Afhending verðlauna fyrir íþróttafólk Gróttu fyrir árið 2020 fór fram með öðru sniði í ár. Við tókum saman myndband þar sem er að finna samantekt á afhendingu verðlauna, myndum af merkjahöfum og kynningar frá Braga Björnssyni formanni Gróttu.
11 leikmenn Gróttu valdir í yngri landslið HSÍ
Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumars, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna.
Continue readingÍþróttamaður & íþróttakona Gróttu 2020
Afhending verðlauna fyrir íþróttafólk Gróttu fyrir árið 2020 fer fram með öðru sniði í ár. Við höfum tekið saman myndband sem við munum frumsýna fimmtudaginn 14. janúar kl. 17:00 á facebook síðu Gróttu.
Continue readingKomdu og prófaðu handbolta
Frítt að æfa í janúar hjá handknattleiksdeild Gróttu. Þjálfarar handboltans taka vel á móti ykkur. Um að gera að koma og prófa með vini eða vinkonu.
Continue readingJólakveðja Gróttu
Íþróttafélagið Grótta óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn og samfylgdina á árinu sem er að líða.
Continue readingStyrktu Gróttu og Græna skáta með dósum og flöskum
Magnus teiknaði jólakort Gróttu 2020
Jólakortsamkeppni Gróttu var haldin í annað skipti nú fyrir jólin. Við efndum til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem myndi príða jólakortið í ár.
Magnus Holm-Andersen átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2020. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 aðrar teikningar.
Við viljum þakka skólastjórnendum í Mýrarhúsaskóla fyrir samstarfið í ár og þessi viðburður er orðinn hefð hjá félaginu.
Magnus á jólakort Gróttu 2020
Jólakortsamkeppni Gróttu var haldin í annað skipti nú fyrir jólin. Við efndum til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem myndi príða jólakortið í ár. Magnus Holm-Andersen átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2020. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 aðrar teikningar. Við viljum þakka skólastjórnendum í Mýrarhúsaskóla fyrir samstarfið í ár og þessi viðburður er orðinn hefð hjá félaginu.
Leynast myndir úr starfi Gróttu í þinni geymslu ?
Hún Hrafnhildur Thoroddsen kemur á skrifstofuna til okkar hjá Gróttu þrisvar í viku og vinnur að ýmsum tilfallandi verkefnum. Fyrir nokkru fjárfestum við í myndaskanna og því er Hrafnhildur þessa dagana að skanna inn mikið safn mynda sem safnast hafa í gegnum árin úr starfi félagsins.
Verkefnið gengur vel en okkur langar að kanna hvort það leynist mögulega fleiri myndir sem tengjast sögu og starfi Gróttu í albúmum eða geymslum.
Lumar þú mögulega á myndum sem við mættum fá lánaðar til að skanna?
Ef svo er settu þig í samband við gullijons@grotta.is sem einnig veitir nánari upplýsingar.
Skráning á vornámskeið í stubbafimi
Skráning á vornámskeið í stubbafimi fyrir iðkendur fædda 2016 og 2017 er hafin inn á skráningarsíðunni grotta.felog.is.
Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendum fimleikadeildar Gróttu. Áhersla er lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.
Fyrsti stubbatími vorannar verður laugardaginn 9. janúar og sá síðasti 24. apríl (15 skipti).
Kennt er á laugardagsmorgnum.
Fyrirkomulagið er á þann hátt að börnin æfa án foreldra í tímunum.