Markmaðurinn Lárus Gunnarsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu.
Continue readingMeistaraflokkur áfram í aðra umferð Mjólkurbikarsins eftir 8-2 sigur á Álftanesi
Meistaraflokkur karla hóf fótboltasumarið skemmtilega á Vivaldivellinum fyrr í kvöld með 8-2 sigri á Álftanesi í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins.
Continue readingMeistaraflokkur karla í æfingaferð á Spáni
Meistaraflokkur karla hélt til Jerez á Spáni í æfingaferð þann 28. mars s.l. og dvaldi liðið þar í viku ásamt þjálfurum, sjúkraþjálfara og styrktarþjálfara.
Continue readingSvekkjandi tap gegn Akureyri
Gróttu-strákar héldu um helgina norður yfir heiðar til að mæta heimamönnum í Akureyri. Ljóst var fyrir leik að gríðarlega mikilvæg stig voru í boði fyrir bæði lið sem sátu fyrir leik jöfn á botninum með 8 stig.
Continue readingMikilvægur sigur á KA
Gróttu-strákar unnu á sunnudag 4 marka sigur á KA á heimavelli, 29-25. Sigurinn var langþráður en Gróttu-liðið ekki unnið síðan í 7.umferð.
Continue readingMfl.kk sigurvegarar B-deildar Fótbolta.net mótsins!
Meistaraflokkur karla eru sigurvegarar B-deildar Fótbolta. net mótsins! Strákarnir hnepptu titilinn eftir 2-0 sigur á Njarðvík fyrr í kvöld.
Continue readingGengið frá samningum við fjóra leikmenn meistaraflokks karla
Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá samningum við fjóra leikmenn meistaraflokks karla. Leikmennirnir eru þeir Axel Freyr Harðason, Bessi Jóhannsson, Pétur Theodór Árnason og Valtýr Már Michaelsson. Allir leikmennirnir gera samning til tveggja ára.
Continue readingJafntefli gegn Akureyri og bikarkeppnin hefst í vikunni
Meistaraflokkur karla tók á sunnudag á móti Akureyri í sannkölluðum 4ra stiga leik í Olís-deildinni. Bæði lið að berjast í neðri hluta deildarinnar en Gróttu-liðið í dauðafæri í þessum leik að slíta sig frá Akureyri sem sátu fyrir leikinn í botnsætinu.
Continue readingFrábær sigur gegn Fram
Meistaraflokkur karla hélt í Safamýrina í gærkvöldi og mættu þar heimamönnum í Fram í 6.umferð Olísdeildar-karla.
Continue readingTap gegn Haukum á heimavelli
Gróttu-strákar fengu Hauka í heimsókn í gærkvöldi í fyrsta heimaleik sínum í vetur eftir endurbætur á Hertz-höllinni. Splunkuný Gróttu-blá stúka var meðal annars sem beið stuðningsmannana þegar þeir mættu að horfa á átökin sem framundan voru. Haukarnir voru búnir að vera á miklu skriði fyrir þennan leik með 2 sigra í röð og staðráðnir í að bæta þeim þriðja við. Gróttu-strákar hinsvegar fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á KA í seinustu umferð og tilbúnir að sýna sig og sanna á heimavellinum í fyrsta sinn í vetur.
Ágúst Emil var ljósið í myrkrinu í gærkvöldi
Það kom hinsvegar á daginn að Haukarnir reyndust alltof stór biti á þessum annars fallega sunnudegi. Það var aðeins í byrjun leiks þar sem Gróttu-liðið átti eitthvað roð í Haukana en strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega og var jafnt á tölum alveg þangað til í stöðunni 5-7 eftir um 15 mínútna leik, þá skildu leiðir og Hauka-menn tóku algjörlega yfir leikinn. Argrúa af tækni og skotklikkum Gróttu-liðsins skiluðu Haukum fullt af hraðaupphlaupum en einnig hjálpaði ekki til að varnarmenn Gróttu-liðsins létu reka sig út af trekk í trekk og voru okkar menn því oftar en ekki einum færri sem tók mikið á orku liðsins. Staðan í hálfleik 8-14 og útlitið ekki bjart fyrir okkar menn.
Gróttu-strákar byrjuðu síðari hálfleikinn grimmt enda ljóst að þeir urðu að saxa á forskotið strax ætluðu þeir sér að eiga séns á að ná Haukunum. Eftir um 15 mín leik var Gróttu-liðið búið að minnka muninn í 4 mörk 17-21 og eigðu von að ná Haukunum. Hauka-liðið er hinsvegar ógnarsterkt skiptu á þessum tímapunkti hreinlega um gír og keyrðu yfir Gróttu-liðið með sex mörkum í röð og breyttu stöðunni í 17-27. Eftir það var morgunljóst í hvað stemmdi og endaði leikurinn 22-31.
Aðalstyrkleiki Gróttu-liðsins, vörn og markvarsla, var ekki til staðar í gærkvöldi og gegn eins sterku liði og Haukum má slíkt ekki gerast ef ekki á illa að fara. En strákarnir hafa viku til að rífa sig upp en þeir mæta Fram n.k sunnudag í Fram-heimilinu í gríðarlega mikilvægum leik.
Markahæstir í Gróttu-liðinu
- Ágúst Emil – 5 mörk
- Sveinn Rivera – 4 mörk
- Gellir Michaelsson – 3 mörk
- Árni Benedikt – 3 mörk
- Alexander Jón – 2 mörk
- Jóhann Reynir – 2 mörk
- Aðrir minna
Hreiðar Levý átti ekki sinn besta dag á bakvið götótta Gróttu-vörn og varði 9 skot. Sverrir Andrésson varði 1.