Flott helgi að baki hjá 5.flokki kvenna eldri

Eldra árið í 5.flokki kvenna tefldi fram tveimur liðum um helgina þegar þær tóku þátt á sínu öðru Íslandsmóti. Mótið fór fram hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Lið 2 spilaði á laugardeginum í 4.deildinni. Þær léku gegn Stjörnunni í fyrsta leik þar sem þær unnu 16-11, flottur sigur hjá þeim. Næstu tveir leikir voru gegn Haukum og svo Fram. Báðir leikirnir enduðu með jafntefli, 13-13 gegn Haukum og 7-7 gegn Fram. Flott frammistaða hjá Gróttustúlkur. Síðasti leikur liðsins var síðan aftur gegn Haukum þar sem þær unnu 10-9 eftir jafnan og spennandi leik. Lið 2 vann því deildina og munu því spila í 3.deildinni á næsta móti. Flott frammistaða og miklar framfarir hjá stúlkunum okkar.

Lið 1 spilaði á sunnudeginum í 2.deildinni. Fyrsti leikur var gegn Víkingi og unnu þær góðan sigur 12-8 eftir hafa verið yfir allan leikinn. Næsti leikur var gegn Fram og unnu þær 16-13 eftir spennandi leik. Þriðji leikurinn var gegn ÍBV og var hann jafn og spennandi. Leikurinn endaði með flottum sigri Gróttu 19-17. Síðasti leikurinn var síðan gegn Fram og voru þær með yfirhöndina allan leikinn og unnu góðan sigur 15-11. Lið 1 vann því 2.deildina og munu því spila í 1.deildinni á næsta móti.Flott frammistaða hjá stelpunum og má greinilega sjá framfarir hjá báðum liðum.

Það verður áfram spennandi að fylgjast með þeim í vetur. Þjálfarar stelpnanna eru þeir Davíð Örn Hlöðversson og Patrekur Pétursson Sanko.

Lilja Lív valin í U17 ára landsliðið

Lilja Lív Margrétardóttir er í hóp U17 ára landsliðsins sem æfir dagana 23. og 24. nóvember. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Næsta verkefni er önnur umferð undankeppni EM 2022, en dregið verður í riðla í desember.
Vel gert Lilja 🙌🏼🇮🇸

STARFSMANNAKYNNING GRÓTTU

Valdimar Ólafsson vallarstjóri á Vivaldivellinum er næstur í starfsmannakynningu Gróttu.
Gælunafn: Valdi, spaugsamir segja stundum Vi-Valdi.
Fyrri störf: Vann í Hagkaup Nesinu í yfir 20 ár, einnig var ég á fraktara hjá Hafskip í 12 ár.
Hve lengi starfað hjá Gróttu: Ég hóf störf hjá Gróttu í september 2016, rétt rúmlega fimm ár síðan.
Hvar ólstu upp: Uppalinn á Seltjarnanesinu. Var einn af strákunum sem voru í kringum Garðar Guðmundsson sumarið 1966 þegar félagið var stofnað.
Áhugamál: Fótbolti og hef gaman gera upp gamalt dót.
Stundaðir þú íþróttir: já, var í fótbolta og handbolta hjá Gróttu og einnig í körfubolta eina veturinn sem hann var stundaður hjá Gróttu.
Uppáhalds tónlistarmenn: John Lennon, Rolling Stones og David Bowie.
Bíómynd í uppáhaldi: Scarface (1983)
Uppáhalds matur: Nautalundir eins og ég geri þær.
Skilaboð til foreldra: Krakkarnir eru ekkert til vandræða, þau eru kurteis upp til hópa.

Hér má sjá fyrsta hópinn sem æfði undir merkjum Gróttu sumarið 1966 en félagið er svo formlega stofnað vorið eftir 1967. Forsprakkinn Garðar Guðmundsson er með sólgleraugu á myndinni. Valdimar Ólafs er í tíglapeysunni í fremstu röð lengst til vinstri. Á myndinni er fyrsti búningsklefinn sem er gamall vinnuskúr. Völlurinn sem var spilað á var staðsettur þar sem Bollagarðar og Höfgarðar eru í dag. Það má sjá að drengir á myndinni eru klæddir í búning með Gróttu merkinu sem Garðar teiknaði sjálfur.

5 leikmenn í U14 kvenna

Fimm stelpur frá Gróttu/KR hafa verið valdar í U14 ára landsliðið sem æfir dagana 26. – 28. nóvember næstkomandi. Það eru þær; Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir, Helga Sif Bragadóttir og Magrét Lára Jónasdóttir.


