Markverðir fá höfuðhlífar

Barna- og unglingaráð Handknattleiksdeildar Gróttu gaf á dögunum öllum markmönnum yngri flokka höfuðhlífar sem notaðar verða á æfingum og leikjum. Hlífarnar eru frá fyrirtækinu SecureSport.

Með þessum kaupum eykst öryggi markvarðanna okkar til muna við höfuðhöggum.

Á myndinni má sjá kampakáta markverði 3. og 6.flokks hjá félaginu með nýju hlífarnar sínar.

Viltu gerast sjálfboðaliði í Gróttu?

Viltu gerast sjálfboðaliði í Gróttu ?  Viltu taka þátt í gefandi og skemmtilegum verkefnum sem tengjast íþróttaleikjum
eða öðrum verkefnum.  Viltu kynnast nýju fólki og nýjum viðfangsefnum?  Ertu hætt(ur) að vinna og vantar áhugaverð
og fjölbreytt verkefni til að verja tíma þínum í?  Vantar þig áhugamál?

Sjálfboðaliðastarf er hornsteinn og grundvöllur alls íþróttastarfs á Íslandi.  Íþróttafélagið Grótta treystir á óeigingjarnt vinnuframlag einstaklinga sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íþróttastarf fyrir unga sem aldna og halda því gangandi með dugnaði, eljusemi og ástríðu.

Hafir þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur með því að senda póst á grotta@grotta.is 

Ekki hika við að hafa samband.  Þér verður tekið fagnandi!

Grótta er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Íþróttafélagið Grótta fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á fundi aðalstjórnar í vallarhúsi Gróttu miðvikudaginn 2. nóvember síðastliðinn.

Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti viðurkenningarnar til fulltrúa aðalstjórnar og allra deilda félagsins, þ.e. knattspyrnu-, handknattleiks- og fimleikadeildar. Félagið hlaut fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2005.

Á hópmyndinni eru frá vinstri, Andri Stefánsson, Guðjón Rúnarsson formaður fimleikadeildar, Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður handknattleiksdeildar, Þröstur Þór Guðmundsson formaður Íþróttafélagsins Gróttu, Þorsteinn Ingason formaður knattspyrnudeildar og Gunnlaugur Jónsson íþróttastjóri félagsins.
Eyjólfur Garðarsson tók myndir við þetta tilefni.

„Við hjá Íþróttafélaginu Gróttu erum stolt og þakklát fyrir að fá viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag. Það er afar mikilvægt fyrir félagið að ná þessu markmiði enda keppist Grótta við að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum“, sagði Þröstur Þór formaður félagsins af þessu tilefni.

Herrakvöld Gróttu er 29. okt

Herrakvöld Gróttu verður haldið í hátíðarsalnum laugardagskvöldið 29 október. 

Geggjuð dagskrá er að taka á sig mynd, veislustjóri verður Gunnar á Völlum, Freyr Eyjólfsson verður með gamanmál og Þór Sigurgeirsson verður ræðumaður kvöldsins. 

Boðið verður upp á kótilettur og nóg af þeim. 

Miðasala er hafin á https://tix.is/is/event/14181/herrakvold-grottu/

CRAFT VEFVERSLUN

Nú er samstarfið okkar við hið sænska fatamerki Craft komin í fullan gang. Fimleika- og handboltadeild hafa lokið mátunardögum en það er ekki orðið klárt hvernig búningamálum verður háttað hjá knattspyrnudeild. 

Ný vefverslun fyrri Craft hefur verið opnuð craftverslun.is og þar er að finna svæði tengt okkar vörum. 

Mikið fjör á æfingum 9.flokks

Tæplega 30 krakkar mæta að staðaldri á æfingar 9.flokks á laugardögum í Íþróttahúsi Gróttu. Arndís María Erlingsdóttir og Íris Björk Símonardóttir hafa veg og vanda að skipulagningu og æfingum krakkanna en þær eru margreyndar úr þjálfun hjá félaginu og tvær af leikjahæstu leikmönnum Gróttu frá upphafi.

Innihald æfinganna eru leikir með og án bolta auk fjölbreyttra handboltaæfinga sem reyna á samhæfingu, jafnvægi, styrk og hittni. Segja má að mikil einbeiting og mikið stuð sé hjá þessum flotta hópi á laugardögum.

Skráning í flokkinn fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Lumar þú á ljósmyndum úr starfi Gróttu?

Undanfarið ár höfum við verið í átaki að leita uppi myndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. 
Hrafnhildur Thoroddsen sem kemur til okkar þrisvar í viku og hún hefur undanfarið ár skannað allar þær myndir sem hafa safnast saman hjá okkur á skrifstofu Gróttu. 
Við viljum líka taka við stafrænum myndum sem við getum geymt í skýinu okkar. 

Nánar upplýsingar gullijons@grotta.is

Við höfum reglulega sett  inn gamlar Gróttumyndirí albúm  á Facebook síðu okkar. 
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10159472844209874&vanity=97036674873

Hrafnhildur að skanna myndir úr sögu Gróttu

VERBÚÐARBALLIÐ var geggjað

Verbúðarballið fór fram með pompi og prakt síðasta laugardagskvöld. Mæting á ballið fór fram úr björtustu vonum, fólk skemmti sér stórvel og ballið fór fram án stóráfalla.  

Einnig var virkilega gaman að sjá hve margir dressuðu sig upp í anda Verbúðarþáttanna og það sett sterkan svip á ballið. 

Hljómsveitin Verbúðarbandið fór á kostum ásamt Selmu Björns og Stebba Hilmars, óvæntur leynigestur dúkkaði upp en það var nesbúinn Baddi í Jeff Who.  Herbert Guðmundsson opnaði ballið um tíu leytið og okkar eini sanni Magnús Helgason sá um tónlistina milli atriða. 

Takk fyrir komuna kæru ballgestir. Stefnan er að þetta verði árlegur viðburður. 

Eyjólfur Garðarsson hirðljósmyndari Gróttu mætti með myndavélina og hér má sjá veglegt myndaalbúm frá ballinu. https://www.facebook.com/media/set/?set=a.500533768551730&type=3

Hér má sjá frétt í Smartlandi mbl.is https://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2022/09/12/allt_a_utopnu_a_verbudarballinu/

dj Maggi Helga
Gríðarlegt stuð myndaðist á gólfinu
Herbert var sjóðheitur í upphafi kvöldsins

Árskortin komin í sölu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur hafið sölu á árskortum vetrarins Boðið er upp á fimm mismunandi gerðir af árskortum sem henta fjölbreyttum hópi áhorfenda.

Gullkort
Gullkortið gildir fyrir tvo á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 40.000 kr.

Silfurkort
Silfurkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 25.000 kr.

Olísdeildarkort
Olísdeildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks karla í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 15.000 kr.

Grill 66-deildarkort
Grill 66-deildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks kvenna í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 10.000 kr.

Ungmennakort (16 – 20 ára)
Ungmennakortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 7000 kr.

Salan á kortunum fer fram í gegnum Stubbur appið. Beinn linkur á söluna er hérna: https://stubb.is/passes/teams/grotta

Athygli er vakin á að miðaverð á leiki í vetur er 2000 kr. Sala á heimaleikjakortum er stór fjáröflunarþáttur í starfi félagsins.

Við vonum að sem flestir styðji okkur í þessari fjáröflun.

Áfram Grótta !