Árlegt Aðventumót Ármanns og Grótta var með keppendur í 6. þrepi drengja og 5. og 4. þepi stúlkna.
Continue readingElite Gym Massilia í Frakklandi
Gróttu stelpurnar, Nanna Guðmundsdóttir og Laufey Birna Jóhannsdóttir kepptu í gær fyrir hönd Íslands á mótinu Elite Gym Massilia í Frakklandi.
Continue readingBjörk International 2019
Björk International 2019
Continue readingMälarcupen – áhaldafimleikamót
Stelpurnar okkar í meistarhópnum í áhaldafimleikum skruppu til Svíþjóðar um helgina og tóku þátt í í Mälarcupen. Alls tóku 100 stúlkur frá níu löndum þátt í mótinu.
Continue readingÞrepamót 4. og 5. þrep
Um helgina fór fram þrepamót í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans. Þetta var fyrsta þrepamótið af þremur sem verður haldið í vetur. Mótið var haldið í sal Ármenninga í Laugardalnum. Grótta sendi 10 stúlkur á mótið og stóðu þær sig allar glimrandi vel.
Continue readingFSÍ mót
Fyrsta FSÍ mót vetrarins fór fram í Egilshöll um helgina. Gróttu stúlkur byrjuðu veturinn vel og komu heim með yfir tuttugu verðlaunapeninga.
Continue readingMalta GymStars mót
Sextán Gróttustelpur á aldrinum 10-18 ára eru staddar á Möltu þessa dagana. Um helgina kepptu þær á alþjóðlegu móti Malta GymStars International, 280 stelpur frá tíu löndum kepptu á mótinu.
Continue readingForskráning fimleikadeildar Gróttu 2019 – 2020
Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2019-2020, grotta.felog.is.
Continue readingFimleikadeildin flytur í nýjan fimleikasal
Það eru mikil gleðitíðindi sem berast úr herbúðum Gróttu nú um þessar mundir en fimleikadeild félagsins flutti loks búnað sinn inn í nýjan og glæsilegan fimleikasal í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að starfsemi deildarinnar hefjist í nýjum sal á mánudag. Nú eru tvö keppnistímabil að baki þar sem beðið hefur verið eftir þessari glæsilegu aðstöðu sem mun vonandi lyfta starfi deildarinnar í nýjar hæðir.
Continue readingFimleika- og leikjaskóli Gróttu sumarið 2019
Fimleikadeildin verður með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6-9 ára krakka (f.2010-2013) í sumar.
Námskeiðin verða frá kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn. Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.
Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.
Umsjón með námskeiðunum hefur Ólöf Línberg Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og þjálfari fimleikadeildarinnar.
Námskeiðin eru sem hér segir:
- 11. – 14. júní
- 18. – 21. júní
- 24. – 28. júní
- 1. – 5. júlí
- 8. – 12. júlí
- 6. – 9. ágúst
- 12. – 16. ágúst
Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (5 daga) er 17.000 kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/.
Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum, en ef að færri en 12 krakkar skrá sig á námskeið þá verður viðkomandi námskeið fellt niður.