Þetta er í annað sinn í vetur sem þessar fimm stúlkur hafa verið valdar í hópinn. Við óskum þeim til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum. Vonandi halda þær áfram að standa sig vel !


Þjálfarar U14 ára landsliðs kvenna eru þau Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson.

Karlmennskan með fyrirlestur fyrir unglingsstráka Gróttu

Í gærkvöldi hélt Þorsteinn V. Einarsson frá samfélagsmiðlinum Karlmennskan fyrirlestur fyrir Gróttu drengi fædda 2003-2007 í knattspyrnu og handbolta. 

Erindi Þorsteins heitir ,,Leikreglur karlmennskunnar“ og fjallaði um muninn á skaðlegri og jákvæðri karlmennsku og hvernig strákarnir geti skapað liðsheild sem byggir á virðingu, meðvitund og samkennd. Vel var mætt á fyrirlesturinn og gerðu drengirnir góðan róm af erindi Þorsteins. 
Við þökkum Þorsteini kærlega fyrir komuna til okkar. 

Hákon kallaður inn í A-landsliðið og Orri Steinn í U-21

Gróttumenn gera það gott! Hákon kallaður inn í A-landsliðið og Orri Steinn í U-21 🇮🇸

Hinn 17 ára gamli Orri Steinn Óskarsson var kallaður inn í U21 árs landsliðið í gær en liðið spilaði við Liechtenstein í dag. Þar hitti Orri sinn fyrrum liðsfélaga hjá Gróttu, en Hákon Rafn Valdimarsson var milli stanganna hjá U21 árs landsliðinu í 3-0 sigri. Hákon var í byrjunarliði liðsins en Orri Steinn kom við sögu sem varamaður og lék sinn fyrsta landsleik með U21 ára liðinu. Það er skammt stórra högga á milli, en eftir leikinn var tilkynnt að Hákon Rafn Valdimarsson hefði verið kallaður inn í A-landsliðið. Hákon verður því í íslenska landsliðshópnum í leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudag.
Geggjaðir 🙌🏼💙

Arnfríður Auður valin í U15 ára landsliðið

Gróttukonan Arnfríður Auður Arnarsdóttir er í hóp U15 ára landsliðsins sem Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið til að æfa saman 15.-17. nóvember.
Knattspyrnudeild Gróttu er hreykið að eiga fulltrúa í þessum hópi, en hin 13 ára gamla Aufí er gríðarlega efnileg knattspyrnukona! 

Haustfundur þjálfara Gróttu

Haustfundur þjálfara allra deild hjá Gróttu fór fram í gær í hátíðarsal félagsins. Fyrri hluta fundar var erindi frá skrifstofunni um praktísk málefni en aðalfyrirlesturinn var í höndum Jón Halldórssonar frá Kvan sem sem nefnist: Hvernig sköpum við góða liðsheild. 

Jón fjallaði um hópa sem drifnir eru áfram af ákveðinni menningu sem skapast hefur innan þessa ákveðna hóps. Hvað er það sem skapar ákveðna menningu innan hóps? Hvernig getum við fundið út hverjir eru leiðtogar í hópnum? Eru leiðtogarnir jákvæðir eða neikvæðir? Hvernig getum við sett markmið hópsins fram á þann hátt að allir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að ná árangri? Jón skoðaði nokkur raundæmi um hópa sem hafa náð miklum árangri og veltum fyrir okkur hverjir lykilþættirnir eru í þessu hópum. Þetta var kraftmikill og skemmtilegur fyrirlestur sem þjálfararnir gerðu góðan róm af.

9 Gróttukrakkar í Hæfileikamótun HSÍ

Um helgina fór fram Hæfileikamótun HSÍ. Um er að ræða fyrstu skrefin í unglingalandaliðum HSÍ. Þar gefst krökkum tækifæri til að kynnast umgjörð HSÍ og æfa meðal bestu leikmanna landsins. Yfirmaður Hæfileikamótunar HSÍ, Jón Gunnlaugur Viggósson valdi flotta fulltrúa frá okkur.

Það voru þau:
Arnar Magnús Andrason
Helgi Skírnir Magnússon
Kári Kristjánsson
Kolbeinn Thors

Arna Katrín Viggósdóttir
Arnfríður Auður Arnarsdóttir
Auður Freyja Árnadóttir
Heba Davíðsdóttir
Sara Kristjánsdóttir

Við óskum okkar krökkum hjartanlega til hamingju með valið !