Sumaræfingatafla knattspyrnudeildar
Taflan tekur gildi 10. júní! Allir velkomnir að prófa æfingu.
Síðast uppfært 18. júní 2024
Í sumar verða bæði fjölbreytt íþróttanámskeið í boði ásamt sumarnámskeiðum. Námskeiðin fara fram í júní, júlí og ágúst. Allar frekari upplýsingar um námskeiðin má finna hér: Sumar 2024 – Íþróttafélagið Grótta (grotta.is). Innritun og greiðsla fer fram í gegnum abler.io/shop/grotta.
Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2024-25. Athugið að ekki er forskráning í stubbafimi en skráningin í stubbafimi opnar 1. júlí.
Greitt er 15.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.
Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig. Eftir að forskráningu lýkur verður hægt að skrá á biðlista.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/grotta/fimleikar
Nú styttist heldur betur í kvennakvöld Gróttu sem verður haldið í hátíðarsal félagsins miðvikudaginn 8. maí næstkomandi. Miðasala er hafin inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu
🥂 Fordrykkur frá kl. 18:00.
💃 Anna Þorbjörg Jónsdóttir Nesbúi og partýpinni verður veislustjóri og mun halda utan um dagskrána.
👌 Ljúffengt smáréttahlaðborð frá Matarkompaní.
🛍 Glæsilegt happdrætti!
💃Birna Rún Eiríksdóttir leikkona og grínisti verður með uppistand.
🎤“Gróttupabbinn” talar
🎸Jón Sigurðsson aka 500 kallinn mætir með gítarinn tekur nokkra góða slagara.
⭐️DJ Annanymous heldur uppi stuðinu fram á nótt.
Kvennakvöldið er fjáröflun fyrir meistaraflokka knattspyrnu- og handknattleiksdeildar Gróttu. Miðasala er inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu
Nánari upplýsingar um vinninga og annað verður birt á Facebook viðburði: Kvennakvöld Gróttu 2024 | Facebook
Fyrir hópa er hægt að bóka borð í gegnum tölvupóst grotta@grotta.is. Þú vilt ekki missa af þessari veislu, hlökkum til að sjá þig! 🥂🥳
Námskeiðin verða frá 10 – 21 júní. Námskeiðin eru frábær leið til að auka öryggi barna í vatni, undirbúa þau fyrir skólasundið næsta haust eða skerpa það sem þau lærðu seinasta skólaárið
Continue readingÞað styttist óðum í sumarið og fer Lengjudeild karla og kvenna að hefjast þar sem Gróttuliðin spila. Hér má sjá dagskránna í maí og hvetjum við Gróttufólk að vista þessa mynd hjá sér og taka dagana frá.
Continue readingTímabilið í knattspyrnu er að bresta á og árskortasala er farin á fullt. Í sumar eru 3 tegundir af árskortum í boði. Ungmennakort, Heimaleikjakort og Stuðningsmannakort.
Continue reading