Jólanámskeið Gróttu hefst á morgun

Við minnum á skráninguna á Jólanámskeið Gróttu fyrir krakka og unglinga núna yfir hátíðarnar. Fyrra námskeiðið hefst á morgun, fimmtudag.

Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan

____________________________________________

Jólanámskeið Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu býður upp á tvö jólanámskeið núna yfir hátíðarinnar. Fyrra námskeiðið er 21. – 22.desember og seinna námskeiðið 27. – 29.desember. Námskeiðin fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Námskeiðin eru aldursskipt. Annað námskeiðið er fyrir krakka f. 2012-2017 og hinn námskeiðið fyrir iðkendur 2011-2008 eða þau sem skipa 4. og 5. flokk.

Námskeiðin eru jafnt fyrir þá sem eru að æfa og vilja prófa handbolta. Æfingarnar á yngra námskeiðinu eru frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Æfingarnar á eldra námskeiðinu eru 12:30-14:00.

Við hvetjum alla krakka sem vilja æfa aukalega að mæta, æfa og hafa gaman um hátíðarinnar.

Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar yngri flokka félagsins. Sagan segir að óvæntir gestaþjálfarar kíki í heimsókn…..

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Andri Fannar valinn í U20 ára landsliðið

Á dögunum var valið í öll yngri landslið karla. Í U20 ára landsliðinu áttum við hinn örvhenta Andra Fannar Elísson. Andri Fannar er búinn að koma vel inn í Gróttuliðið og hefur skorað 29 mörk með liðinu það sem af er Olísdeildinni.

Þjálfarar U20 ára landsliðsins eru Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon. Við óskum Andra Fannari til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum næstu daga.

Æfingar um jól og opnunartími Íþróttamannvirkja

Opnunartími og æfingar um hátíðarnar

Knattspyrnu- og handknattleiksdeild Gróttu fara í jólafrí frá og með deginum í dag, þann 20. desember og munu æfingar hefjast aftur þann 4.janúar á nýju ári. Þjálfarar eiga nú þegar að hafa fellt niður allar æfingar í Sportabler hjá yngri flokkum félagsins.

Fimleikadeild Gróttu mun æfa eins og venjulega fyrir utan það að vera í frí þessa hefðbundnu rauðu daga um hátíðarnar.

Vallarhúsið mun vera lokað á þeim tíma sem knattspyrnudeildin er í jólafríi en Íþróttahúsið verður lokað 23. desember og opnar aftur miðvikudaginn 27.desember. Húsið verður síðan lokað 30. desember til og með 1. janúar.

Jólakveðja

Íþróttafélagið Grótta