Helga Guðrún framlengir

Hornamaðurinn Helga Guðrún Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu um 2 ár. Helga sem er 20 ára gömul og uppalin hjá félaginu spilaði á síðastliðnu keppnistímabili 15 leiki og skoraði í þeim 12 mörk í Gróttu-liðinu sem endaði í 4.sæti Grill-66 deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst.

Halda áfram að lesa

Heimaleikjakort, tilboð og fréttir

Það er gríðarleg eftirvænting í loftinu fyrir fyrsta heimaleik félagsins í efstu deild sem fer fram laugardaginn 20. júní kl. 15:45 þegar við fáum stórlið VALS í heimsókn. Meistaraflokkur kvenna hefur leik kvöldið áður í Lengjudeildinni (föstudaginn 19. Júní) kl. 19:15 á Vivaldivellinum gegn Fjölni.

Halda áfram að lesa

Íþrótta- og veislusalir til leigu

Íþróttafélagið Grótta leigir út íþróttasali sína til almennings eftir að dagskrá félagsins er lokið á virkum kvöldum og um helgar. Við bjóðum upp á tvo stórglæsilega sali í leigu þar sem hægt er að halda ýmiss konar mannamót svo sem fermingarveislur, ættarmót, brúðkaupsveislur, stórafmæli og margt fleira.

Halda áfram að lesa

Breytingar á lögum Gróttu

Á aðalfundi Gróttu sem fram fer nk. fimmtudag 4. júní kl. 17:00 í hátiðarsal Gróttu liggja fyrir til samþykktar breytingar á lögum félagsins. Hér meðfylgjandi má finna lögin eins og þau líta út eftir breytingar en þau liggja einnig á skrifstofu félagsins til kynningar.

Halda áfram að lesa