Þá er enn öðru farsælu sumri hjá knattspyrnuskóla Gróttu lokið, en hann var starfrækur frá 11. júní til 2. ágúst. Góð mæting var á öll fjögur námskeiðin og voru yfir 300 börn sem sóttu skólann í sumar, og til viðbótar tæplega 70 krakkar sem sóttu sumarnámskeið fyrir 4. og 5. flokk. Áhugasamir og fjörugir krakkar, efnilegir unglingar og gott veður var virkilega góð blanda sem varð til þess að námskeiðin gengu gríðarlega vel. Hér má sjá myndir frá starfinu í sumar, en einnig eru fleiri myndir og myndbönd á instagram.com/grottasport. Hlökkum til næsta sumars
6. flokkur karla sigurvegarar á Króksmótinu
6. flokkur karla hélt til Sauðárkróks til að keppa á Króksmótinu 10.-11. ágúst og gerðu það heldur betur gott fyrir norðan.
Continue readingRúmlega 60 Gróttustelpur á Símamótinu
Rúmlega 60 Gróttustelpur kepptu á Símamótinu helgina 12.-14. júlí, stærsta knattspyrnumóti landsins. 5. flokkur kvenna tefldi fram 3 liðum sem samanstóð af 27 stelpum, 6. flokkur kvenna var einnig með 3 lið en 17 stelpur og 7. flokkur kvenna var með 4 lið og 20 stelpur innanborðs.
Continue readingGrímur Ingi, Kjartan Kári og Orri Steinn gerðu það gott á Norðurlandamótinu í Danmörku
Grímur Ingi, Kjartan Kári og Orri Steinn hafa verið að keppa á Norðurlandamótinu í Danmörku með U17 ára landsliðinu síðastliðna viku.
Continue readingGrímur, Kjartan og Orri á leið á Norðurlandamótið með U17
Gróttumennirnir Grímur Ingi, Kjartan Kári og Orri Steinn eru í hóp U17 sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Danmörku 3.-10. ágúst
Continue readingBirgir Tjörvi nýr formaður: „Það gerist ekkert af sjálfu sér“
Fréttamaður Gróttusport arkar í sumarblíðunni gegnum miðbæ Reykjavíkur og hefur mælt sér mót við formann knattspyrnudeildar, Birgi Tjörva Pétursson, sem tók við í vor af Sölva Snæ Magnússyni sem hafði gegnt formennsku í tvö ár.
Continue reading7. flokkur karla á Norðurálsmótinu
35 drengir frá 7. flokki Gróttu héldu á Norðurálsmótið á Akranesi föstudaginn 21. júní. Spilað var í þrjá daga og gistu strákarnir á Akranesi yfir helgina.
Continue reading6. flokkur karla á Orkumótinu í Eyjum
Eldra ár 6. flokks karla tók þátt í Orkumótinu í byrjun júlí. 19 hressir drengir í tveimur liðum ásamt þjálfurum og fjölskyldum héldu til Vestmannaeyja miðvikudaginn 3. júlí.
Continue reading6. flokkur kvenna á Landsbankamóti Tindastóls
6. flokkur kvenna hélt til Sauðárkróks til að keppa á Landsbankamóti Tindastóls s.l. helgi. 16 stelpur skelltu sér á Krókinn en spilað var bæði laugardag og sunnudag.
Continue readingGrímur Ingi og Kjartan Kári á úrtaksæfingum með U16 og Orri Steinn með U15
Orri Steinn Óskarsson var valinn á úrtaksæfingar fyrir U15 karla en æfingarnar eru dagana 24.-28. júní á Akranesi. Grímur Ingi og Kjartan Kári voru síðan valdnir á úrtaksæfingar með U16 karla, en þær æfingar fara fram 4.-6. júlí undir stjórn Davíðs Orra Jónassonar á Laugardalsvelli.
Continue reading