Continue reading

Freyja íþróttakona Gróttu 2022

Íþróttakona Gróttu 2022 var valin fimleikakonan Freyja Hannesdóttir á athöfn sem var haldin í Hátíðarsal Gróttu miðvikudaginn 11 janúar til að fagna íþróttaárinu 2022 hjá félaginu. 

Continue reading

Tilnefndar sem íþróttakona æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttakona æskunnar, tilnefndar eru frá fimleikadeild: Lilja Hugrún Pétursdóttir og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Frá handknattleiksdeild: Katrín Scheving Thorsteinsson og Lilja Hrund Stefánsdóttir. Frá knattspyrnudeild:

Sara Björk Arnarsdóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir

Jóna Guðrún Gylfadóttir
Katrín Scheving Thorsteinsson
Lilja Hugrún Pétursdóttir
Lilja Hrund Stefánsdóttir
Lovísa Anna Jóhannsdóttir
Sara Björk Arnarsdóttir