Um helgina var valið í U15 ára landslið karla. Tveir æfingahópar voru valdir; strákar fæddir 2002 og annar hópur fyrir stráka fædda 2003. Við Gróttufólk eigum hvorki fleiri né færri en 6 drengi í þessum hópum.
Continue readingFríar handboltaæfingar fyrir verðandi 1. bekkinga í ágúst
Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu hefur mikinn hug á því að efla uppbyggingu yngri flokka handboltans og býður því börnum fæddum 2010 að koma og prófa að æfa handbolta frítt í ágúst. Farið verður í grunnatriði handboltans undir stjórn þjálfara sem koma að þjálfun 8. flokks tímabilið 2016-2017.
Continue readingFlottar stelpur á Pæjumóti
Þann 8. júní héldu 15 vaskar Gróttustelpur í 5. flokki á TM-mótið (Pæjumótið) í Vestmannaeyjum. Grótta sendi tvö lið til leiks sem bæði stóðu sig með mikilli prýði en hér verður sagt frá ævintýrum Gróttustelpnanna í stuttu máli.
Continue readingMikil stemning í handboltaskólanum
7. flokkur á Norðurálsmótið
7. flokkur karla tók þátt á hinu margfræga Skagamóti um liðna helgi. Þar voru mættir til leiks rúmlega 1.500 strákar frá öllum landshornum til að spila fótbolta og skemmta sér með liðsfélögum og fjölskyldu. Eins og sjá má á þessum myndum var stemningin hjá Gróttuhópnum góð og spilamennskan ekki síðri, sérstaklega þegar leið á mótið og Gróttustrákarnir voru farnir að venjast grasinu og 7-manna boltanum en yfirleitt er leikinn 5-manna bolti í allra yngstu flokkunum. Þetta eru framtíðarleikmenn Gróttu og geta þjálfararnir Bjarki Már og Bjössi verið ánægðir með starf sitt með drengjunum.
Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar
Nú á dögunum fór fram uppskeruhátíð yngri flokka handknattleiksdeildar Gróttu. Mikill fjöldi hefur stundað handbolta á vegum félagsins í vetur og hefur iðkendum fjölgað umtalsvert á milli ára. Hér að neðan má sjá lista yfir þá iðkendur sem fengu viðurkenningar á uppskeruhátíðinni. Öllum iðkendum í 7.-8. flokki var veitt viðurkenning fyrir árangur og ástundun,
3.flokkur kvenna
- Mikilvægasti leikmaður – Lovísa Thompson
- Mikilvægasti leikmaður – Elín Jóna Þorsteinsdóttir
- Mestu framfarir – Hrafnhildur Birta Valdimarsdóttir
- Mestu framfarir – Stefanía Helga Sigurðardóttir
- Efnilegasti leikmaður – Anna Katrín Stefánsdóttir
- Efnilegasti leikmaður – Andrea Agla Ögludóttir
4. flokkur kvenna
- Besti leikmaður – Tinna Valgerður Gísladóttir
- Mestu framfarir – Soffía Steingrímsdóttir
5. flokkur kvenna
Eldra ár:
- Besti leikmaðurinn – Valgerður Helga Ísaksdóttir
- Efnilegasti leikmaðurinn – Birta María Birnisdóttir
- Ástundun – Soffía Ólafsdóttir
Yngra ár:
- Efnilegasti leikmaðurinn – Karla Kristjánsdóttir
- Mestu framfarir – Ragnheiður Ósk Þórsdóttir Dungal
- Ástundun – Katrín Helga Sigurbergsdóttir
6. flokkur kvenna
Eldra ár:
- Ástundun og framfarir – Edda Steingrímsdóttir
- Ástundun og framfarir – María Björk Stefánsdóttir
- Efnilegasti leikmaður – Patricia Dúa Thompson
Yngra ár:
- Ástundun og framfarir – Arnhildur Sjöfn Árnadóttir
- Ástundun og framfarir – Sara Stefánsdóttir
- Efnilegasti leikmaður – Tinna Brá Magnúsdóttir
- Besti liðsmaður – María Lovísa Jónasdóttir
4. flokkur karla
- Besti leikmaður – Ásmundur Atlason
- Besta ástundun og framfarir – Hannes Grimm
5. flokkur karla
Eldra ár:
- Efnilegasti leikmaður – Hákon Rafn Valdimarsson
- Besta ástundun og framfarir – Ingi Þór Olafson
Yngra ár:
- Efnilegasti leikmaður – Gunnar Hrafn Pálsson
- Besta ástundun og framfarir – Bjarki Daníel Þórarinsson
6. flokkur karla
Yngra ár:
- Efnilegasti leikmaður – Ragnar Björn Bragason
- Besta ástundun – Halldór Orri Jónsson
- Mestu framfarir – Fróði Jónsson
Eldra ár:
- Besta ástundun – Benedikt Arnar Davíðsson
- Mestu framfarir – Grímur Ingi Jakobsson
- Efnilegasti leikmaður – Hannes Ísberg Gunnarsson