Guðrún framlengir við Gróttu

Guðrún Þorláksdóttir hefur framlengt samning sinn við kvennalið félagsins um 2 ár og mun því taka slaginn með liðinu í Grill-66 deildinni í vetur. Guðrún sem er 22 ára línumaður á að baki yfir 50 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu og er þrátt fyrir ungan aldur ein af reynslumeiri leikmönnum liðsins.

Halda áfram að lesa