3. flokkur kvenna eru komnar áfram í undanúrslit bikarsins!!💪🏼🏆
Grótta/KR vann öruggan sigur á Fjölni í 8-liða úrslitum bikarsins í gær á KR-velli en leikurinn fór 5-1 fyrir heimastúlkum. Mörk Gróttu/KR skoruðu Katla Guðmundsdóttir (3), Helga Sif Bragadóttir og Rakel Grétarsdóttir ⚽️
Vel gert stelpur! 👊🏼
Tinna fyrst í meistaraflokki kvenna til að spila 100 leiki
Tinna Bjarkar Jónsdóttir, fyrirliði Gróttu, náði þeim merka áfanga þann 18. júní sl. að spila sinn 100. leik fyrir Gróttu en hún er fyrsti leikmaður meistaraflokks kvenna sem nær þeim áfanga!
Fyrir leik Gróttu og Álftanes í gær var Tinnu veittur blómvöndur frá knattspyrnudeildinni í tilefni dagsins. Leikurinn endaði þó í svekkjandi 1-1 jafntefli en María Lovísa Jónasdóttir skoraði eina mark Gróttu.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Tinnu innilega til hamingju með þennan glæsilega áfanga!
Þrír flokkar úr Gróttu á Norðurálsmótinu
Gróttustrákar úr 7. flokki karla skemmtu sér konunglega á hinu víðfræga Norðurálsmóti sem var haldið á Akranesi helgina 17-19. júní. Grótta fór með sex lið á mótið og stóðu drengirnir sig gríðarlega vel, innan sem utan vallar!
Continue reading6. flokkur kvenna á ÓB móti Tindastóls
6. flokkur kvenna eyddi helginni 24.-26. júní á Sauðárkróki og kepptu stelpurnar þar á ÓB móti Tindastóls. Grótta fór með fimm lið á mótið og stóðu stelpurnar sig með prýði!
Continue reading