Rakel Lóa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins

Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir er í hóp U16 ára kvennalandsliðsins sem æfði saman 29.-31. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar. Rakel er á á sextánda ári og því á eldra ári í 3. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki Gróttu. Rakel er mjög efnileg knattspyrnukona sem er búin að stimpla sig vel inn í meistaraflokkinn.

Tinna Brá á úrtaksæfingum U17 ára landsliðsins

Gróttukonan Tinna Brá er í hóp U17 kvenna sem æfir saman dagana 22.-24. janúar. Tinna Brá er á eldra ári í 3. flokki en æfir einnig og spilar með meistaraflokki kvenna. Tinna Brá er gríðarlega efnilegur markmaður sem vann m.a. það afrek að vera fyrsta landsliðskona Gróttu þegar hún lék með U15 ára landsliðinu í Víetnam s.l. sumar.

Tinna Brá í U19 ára landsliðshópinn

Þórður Þórðarson hefur gert breytingar á æfingahóp U19 ára landsliðsins fyrir undankeppni EM 2020, en riðill Íslands fer fram hér á landi. Tinna Brá Magnúsdóttir, sem er 15 ára, kemur inn í hópinn í stað Birtu Guðlaugsdóttur. Ísland er í riðli með Spáni, Grikklandi og Kasakstan og fara leikirnir fram dagana 2.-8. október.

Dida til Benfica

Ana Lúcia Dida, markvörður Gróttu, hefur gengið til liðs við portúgalska stórliðið Benfica. Dida hefur heillað Gróttufólk í sumar með frammistöðu sinni og jákvæðu viðmóti utan vallar. Grótta kveður Didu með söknuði en fagnar um leið því frábæra tækifæri sem hún fær nú hjá Benfica.

Halda áfram að lesa

Meistaraflokkur kvenna í æfingaferð í Bosön

Meistaraflokkur kvenna hélt til Bosön í Svíþjóð í æfingaferð dagana 5. 10. júní. 20 leikmenn, einn liðsstjóri og þrír þjálfarar héldu í ferðina snemma á miðvikudagsmorgni. Í Bosön beið hópnum frábær aðstaða, gervigrasvöllur, styrktarsalur, fjölbreytt og hollt fæði og skemmtileg kojustemning. Veðrið lék við hópinn, sólin skein og kannski full heitt fyrir suma, að minnsta kosti á meðan æfingum stóð.

Hópurinn nýtti tímann vel og æfði sjö sinnum á fimm dögum, fór og fylgdist með Svíþjóð – Malta, spókaði sig um í miðbæ Stokkhólms og liðsfundirnir voru einnig ófáir. Ferðin gekk vel í alla staði og er hópurinn enn tilbúnari í átök sumarsins, þéttari sem nokkru sinni fyrr.

Viðtal við meistaraflokks þjálfara knattspyrnudeildarinnar

Það er mikið líf á Vivaldivellinum þegar blaðamann Nesfrétta ber að garði á fallegu síðdegi í maí. Örugglega um 60 börn og unglingar að æfa á iðagrænu gervigrasinu. Við höfum mælt okkur mót við þjálfara meistaraflokka Gróttu í knattspyrnu, þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem þjálfa karlaliðið og Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson sem þjálfa kvennaliðið.

Halda áfram að lesa