Rakel valin í æfingahóp U19 ára landsliðsins

Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir hefur verið valin í æfingahóp U19 ára landsliðsins. Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem æfir dagana 16.-18. janúar. Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ, en einnig leikur liðið æfingaleik við Stjörnuna á Samsungvellinum. Liðið undirbýr sig fyrir æfingamót sem það tekur þátt í á Algarve í Portúgal 14.-22. febrúar næstkomandi.
Til hamingju Rakel og gangi þér vel!

Jólablað knattspyrnudeildar Gróttu er komið út í tólfta sinn

Fyrir jólin árið 2011 ákvað knattspyrnudeild Gróttu að gefa út blað þar sem farið var yfir árið hjá deildinni í máli og myndum. Á þeim tímapunkti óraði líklega engan fyrir því að árið 2022 myndi tólfta blaðið koma út!

Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann ritstýrði jólablaðinu í ár. Í blaðinu má finna skemmtileg viðtöl, ýmsar fréttir og fróðleik. Í blaðinu er m.a. að finna viðtöl við Jón Jónsson, Emelíu Óskarsdóttur, Kjartan Kára Halldórsson, Magnús Örn Helgason og Huldu Mýrdal. Þá eru yngri iðkendur einnig teknir tali og loks má ekki gleyma þeim fjölmörgu myndum sem prýða blaðið en Eyjólfur Garðarsson á heiðurinn af þeim. Elsa Nielsen sá um uppsetningu blaðsins sem er hið glæsilegasta.

Dreifing hefur gengið vel þökk sé sjálfboðaliðum og ætti Gróttublaðið nú að vera komið í öll hús á Seltjarnarnesi.

Vefútgáfu blaðsins má finna hér: https://issuu.com/nielsenslf/docs/grottublad-2022-web

Knattspyrnudeild Gróttu óskar Gróttufólki gleðilegra jóla og þakkar kærlega fyrir stuðninginn á liðnu ári 💙

Tilnefndar sem íþróttakona æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttakona æskunnar, tilnefndar eru frá fimleikadeild: Lilja Hugrún Pétursdóttir og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Frá handknattleiksdeild: Katrín Scheving Thorsteinsson og Lilja Hrund Stefánsdóttir. Frá knattspyrnudeild:

Sara Björk Arnarsdóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir

Jóna Guðrún Gylfadóttir
Katrín Scheving Thorsteinsson
Lilja Hugrún Pétursdóttir
Lilja Hrund Stefánsdóttir
Lovísa Anna Jóhannsdóttir
Sara Björk Arnarsdóttir

Tilnefndir sem íþróttamaður æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttamaður æskunnar, tilnefndir eru

frá handknattleiksdeild: Antoine Óskar Pantano og Gísli Örn Alfreðsson og frá knattspyrnudeild: Hannes Ísberg Gunnarsson og Tómas Johannessen.

Antoine Óskar Pantano
Gísli Örn Alfreðsson
Hannes Ísberg Gunnarsson
Tómas Johannessen

Íþróttamaður & kona Grótta verða krýnd í næstu viku

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörnir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu. 

Auk þess verða krýnd íþróttafólk æskunnar, þjálfari ársins og sjálfboðaliðar ársins auk þess verða afhent verðlaun fyrir fyrstu landsleiki á síðasta ári.  

Við hvetjum allt Gróttufólk til að mæta og heiðra okkar flotta íþróttafólk.