Arnfríður Auður valin í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16 kvenna í október

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið æfingahóp til að taka þátt í úrtaksæfingum dagana 24. – 26. október. Æft verður í Miðgarði, Garðabæ. Gróttukonan Arnfríður Auður Arnarsdóttir, betur þekkt sem Aufí, er í þessum hóp en Aufí er einungis 14 ára gömul. Til æfinga að þessu sinni eru valdir 32 leikmenn frá 16 félögum. Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega hreykið af því að eiga fulltrúa í þessum hóp og óskar Aufí góðs gengis á æfingunum!

Herrakvöld Gróttu er 29. okt

Herrakvöld Gróttu verður haldið í hátíðarsalnum laugardagskvöldið 29 október. 

Geggjuð dagskrá er að taka á sig mynd, veislustjóri verður Gunnar á Völlum, Freyr Eyjólfsson verður með gamanmál og Þór Sigurgeirsson verður ræðumaður kvöldsins. 

Boðið verður upp á kótilettur og nóg af þeim. 

Miðasala er hafin á https://tix.is/is/event/14181/herrakvold-grottu/

Sara Björk í Póllandi með U15

Gróttukonan Sara Björk Arnarsdóttir tók nýverið þátt í UEFA development mótinu í Póllandi með U15 ára landsliðinu. Liðið lék þrjá leiki og fór með sigur í tveimur þeirra. Fyrsti leikurinn var gegn Tyrkjum og var Sara Björk í byrjunarliði Íslands sem fór með 5-2 sigur. Næsti leikur var gegn Póllandi en liðið tapaði 3-6 og kom Sara inn á þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Í þriðja leik Íslands var Sara aftur í byrjunarliði og vann Ísland góðan 2-0 sigur gegn Litháen. Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega stolt af því að eiga fulltrúa í U15 ára landsliðinu og óskar Söru innilega til hamingju með árangurinn!

Gróttukonur upp í Lengjudeildina!

Gróttukonur tryggðu sér í september sæti í Lengjudeildinni næsta sumar. Grótta endaði í 2. sæti 2. deildar kvenna með 34 stig og bestu markatölu deildarinnar! Þessum árangri var fagnað vel á Vivaldivellinum þegar lokaleikur stelpnanna fór fram föstudaginn 23. september. Til hamingju með árangurinn stelpur, þjálfarar og allir sem að liðinu koma! 

CRAFT VEFVERSLUN

Nú er samstarfið okkar við hið sænska fatamerki Craft komin í fullan gang. Fimleika- og handboltadeild hafa lokið mátunardögum en það er ekki orðið klárt hvernig búningamálum verður háttað hjá knattspyrnudeild. 

Ný vefverslun fyrri Craft hefur verið opnuð craftverslun.is og þar er að finna svæði tengt okkar vörum. 

2. flokkur karla upp um deild 

Það var frábær stemning á Vivaldivellinum í kvöld og fjöldi fólks í stúkunni þegar 2. flokkur karla tryggði sér sæti í B-deild Íslandsmótsins. Andstæðingar Gróttu var lið KR2 sem tefldi fram nokkrum sterkum leikmönnum í leiknum, þar sem jafnræði var með liðunum fyrsta hálftímann. 

Grótta skoraði tvö mörk rétt fyrir leikhlé og í byrjun seinni hálfleiks gerðu strákarnir út um leikinn og komust í 4-0. Kjartan Kári Halldórsson var með tvö mörk, Benjamin Friesen með eitt og eitt markanna var sjálfsmark. Halldór Orri Jónsson skoraði rétt fyrir leikslok og tryggði Gróttu 5-0 sigur og mikil gleði braust út í leikslok. Í sumar hefur liðsheildin í 2. flokknum verið sterk og leikmenn A- og B-liðsins staðið vel við bakið hvor á öðrum. Tímabilið er ekki alveg búið því á laugardaginn leika strákarnir við Selfoss í úrslitaleik um sigur í C-deild. 

Við óskum strákunum og þjálfurum þeirra, Arnari Þór Axelssyni og Dom Ankers, innilega til hamingju með árangurinn.

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari var á sínum stað á vellinum og hér er að finna stórglæsilegt albúm frá leiknum.

https://photos.google.com/share/AF1QipNCZtGMb6M7SoEpUP9jGOPEoNhYmdYpwji37A5jzlS8Iun6X0UlBUvnQmsuUeYw9g?key=SHNsVUxndVI0R0FUUlkxZ25SMmdNaUhIVW9CaGVR

2. flokkur Gróttu spilar úrslitaleik í kvöld

Í kvöld spilar 2. flokkur karla hjá Gróttu umspilsleik við lið KR2 um sæti í B-deild. Gróttumenn hafa spilað vel í sumar og ætla sér að enda leiktíðina með stæl. Margir leikmenn liðsins hafa æft fótbolta hjá Gróttu frá 5-6 ára aldri og þeir elstu, fæddir 2003, geta nú lokið yngri flokka ferlinum með eftirminnilegum hætti.

Leikurinn fer fram á Vivaldivellinum kl. 18:00. Það verður góð stemning á vellinum en Gróttuborgararnir víðfrægu verða til sölu og búist er við góðum hópi áhorfenda á þennan spennandi nágrannaslag. 

Lumar þú á ljósmyndum úr starfi Gróttu?

Undanfarið ár höfum við verið í átaki að leita uppi myndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. 
Hrafnhildur Thoroddsen sem kemur til okkar þrisvar í viku og hún hefur undanfarið ár skannað allar þær myndir sem hafa safnast saman hjá okkur á skrifstofu Gróttu. 
Við viljum líka taka við stafrænum myndum sem við getum geymt í skýinu okkar. 

Nánar upplýsingar gullijons@grotta.is

Við höfum reglulega sett  inn gamlar Gróttumyndirí albúm  á Facebook síðu okkar. 
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10159472844209874&vanity=97036674873

Hrafnhildur að skanna myndir úr sögu Gróttu

Grótta komin í Lengjudeildina!


Þá hafa Gróttukonur lokið sínum síðasta leik í sumar og hafa tryggt sér sæti í Lengjudeildinni að ári!  Grótta endaði í 2. sæti með 34 stig og bestu markatölu deildarinnar! Þessum árangri var fagnað vel á Vivaldivellinum þann 23. september sl. og þökkum við áhorfendum fyrir komuna og stuðninginn. Síðasti leikurinn hjá stelpnunum var merkilegur af fleiri ástæðum en Bjargey Sigurborg Ólafsson spilaði sinn 100. leik fyrir Gróttu og Nína Kolbrún Gylfadóttir spilaði sínar fyrstu mínútur eftir að hafa slitið krossband í fyrra sumar. Frábærar fyrirmyndir báðar tvær!
Til hamingju með árangurinn stelpur, þjálfarar og allir sem að liðinu koma! Sjáumst á Vivaldi á næsta ári! 

Emelía skorar fyrir Kristianstad

Emelía Óskarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í síðustu viku 👏🏽💥

Emelía kom inná undir lok fyrri hálfleiks þegar Kristianstad tók á móti Hammarby Hún skoraði þriðja mark liðsins en Kristianstad fór með 3-1 sigur. Gróttukonan Emelía gekk í raðir Kristianstad í janúar á þessu ári og hefur henni gengið vel að stimpla sig inn í liðið, en hún er einungis 16 ára gömul. Það er mikið gleðiefni að ungar Gróttustelpur eigi ekki einungis góðar fyrirmyndir innan félagsins heldur einnig úti í heimi. Vel gert Emelía! 🙌🏽