Arnór, Fannar, Kári og Patrekur í Hæfileikamótun KSÍ

Gróttudrengirnir Arnór Alex Óskarsson, Fannar Hrafn Hjartarson, Kári Kristjánsson og Patrekur Ingi Þorsteinsson hafa verið valdir til að taka þátt í æfingu í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Suðvesturlandi. Tæplega þrjátíu leikmenn frá fimm félögum taka þátt í æfingunum. 

Æfingin fer fram í knatthúsi ÍR í Breiðholti mánudaginn 11.apríl 2022 undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar þjálfara í Hæfileikamótun. 

Gangi ykkur vel strákar! 

Sjö lið frá 6. flokki karla á Kjörísmót Hamars

6. flokkur karla skellti sér á Kjörísmót Hamars sem haldið var í Akraneshöllinni síðustu helgi. Grótta fór með 37 drengi í sjö liðum á mótið og spilaði hvert lið fjóra leiki. Um leið og drengirnir voru komnir í gírinn eftir langa mótspásu þá byrjaði sambaboltinn og spiluðu þeir flottan fótbolta og skoruðu helling af frábærum mörkum 🤩

8 leikmenn í Hæfileikamótun HSÍ

Um helgina fóru fram æfingar í Hæfileikamótun HSÍ. Æfingarnar fóru fram í Kaplakrika í Hafnarfirði og var innihaldið taktík, markmiðssetning og spil undir stjórn yfirþjálfara Hæfileikamótunarinnar, Jóns Gunnlaugs Viggóssonar.

Flottir fulltrúar frá okkur tóku þátt:

Strákar:

Arnar Magnús Andrason
Helgi Skírnir Magnússon
Kári Kristjánsson
Kolbeinn Thors

Stelpur:
Arna Katrín Viggósdóttir
Auður Freyja Árnadottir
Kristín Fríða Scheving Thorsteinsson
Sara Kristjánsdóttir

Því miður þurftu Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Heba Davíðsdóttir að boða forföll.

Hæfileikamótun HSÍ er fyrsta skrefið inn í landsliðsumhverfi HSÍ og því frábært tækifæri fyrir okkar leikmenn að taka þátt. Þeir stóðu sig vel og vonandi verða þau öll í næsta úrtaki.

6. flokkur kvenna á GeoSilicamóti Keflavíkur

6. flokkur kvenna skellti sér á fyrsta mót ársins síðustu helgi. Mikil tilhlökkun var fyrir GeoSilicamóti Keflavíkur sem fór fram í Reykjaneshöllinni.
Grótta fór með sex lið á mótið og stóðu stelpurnar sig mjög vel! Hvert lið spilaði fimm leiki en 31 leikmaður var frá Gróttu. Að mótinu loknu fengu stelpurnar pizzu, medalíu og gjöf frá GeoSilica.

Aufí, Rebekka og Sara í Hæfileikamótun KSÍ

Gróttustelpurnar Sara Björk Arnarsdóttir, Rebekka Sif Brynjarsdóttir og Arnfríður Auður Arnarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í Hæfileikamótun KSÍ. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis!
Grótta er hreykið af því að eiga svona flotta fulltrúa í þessum hóp 👏🏼💙

Skráning í 9.flokk

Æfingarnar í 9.flokki hafa slegið í gegn frá því að þær hófust í haust. Skráning er enn í gangi fyrir vorönnina og fer hún fram í gegnum Sportabler. Vorönnin kostar 24.900 kr. Fyrsti dagur eftir áramót er laugardagurinn 9.janúar og sá síðasti laugardaginn 30.apríl. Æfingarnar er kl. 09:40-10:30 og fara fram í litla salnum í íþróttahúsinu.

Í 9.flokki er áhersla lögð á grunnatriði handknattleiksdeild með skemmtilegum leikjum í bland við fjölbreytta hreyfingu með bolta.

Þjálfarar eru Arndís María Erlingsdóttir og Hulda Björk Halldórsdóttir.

Beinn hlekkur á skráninguna er https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

8 leikmenn valdir í unglingalandslið HSÍ

8 leikmenn frá okkur voru valin í unglingalandslið HSÍ núna fyrir helgi. Strákarnir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano og Hannes Pétur Hauksson voru valdir í U16 ára landsliðið. Stelpurnar Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir, Helga Sif Bragadóttir og Margrét Lára Jónsdóttir voru valdar í U15 ára landsliðið.

Við óskum þessum iðkendum okkar hjartanlega til hamingju með valið. Landsliðin æfa á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem haldið verður áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar. Þar fá yngri landsliðið fræðslu sem nýtist þeim jafnt innan vallar sem utan.

Mynd að ofan: Margrét Lára Jónsdóttir

Dóra Elísabet Gylfadóttir

Helga Sif Bragadóttir

Arndís Áslaug Grímsdóttir

Elísabet Ása Einarsdóttir

Antoine Óskar Pantano

Alex Kári Þórhallsson

Hannes Pétur Hauksson