Farsæl öldrun

Nú rétt í þessu var að ljúka fjölmennum kynningarfundi á verkefninu – Farsæl öldrun. Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa munu taka höndum saman næstu vikurnar og bjóða eldri borgurum upp á markvissa hreyfingu í íþróttamannvirkjum Gróttu. Eva Katrín Friðgeirsdóttir íþróttafræðingur og yfirþjálfari hópfimleika hjá Gróttu mun sjá um þjálfunina.

Verkefnið hefst í byrjun næstu viku og stendur í 12 vikur. Kennt er í fjórum hópum og eru átta einstaklingar í hverjum hópi. Skemmst er frá því að segja að það fylltist strax í alla hópana og færri komust að en vildu. Það er von Gróttu að verkefnið takist vel og að framhald verði á því næsta haust.

Pétur Theodór Árnason er íþróttamaður Seltjarnarness

Pétur Theodór Árnason var valinn íþróttamaður Seltjarnarness við hátíðlega athöfn í Félagsheimili Seltjarnarness í gær.

Pétur er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi. Hann er 24 ára gamall og lék upp alla yngri flokkana með Gróttu. Þegar Pétur var aðeins 16 ára gamall spilaði hann sína fyrstu leiki með Gróttu í 1. deild og lék einnig með U16 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu. Þá um haustið fór Pétur á reynslu til enska liðsins Reading og var viðloðandi landsliðshópa næstu misseri. Sumarið 2013 lenti Pétur í því áfalli að slíta krossband í hné og ári síðar, eftir margra mánaða endurhæfingu, slitnaði krossbandið aftur. Síðan þá hefur ferill Péturs farið smám saman upp á við en hann kom sterkur inn í Gróttuliðið um mitt sumar 2018 og hjálpaði liðinu að komast upp
úr 2. deild.

Árið 2019 var ár Péturs Theodórs. Hann var markahæsti leikmaður Mjólkurbikarsins með 9 mörk og var lykilmaður í liði Gróttu sem sigraði Inkasso-deildina eftirminnilega í sumar. Pétur var valinn besti leikmaður fyrri hluta mótsins, hann var markakóngur deildarinnar með 15 mörk
í 22 leikjum og í lok tímabilsins var Pétur í liði ársins! Pétur Theodór var valinn leikmaður ársins hjá Gróttu á lokahófi meistaraflokkanna en einnig var hann kjörinn leikmaður leikmanna af liðsfélögum sínum.

Pétur er mikill liðsmaður með stórt Gróttuhjarta. Hann æfir af krafti og hugsar vel um sig utan vallar. Fyrirmyndarleikmaður í einu og öllu. Pétur var einnig valinn íþróttamaður Gróttu 2019.

Grótta og Sideline í samstarf

Íþróttafélagið Grótta hefur samið við Sideline Sports um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins. Sideline hefur undanfarin ár verið leiðandi á markaði með hugbúnað fyrir íþróttastarf og leikgreiningar.

Halda áfram að lesa

Skipulagsbreyting hjá Gróttu

Aðalstjórn Gróttu hefur ákveðið að fara í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins. Kári Garðarsson sem starfað hefur sem íþróttastjóri Gróttu frá árinu 2015 verður frá og með deginum í dag framkvæmdastjóri félagsins. Kristín Finnbogadóttir sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Gróttu frá árinu 2001 tekur við nýju starfi fjármálastjóra.

Halda áfram að lesa

Viðtal við meistaraflokks þjálfara knattspyrnudeildarinnar

Það er mikið líf á Vivaldivellinum þegar blaðamann Nesfrétta ber að garði á fallegu síðdegi í maí. Örugglega um 60 börn og unglingar að æfa á iðagrænu gervigrasinu. Við höfum mælt okkur mót við þjálfara meistaraflokka Gróttu í knattspyrnu, þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem þjálfa karlaliðið og Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson sem þjálfa kvennaliðið.

Halda áfram að lesa