Skip to content

AÐSTAÐAN

Innan íþróttamiðstöðvar Gróttu eru 3 íþróttasalir

Tveir af stóru sölunum eru notaðir af skólunum frá 08:00 – 14:00, en frá þeim tíma og til miðnættis taka deildir Gróttu við, ásamt almennri útleigu (sjá nánari upplýsingar neðar á síðunni). Þriðji stóri salurinn er sérhæfður sem fimleikasalur þar sem fimleikadeild Gróttu hefur æfingaaðstöðu (athugið þessi salur er ekki leigður út til almennar notkunnar).

Einnig er skrifstofu- og félagsaðstaða Gróttu í íþróttamiðstöðinni.

Gervigrasvöllur er í fullri stærð ásamt æfingavelli sem var vígt árið 2006. Völlurinn er flóðlýstur og upphitaður.

Við völlinn er Vallarhús þar sem knattspyrnudeild Gróttu hefur félagsaðstöðu. Hægt er að leigja vallarhúsið. Nánari upplýsingar á 

Íþróttafélagið Grótta leigir út íþróttasali sína til almennings eftir að dagskrá félagsins er lokið á virkum kvöldum og um helgar. Salirnir eru frábærir fyrir fótboltahópa en einnig fyrir aðrar íþróttir, s.s. körfubolta, badminton og blak.

Nánari upplýsingar um leiguverð og lausa tíma fást á netfanginu grotta@grotta.is