Páskanámskeið Gróttu

Í dymbilvikunni fyrir páska mun Handknattleiksdeild Gróttu standa fyrir páskanámskeiði í handbolta. Æfingarnar fara fram 3. – 5.apríl og verða frá kl. 09:00-12:00. Æfingunum verður skipt upp eftir eldri og er krakkarnir beðnir um að koma með nesti.

Þjálfarar á námskeiðinu er þjálfarar Gróttu og leikmenn meistaraflokkanna.

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Hægt er að skrá sig alla dagana eða einn og einn dag.

Tvö lið frá Gróttu í bikarúrslitum

Grótta var með tvö lið í úrslitum Powerade-bikars HSÍ helgina 17. – 19.mars. 6.flokkur karla yngri lék gegn Haukum og 5.flokkur kvenna eldri lék gegn Val.

6.flokkur karla yngri
Eftir virkilega flottan leik voru það Haukar sem unnu með minnsta mögulega mun, 9-10 í úrslitaleik bikarsins hjá 6.flokki karla yngri. Strákarnir okkar stóðu sig vel og geta heldur betur verið sáttir með sinn leik þó að andstæðingurinn hafi verið sterkari í dag.

5.flokkur kvenna eldri
Stelpurnar í 5. flokki kvenna eldri tóku þátt í úrslitleik í Powerade-bikarnum gegn sterku Valsliði í gær. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum og var aðeins tveggja marka munur í hálfleik. Gróttustelpur náðu ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og vann Valur með sjö marka mun, 13-20. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og var þetta gríðarlega skemmtileg upplifun og reynsla fyrir þær.

Sannarlega frábærir krakkar sem eru í yngri flokkum Gróttu.

Æfingar 9.flokks í handbolta

9.flokks æfingarnar hefja göngu sína aftur í janúar. Fyrsta æfingin er laugardaginn 7.janúar. 30 krakkar á leikskólaaldri tóku þátt á haustönninni og lærðu undirstöðuatriðin í handbolta með skemmtilegum leikjum og æfingum undir stjórn þjálfara flokksins, þeirra Arndísar Maríu Erlingsdóttur, Írisar Bjarkar Símonardóttur og þeirra góða aðstoðarfólks.

Halda áfram að lesa

Fimm á landsliðsæfingum

Dagana 16. – 18.desember fóru fram æfingar hjá yngri landsliðum HSÍ. Við hjá Gróttu getum verið virkilega ánægð með okkar hlutskipti en samtals áttum við fimm leikmenn í æfingahópum helgarinnar. Þessi voru boðuð:

U19 ára landslið kvenna
Katrín Anna Ásmundsdóttir

U17 ára landslið kvenna
Dóra Elísabet Gylfadóttir

U16 ára landslið kvenna
Arndís Áslaug Grímsdóttir
Elísabet Ása Einarsdóttir

U17 ára landslið karla
Antoine Óskar Pantano

Við óskum leikmönnunum okkar hjartanlega til hamingju með valið og vonum að þetta eigi eftir nýtast þeim í komandi verkefnum, bæði hjá Gróttu og HSÍ.

Markverðir fá höfuðhlífar

Barna- og unglingaráð Handknattleiksdeildar Gróttu gaf á dögunum öllum markmönnum yngri flokka höfuðhlífar sem notaðar verða á æfingum og leikjum. Hlífarnar eru frá fyrirtækinu SecureSport.

Með þessum kaupum eykst öryggi markvarðanna okkar til muna við höfuðhöggum.

Á myndinni má sjá kampakáta markverði 3. og 6.flokks hjá félaginu með nýju hlífarnar sínar.

Grótta semur við Spiideo

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við sænska vefútsendingafyrirtækið Spiideo til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér upptöku og streymi á öllum heimaleikjum meistaraflokka og yngri flokka. Auk þess að streyma leikjunum geta þjálfarar deildarinnar notað upptökurnar til þjálfunar sinna flokka.

Segja má að þetta sér bylting fyrir Gróttu og gaman að geta boðið áhorfendum og ekki síst okkar iðkendum og þjálfurum upp á hágæða upptökur á heimaleikjum.

Til að byrja með mun hver útsending kosta 5 evrur og þurfa notendur að skrá sig inn í fyrsta skipti sem þeir horfa á leiki.

Allir hlekkir á alla heimaleiki Gróttu munu koma inn á heimasíðu Gróttu á þessa síðu: grotta.is/handknattleiksdeild/handboltaleikir

Fjórar valdar í unglingalandslið

Fjórir fulltrúar frá Gróttu voru valdir í unglinglandslið HSÍ á dögunum. Arna Katrín Viggósdóttir og Kristín Fríða Scheving voru valdar í U15 ára landsliðið en Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson eru þjálfarar liðsins.

Katrín Anna Ásmundsdóttir og Katrín Scheving voru valdar í U19 áa landsliðið en þjálfarar þess liðs eru Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Við óskum okkar fulltrúum til hamingju með valið og vonum að þær hafi nýtt tækifærið til hins ýtrasta.

Áfram Grótta !

Mikið fjör á æfingum 9.flokks

Tæplega 30 krakkar mæta að staðaldri á æfingar 9.flokks á laugardögum í Íþróttahúsi Gróttu. Arndís María Erlingsdóttir og Íris Björk Símonardóttir hafa veg og vanda að skipulagningu og æfingum krakkanna en þær eru margreyndar úr þjálfun hjá félaginu og tvær af leikjahæstu leikmönnum Gróttu frá upphafi.

Innihald æfinganna eru leikir með og án bolta auk fjölbreyttra handboltaæfinga sem reyna á samhæfingu, jafnvægi, styrk og hittni. Segja má að mikil einbeiting og mikið stuð sé hjá þessum flotta hópi á laugardögum.

Skráning í flokkinn fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Árskortin komin í sölu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur hafið sölu á árskortum vetrarins Boðið er upp á fimm mismunandi gerðir af árskortum sem henta fjölbreyttum hópi áhorfenda.

Gullkort
Gullkortið gildir fyrir tvo á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 40.000 kr.

Silfurkort
Silfurkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 25.000 kr.

Olísdeildarkort
Olísdeildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks karla í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 15.000 kr.

Grill 66-deildarkort
Grill 66-deildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks kvenna í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 10.000 kr.

Ungmennakort (16 – 20 ára)
Ungmennakortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 7000 kr.

Salan á kortunum fer fram í gegnum Stubbur appið. Beinn linkur á söluna er hérna: https://stubb.is/passes/teams/grotta

Athygli er vakin á að miðaverð á leiki í vetur er 2000 kr. Sala á heimaleikjakortum er stór fjáröflunarþáttur í starfi félagsins.

Við vonum að sem flestir styðji okkur í þessari fjáröflun.

Áfram Grótta !

Fyrsti heimaleikur í Olísdeildinni

Fyrsta umferð Olísdeildar karla fer fram í kvöld en þá mæta okkar menn ÍR í Hertz-höllinni á Nesinu. Leikurinn hefst kl. 19:30. Við hvetjum Seltirninga og annað Gróttufólk að mæta og styðja liðið frá upphafi.

Áfram Grótta !