Matthías Guðmundsson ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattsyrnu og Melkorka framlengir

Matthías Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna knattspyrnudeildar Gróttu. Matthías gerir þriggja ára samning við deildina en hann hefur síðustu tvö ár verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Vals. Matthías á að baki glæstan fótboltaferil og 196 leiki í efstu deild á Íslandi en hann lék lengst af með Val.

Continue reading

Vinavikur handboltans

Næstu tvær vikurnar fara fram vinavikur í handboltanum. Við hvetjum alla núverandi iðkendur til að taka með sér vini eða vinkonur á æfingar. Aðrir sem hafa áhuga á að koma og prófa, eru hjartanlega velkomin.

Æfingatöflu yngri flokkanna má sjá hér á myndinni.

Þjálfararnir taka vel á móti krökkunum !

Áfram Grótta !