8. flokkur karla og kvenna skelltu sér á Jako mót ÍR síðustu helgi.
Grótta fór með sex lið á mótið, tvö stelpulið og fjögur strákalið og stóðu krakkarnir sig gríðarlega vel!
8 leikmenn í Hæfileikamótun HSÍ
Um helgina fóru fram æfingar í Hæfileikamótun HSÍ. Æfingarnar fóru fram í Kaplakrika í Hafnarfirði og var innihaldið taktík, markmiðssetning og spil undir stjórn yfirþjálfara Hæfileikamótunarinnar, Jóns Gunnlaugs Viggóssonar.
Flottir fulltrúar frá okkur tóku þátt:
Strákar:
Arnar Magnús Andrason
Helgi Skírnir Magnússon
Kári Kristjánsson
Kolbeinn Thors
Stelpur:
Arna Katrín Viggósdóttir
Auður Freyja Árnadottir
Kristín Fríða Scheving Thorsteinsson
Sara Kristjánsdóttir
Því miður þurftu Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Heba Davíðsdóttir að boða forföll.
Hæfileikamótun HSÍ er fyrsta skrefið inn í landsliðsumhverfi HSÍ og því frábært tækifæri fyrir okkar leikmenn að taka þátt. Þeir stóðu sig vel og vonandi verða þau öll í næsta úrtaki.
6. flokkur kvenna á GeoSilicamóti Keflavíkur
6. flokkur kvenna skellti sér á fyrsta mót ársins síðustu helgi. Mikil tilhlökkun var fyrir GeoSilicamóti Keflavíkur sem fór fram í Reykjaneshöllinni.
Grótta fór með sex lið á mótið og stóðu stelpurnar sig mjög vel! Hvert lið spilaði fimm leiki en 31 leikmaður var frá Gróttu. Að mótinu loknu fengu stelpurnar pizzu, medalíu og gjöf frá GeoSilica.
Aufí á æfingum hjá U15 ára landsliðinu
Aufí, Rebekka og Sara í Hæfileikamótun KSÍ
Komdu og prófaðu handbolta
Núna styttist í að EM í handbolta hefjist. Í tilefni af því viljum við bjóða öllum krökkum að koma á handboltaæfingu hjá okkur í Gróttu þeim að kostnaðarlaus í janúar.
Æfingatöflu handboltans má sjá hérna: https://grotta.is/aefingatoflur/
Áfram Grótta, áfram Ísland og áfram handbolti !
Skráning í 9.flokk
Æfingarnar í 9.flokki hafa slegið í gegn frá því að þær hófust í haust. Skráning er enn í gangi fyrir vorönnina og fer hún fram í gegnum Sportabler. Vorönnin kostar 24.900 kr. Fyrsti dagur eftir áramót er laugardagurinn 9.janúar og sá síðasti laugardaginn 30.apríl. Æfingarnar er kl. 09:40-10:30 og fara fram í litla salnum í íþróttahúsinu.
Í 9.flokki er áhersla lögð á grunnatriði handknattleiksdeild með skemmtilegum leikjum í bland við fjölbreytta hreyfingu með bolta.
Þjálfarar eru Arndís María Erlingsdóttir og Hulda Björk Halldórsdóttir.
Beinn hlekkur á skráninguna er https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti
8 leikmenn valdir í unglingalandslið HSÍ
8 leikmenn frá okkur voru valin í unglingalandslið HSÍ núna fyrir helgi. Strákarnir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano og Hannes Pétur Hauksson voru valdir í U16 ára landsliðið. Stelpurnar Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir, Helga Sif Bragadóttir og Margrét Lára Jónsdóttir voru valdar í U15 ára landsliðið.
Við óskum þessum iðkendum okkar hjartanlega til hamingju með valið. Landsliðin æfa á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem haldið verður áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar. Þar fá yngri landsliðið fræðslu sem nýtist þeim jafnt innan vallar sem utan.
Mynd að ofan: Margrét Lára Jónsdóttir
Dóra Elísabet Gylfadóttir
Helga Sif Bragadóttir
Arndís Áslaug Grímsdóttir
Elísabet Ása Einarsdóttir
Antoine Óskar Pantano
Alex Kári Þórhallsson
Hannes Pétur Hauksson
Góð frammistaða hjá 5.flokki karla
Um helgina spilaði eldra árið á sínu öðru móti í vetur. Mótið fór fram í Fjölnishöllinni í Grafarvogi. Strákarnir léku í 3. deild og voru staðráðnir í að fara beint aftur upp um deild.
Strákarnir byrjuðu á að spila við Val 2 og var leikurinn í járnum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var flottur og leikurinn endaði 22-17 fyrir okkar drengjum. Annar leikur liðsins var við ÍR 1 og unnu strákarnir frábæran sigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Leikur þrjú var gegn Fram 2 og spiluðu strákarnir ekki nægilega vel en náðu samt sem áður að kreista út sigur með sigurmarki á lokasekúndunum frá Kolbeini. Síðan var komið að úrslitaleiknum og aftur spiluðu strákarnir við Val 2. Leikurinn var jafn í þrjátíu mínútur en endaði að lokum með sigri Gróttu 17-16.
Frábær helgi að baki hjá strákunum í 5.flokki. Þjálfarar flokksins eru Andri Þór Helgason og Hannes Grimm.
Arnfríður Auður í Hæfileikamótun KSÍ
Arnfríður Auður Arnarsdóttir er í hóp leikmanna sem hafa verið valdir til að taka þátt á æfingum í Hæfileikamótun stúlkna dagana 27.-29. október 2021.
Æfingarnar fara fram í Skessunni í Kaplakrika í Hafnarfirði og hafa hafa 64 stúlkur frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðar til æfinga.
Grótta er hreykið af því að eiga fulltrúa í þeim hóp og óskar Aufí góðs gengis á æfingunum!