Maggi og Óskar yfirþjálfarar knattspyrnudeildar – Viðtal

Magnús Örn Helgason og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa gengið frá samningum við knattspyrnudeild Gróttu og munu þeir báðir starfa sem yfirþjálfarar ásamt því að þjálfa tvo flokka hvor hjá deildinni. Fréttastofa Gróttusport setti sig í samband við yfirþjálfarana tvo og ræddi við þá um komandi tímabil og þá nýbreytni að hafa tvo yfirþjálfara við störf.

Halda áfram að lesa

Ási Þórhallsson í Gróttu

Meistaraflokkur karla hefur fengið miðvörðinn Ása Þórhallsson á láni út tímabilið. Ási er fæddur 1995 og er uppalinn hjá Keflavík. Þá var hann í herbúðum FH-inga í tvö ár og lék loks 18 leiki með Sindra síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Snemma árs sneri Ási loks aftur til uppeldisfélagsins.

Halda áfram að lesa

7. flokkur á Norðurálsmótið

7. flokkur karla tók þátt á hinu margfræga Skagamóti um liðna helgi. Þar voru mættir til leiks rúmlega 1.500 strákar frá öllum landshornum til að spila fótbolta og skemmta sér með liðsfélögum og fjölskyldu. Eins og sjá má á þessum myndum var stemningin hjá Gróttuhópnum góð og spilamennskan ekki síðri, sérstaklega þegar leið á mótið og Gróttustrákarnir voru farnir að venjast grasinu og 7-manna boltanum en yfirleitt er leikinn 5-manna bolti í allra yngstu flokkunum. Þetta eru framtíðarleikmenn Gróttu og geta þjálfararnir Bjarki Már og Bjössi verið ánægðir með starf sitt með drengjunum.