Handknattleiksdeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla fyrir næsta vetur. Við starfinu tekur Björgvin Þór Rúnarsson en hann er handboltaáhugamönnum að góðu kunnur enda var hann á sínum tíma gríðarlega öflugur leikmaður.
Halda áfram að lesaÞrír nýir leikmenn semja við mfl.kvk í Gróttu
Á dögunum skrifuðu þrír nýir leikmenn undir samning við hanknattleiksdeild Gróttu.
Halda áfram að lesaFinnur Ingi Stefánsson skrifar undir nýjan samning við Gróttu
Finnur Ingi Stefánsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu.
Halda áfram að lesaBjarni Ófeigur semur við Gróttu
Grótta og Valur hafa komist að samkomulagi um að Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Vals verði lánaður til Gróttu keppnistímabilið 2017-2018. Bjarni Ófeigur varð bikarmeistari með sterku 3. flokks liði Vals á nýliðnum vetri auk þess að skora 95 mörk í 15 leikjum með Val-U í 1. deild karla. Bjarni sem er vinstri skytta, er einnig lykilmaður í sterku U-19 ára landsliði karla sem leikur á lokamóti HM í Georgíu í næstu viku.
Halda áfram að lesaHreiðar Levý til Gróttu
Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hefur undirritað tveggja ára samning við Gróttu. Hreiðar hefur á undanförnum árum verið einn af öflugri markvörðum landsins. Hann hefur leikið 146 landsleiki fyrir Íslands hönd en undanfarin ár hefur hann haft handbolta að atvinnu sinnu í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi.
Halda áfram að lesaLovísa með U19 ára landsliðinu
Um seinustu helgi fór fram Norðurlandamót U19 ára landsliðs kvenna. Mótið fór fram í Helsingborg í Svíþjóð. Upphaflega áttu tvær Gróttustúlkur að leika með liðinu en Selma Þóra Jóhannsdóttir meiddist á lokametrunum og gat því ekki farið með liðinu á mótið.
Halda áfram að lesaFlottar helgar hjá 5.flokki karla
Seinustu tvær helgar hefur 5.flokkur karla staðið í ströngu. Yngra ár flokksins lék í Kaplakrika í umsjón FH-inga helgina 10. – 12.mars og eldra árið lék helgina 17. – 19.mars í Garðabæ í umsjón Stjörnunnar. Spilamennska drengjanna og liðanna þriggja var heilt yfir mjög góð á þessum tveimur mótum.
Halda áfram að lesaAnna Úrsúla aðstoðar Kára
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu. Önnu Úrsúlu þekkja flestir sem koma að íþróttum hérlendis enda verið ein af máttarstólpum Gróttuliðsins seinustu tvö tímabilin í Olísdeildinni.
Halda áfram að lesaAron, Leonharð og Nökkvi í U21 árs landsliðinu
Núna í hádeginu var valið í U21 árs landslið karla sem æfir í byrjun nóvember. Liðið undirbýr sig af kappi fyrir undankeppni HM sem fer fram í Serbíu í janúar. Þrír Gróttumenn voru valdir í 15 manna æfingahóp en það eru þeir Aron Dagur Pálsson, Leonharð Þorgeir Harðarson og Nökkvi Dan Elliðason.
Halda áfram að lesa6 úr Gróttu valdir á U15 landsliðsæfingar
Um helgina var valið í U15 ára landslið karla. Tveir æfingahópar voru valdir; strákar fæddir 2002 og annar hópur fyrir stráka fædda 2003. Við Gróttufólk eigum hvorki fleiri né færri en 6 drengi í þessum hópum.
Halda áfram að lesa