Frábær þátttaka var á fimleikanámskeiðinu „Stökk og styrkur“ sem er fyrir 9 til 14 ára stráka (f. 2006 – 2011). Næsta námskeið hefst á mánudaginn 22. júní og skráning er opin. Á námskeiðinu er einblítt á stór trampólín og annarskonar fimleika kúnstir.
Halda áfram að lesaFlatbakan áfram styrktaraðili handknattleiksdeildar Gróttu
Íslenska Flatbakan og Handknattleiksdeild Gróttu framlengdu í gær styrktarsamning sín á milli til næstu 2ja ára og verður Flatbakan því áfram einn af aðal styrktaraðilum deildarinnar.
Halda áfram að lesaHelga Guðrún framlengir
Hornamaðurinn Helga Guðrún Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu um 2 ár. Helga sem er 20 ára gömul og uppalin hjá félaginu spilaði á síðastliðnu keppnistímabili 15 leiki og skoraði í þeim 12 mörk í Gróttu-liðinu sem endaði í 4.sæti Grill-66 deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst.
Halda áfram að lesaHeimaleikjakort, tilboð og fréttir
Það er gríðarleg eftirvænting í loftinu fyrir fyrsta heimaleik félagsins í efstu deild sem fer fram laugardaginn 20. júní kl. 15:45 þegar við fáum stórlið VALS í heimsókn. Meistaraflokkur kvenna hefur leik kvöldið áður í Lengjudeildinni (föstudaginn 19. Júní) kl. 19:15 á Vivaldivellinum gegn Fjölni.
Halda áfram að lesaUngar og efnilegar framlengja
Á dögunum skrifuðu hvorki meira né minna en 5 leikmenn undir samninga við meistaraflokk kvenna. Um er að ræða unga og efnilega leikmenn félagsins sem hafa síðastliðið tímabil stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki og er ætlað að verða framtíðarleikmenn félagsins.
Halda áfram að lesaSumarplan handknattleiksdeildar
Handknattsleiksdeildin æfir út júní mánuð og planið má finna í þessari frétt.
Halda áfram að lesaForskráning fyrir veturinn 2020-21 hafin í fimleikadeild Gróttu
Í dag 5. júní hefst forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2020-2021. Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig.
Halda áfram að lesaÍþrótta- og veislusalir til leigu
Íþróttafélagið Grótta leigir út íþróttasali sína til almennings eftir að dagskrá félagsins er lokið á virkum kvöldum og um helgar. Við bjóðum upp á tvo stórglæsilega sali í leigu þar sem hægt er að halda ýmiss konar mannamót svo sem fermingarveislur, ættarmót, brúðkaupsveislur, stórafmæli og margt fleira.
Halda áfram að lesaUppskeruhátíð handknattleiksdeildar Gróttu
Uppskeruhátíð handknattleiksdeildarinnar fór fram við hátíðlega athöfn 28. maí síðastliðin. Þetta árið var hún frábrugðin fyrri uppskeruhátíðum en gaman var að sjá góða mætingu krakkanna.
Halda áfram að lesaBreytingar á lögum Gróttu
Á aðalfundi Gróttu sem fram fer nk. fimmtudag 4. júní kl. 17:00 í hátiðarsal Gróttu liggja fyrir til samþykktar breytingar á lögum félagsins. Hér meðfylgjandi má finna lögin eins og þau líta út eftir breytingar en þau liggja einnig á skrifstofu félagsins til kynningar.
Halda áfram að lesa