Halldór ráðinn aðstoðarþjálfari

Halldór Árnason mun verða aðstoðarþjálfari Óskar Hrafns Þorvaldssonar hjá meistaraflokki karla á tímabilinu en samningar þess efnis voru undirritaðir um helgina. Óskar tók við liðinu fyrir nokkrum vikum og kveðst hæstánægður með ráðningu Halldórs í meistaraflokkinn: Það er frábært að fá Halldór til starfa. Hann er einn hæfileikaríkasti og metnaðarfyllsti þjálfari sem ég hef kynnst.

Halda áfram að lesa

Maggi og Óskar yfirþjálfarar knattspyrnudeildar – Viðtal

Magnús Örn Helgason og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa gengið frá samningum við knattspyrnudeild Gróttu og munu þeir báðir starfa sem yfirþjálfarar ásamt því að þjálfa tvo flokka hvor hjá deildinni. Fréttastofa Gróttusport setti sig í samband við yfirþjálfarana tvo og ræddi við þá um komandi tímabil og þá nýbreytni að hafa tvo yfirþjálfara við störf.

Halda áfram að lesa

Ási Þórhallsson í Gróttu

Meistaraflokkur karla hefur fengið miðvörðinn Ása Þórhallsson á láni út tímabilið. Ási er fæddur 1995 og er uppalinn hjá Keflavík. Þá var hann í herbúðum FH-inga í tvö ár og lék loks 18 leiki með Sindra síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Snemma árs sneri Ási loks aftur til uppeldisfélagsins.

Halda áfram að lesa