Bessi Teitsson og U19 ára landslið karla leikur næstu daga á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Liðið leikur í D-riðli ásamt Gíneu, Sádi-Arabíu og Brasilíu.
Eftir riðakeppnina leikur íslenska liðið í miliriðlum og síðan í 8 liða úrslitum ef liðinu vegnar vel. Við flytjum fréttir af gengi Bessa og U19 ára landsliðinu næstu daga.
Fyrsti leikur liðsins er gegn Gíneu og hefst hann núna kl. 09:45. Allir leikir liðsins er sýndir í beinni útsendingu á YouTube síðu IHF áhorfendum að endurgjaldslausu.
Um helgina fór fram Bikarmót 2025 í áhalda- og hópfimleikum, þar sem fremsta fimleikafólk landsins keppti um titlana. Mótið var haldið af Fjölni í Egilshöll, og óhætt er að segja að sannkölluð fimleikaveisla átti sér stað. Grótta sendi sex lið til keppni ásamt tveimur gestum í frjálsu þrepi og 2. þrepi fimleikastigans. Liðin stóðu sig með prýði.
Í 3. þrepi A-deild tryggði lið Gróttu sér titil bikarmeistara með frábæra útkomu, 223.196 stig. Liðið skipuðu Mjöll Jónsdóttir, Sigurrós Ylfa Rúnarsdóttir, Þuríður Katrín Kistinsdóttir, Fanney Petrea L. Arnórsdóttir, Sigríður Lára Indriðadóttir og Sunna Mist Sheehen. Það er einnig vert að nefna að Grótta var með yngsta liðið í keppninni, og óskum við þeim innilega til hamingju með stórkostlegan árangur.
Í 3. þrepi B-deild hafnaði lið Gróttu í 2. sæti, og óskum við stelpunum innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Liðið skipuðu Guðrún Jakóbína Eiríksdóttir, Margrét Helga Geirsdóttir, Magnea Margrét Þorsteinsdóttir, Hrefna Höskuldsdóttir Rafnar, Sigurlaug Margrét Pétursdóttir og Mirra Kjartansdóttir.
Hópfimleikadeild Gróttu sendi fjögur lið til keppni, og sýndu liðin miklar framfarir. Lið 3. flokks í A-deild hafnaði í 4. sæti, og verður gaman að fylgjast með þeim á Íslandsmeistaramótinu í hópfimleikum, sem fram fer á Akranesi 10.–13. apríl. Óhætt er að segja að framtíðin sé björt í fimleikadeild Gróttu.
Námskeiðin verða frá 10 – 21 júní. Námskeiðin eru frábær leið til að auka öryggi barna í vatni, undirbúa þau fyrir skólasundið næsta haust eða skerpa það sem þau lærðu seinasta skólaárið
Það styttist óðum í sumarið og fer Lengjudeild karla og kvenna að hefjast þar sem Gróttuliðin spila. Hér má sjá dagskránna í maí og hvetjum við Gróttufólk að vista þessa mynd hjá sér og taka dagana frá.
Tímabilið í knattspyrnu er að bresta á og árskortasala er farin á fullt. Í sumar eru 3 tegundir af árskortum í boði. Ungmennakort, Heimaleikjakort og Stuðningsmannakort.
Grótta Gymnastic Club seeks a head coach for its female Artistic gymnastics department. We would like to hear from you if you have been coaching at a high level and are ready for a new adventure in Iceland.