Maksim Akbachev hefur verið ráðinn yfirþjálfari Gróttu til næstu tveggja ára. Hann tekur við því öfluga starfi sem Hákon Bridde hefur sinnt undanfarið ár við að leiða uppbyggingu handboltans í Gróttu, í samvinnu við stjórn og aðra þjálfara.Maksim gekk til liðs við Gróttu árið 2020 þegar hann hóf að þjálfa 4. flokk karla og kvenna.
Halda áfram að lesaHandboltinn með fjáröflun – Kjötkompaní matarpakkar
Kjötkompaní er einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar Gróttu og nú höfum við sett af stað aðra fjáröflun í samstarfi við Kjötkompaníið. Frábærir matarpakkar frá þeim eru komnir í vefverslun Gróttu og stendur fjáröflunin út laugardaginn 24. apríl.
Halda áfram að lesaGrótta og Tryggja í samstarf
Íþróttafélagið Grótta og Tryggja í samstarfi við Lloyd´s, bjóða tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Þetta er algjörlega valfrjálst fyrir félög/foreldra en fyrir hverja áskrift fær félagið 1.000 kr.
Halda áfram að lesaFlügger og Grótta í samstarf
Nú gefst þér tækifæri að kaupa í gegnum staðgreiðslureikning Gróttu og fá að minnsta kosti 20% afslátt af hilluverði í næstu verslun Flügger.
Halda áfram að lesaLumar þú á ljósmyndum úr sögu Gróttu ?
Íþróttafélagið Grótta er í átaki að leita uppi ljósmyndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. Við byrjuðum fyrir jól að kynna átakið á Facebook síðu Gróttu og höfum við fengið fjöldan allan af ljósmyndum. Við setjum inn gamlar Gróttumyndir á Facebook síðu okkar í hverri viku.
Halda áfram að lesaÍþróttastarf fellur niður til 15. apríl
Eftir að fundi forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar lauk nú rétt áðan er ljóst að allt íþróttastarf barna og fullorðinna mun liggja niðri frá og með morgundeginum og mun lokunin mun vara í a.m.k. þrjár vikur.
Halda áfram að lesaFreyja íslandsmeistari í unglingaflokki
Á Íslandsmótinu i áhaldafimleikum sem fram fór um helgina gerði Freyja Hannesdóttir okkar sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í unglingaflokki.
Halda áfram að lesaNanna íslandsmeistari í áhaldafimleikum
Um helgina fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum kvenna. Nanna Guðmundsdóttir varð Íslandsmeistari í áhaldafimleikum í kvennaflokki.
Halda áfram að lesaHandboltanámskeið í dymbilvikunni – FELLUR NIÐUR
Meistaraflokkar handknattleiksdeildar Gróttu ætla að halda glæsileg námskeið í dymbilvikunni, dagana 29-31. mars. Í boði verða tvo aðskilin námskeið, annað ætlað 1-4.bekk (2014-2011) og hitt ætlað 5-8.bekk (2010-2007).
Halda áfram að lesaCovid styrkur fyrir iðkendur fædd á árunum 2005-2014
Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014
Halda áfram að lesa