Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.
Halda áfram að lesaPétur Árni í Gróttu
Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við hinn unga og efnilega Pétur Árna Hauksson til tveggja ára. Pétur Árni er örvhent skytta og kemur úr Stjörnunni þar sem hann hefur spilað alla sína tíð. Pétur Árni er 18 ára gamall og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og var einmitt á dögunum valinn í lokahóp U18 ára landsliðsins sem fór til Þýskalands í lok júní á æfingamót og var einnig valinn í hópinn fyrir lokakeppni EM sem fram fer í Króatíu í ágúst.
Halda áfram að lesaJúlíus Þórir áfram á Nesinu
Júlíus Þórir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára
Halda áfram að lesaÞrír ungir og efnilegir semja við Gróttu
Á dögunum skrifuðu þrír ungir og efnilegir handboltamenn undir samninga við handknattleiksdeild Gróttu. Það voru þeir Gísli Gunnarsson, Hannes Grimm og Jóhann Kaldal Jóhannsson. Drengirnir þrír eru allir enn gjaldgengir í 3. flokk. Allir hafa þessir drengir leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.
Halda áfram að lesaLárus Gunnarsson framlengir
Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið til tveggja ára við Lárus Gunnarsson. Lárus stóð í markinu hjá Gróttuliðinu ásamt nafna sínum í vetur og lokaði hreinlega markinu á köflum. Það eru því mikil gleðitíðindi að Lárus hafi framlengt samning sinn við félagið. Lárus Gunnarsson er 21 árs gamall og hefur leikið með Gróttu alla sína tíð að frátöldu stuttu stoppi hjá Val.
Halda áfram að lesaÞráin Orri Jónsson framlengir
Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Þráinn er 23 ára gamall leikmaður sem hefur alla sína tíð leikið með Gróttu. Þráinn vakti gríðarlega eftirtekt í vetur fyrir afbragðsgóðan varnarleik og var Þráinn lykilleikmaður liðsins á afstaðinni leiktíð.
Halda áfram að lesaAron Dagur Pálsson framlengir
Aron Dagur Pálsson framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Gróttu um eitt ár. Aron Dagur er 19 ára leikstjórnandi sem getur einnig leyst stöðu vinstri skyttu. Síðasta vetur spilaði Aron Dagur mikilvægt hlutverk sem skilaði liðinu 5. sæti í deild og 2. sæti í bikar.
Halda áfram að lesaSnorri Páll á láni frá Stjörnunni
Grótta hefur fengið miðjumanninn Snorra Pál Blöndal frá Stjörnunni. Snorri Páll skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Stjörnuna og kemur á lánssamningi til Gróttu út tímabilið.
Halda áfram að lesaGrótta B-deildarmeistari í Lengjubikar
Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og urðu Lengjubikarmeistarar í B-deild eftir sigur á Magna frá Grenivík í fjörugum leik sem fram fór í Boganum á Akureyri í dag.
Halda áfram að lesaNökkvi Dan Elliðason gengur til liðs við Gróttu
Grótta hefur fengið Nökkva Dan Elliðason til liðs við sig fyrir komandi átök í Olísdeild karla næsta vetur.
Halda áfram að lesa