5. flokkur kvenna á TM mótinu í Eyjum

5. flokkur kvenna hélt til Vestmannaeyja í síðustu viku á hið margfræga TM mót, betur þekkt sem Pæjumótið! Grótta fór með tvö lið á mótið og 21 stúlku innanborðs. Spilað var fimmtudag, föstudag og laugardag og var mikið fjör á Eyjunni. Rebekka Sif Brynjarsdóttir var valinn fulltrúi liðsins í pressuliðinu sem lék gegn landsliðinu á föstudagskvöldið, en lið Rebekku vann leikinn 3-0 og átti hún tvær stoðsendingar 👏🏼 Rebekka var einnig valin í lið mótsins!
Stelpurnar stóðu sig vel á mótinu innan sem utan vallar og voru glæsilegir fulltrúar félagsins 💙

Átta frá Gróttu í Handboltaskóla HSÍ

Helgina 12. – 13. júní síðastliðinn fór fram Handboltaskóli HSÍ og Alvogen í var það í 26. sinn sem skólinn var haldinn. Um er að ræða fyrsta stig landsliða HSÍ og voru fjórir leikmenn valdir frá hverju félagi. Æfingarnar voru fjórar talsins og fóru fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Frá Gróttu voru valin:

Arnfríður Auður Arnarsdóttir
Auður Freyja ÁrnadóttirKristín
Fríða Sc. Thorsteinsson
Sara Kristjánsdóttir

Arnar Magnús Andrason
Fannar Hrafn Hjartarson
Patrekur Ingi Þorsteinsson
Kolbeinn Thors

Grótta óskar þessum átta leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta sé upphafið að einhverju stærra hjá þeim.

Skólastjórar Handboltaskóla HSÍ og Alvogen voru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir.

7. flokkur karla og kvenna á Cheerios móti Víkings

7. flokkur karla og kvenna spilaði á Cheerios móti Víkings helgina 15. og 16. maí í sól og blíðu í Fossvoginum. 7. flokkur kvenna var með fjögur lið á mótinu og 7. flokkur karla fór með sex lið. Krakkarnir stóðu sig með eindæmum vel á mótinu og fóru heim með bros á vör og Cheerios pakka í fararteskinu. 

6. og 7. flokkur kvenna á Krónumóti HK

6. og 7. flokkur kvenna Gróttu kepptu á Krónumóti HK um helgina sem fór fram í Kórnum. Á laugardeginum spilaði 6. flokkur kvenna en þær tefldu fram 5 liðum á mótinu. Á sunnudeginum var svo komið að 7. flokki kvenna en þær voru með fjögur lið. Sumar voru að spila á sínu fyrsta alvöru fótboltamóti en þær höfðu allar beðið lengi spenntar eftir þessum degi, enda ansi langt síðan síðasta mót var. Stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel og ljóst að framtíðin er björt hjá Gróttu. Fleiri myndir má sjá á instagram.com/grottasport og á Facebook síðu Gróttu knattspyrna.