5. flokkur kvenna á TM-mótinu í Eyjum

Á dögunum héldu pæjurnar í 5. flokki Gróttu á TM-mótið í Vestmannaeyjum, betur þekkt sem Pæjumótið. Annað árið í röð fóru 34 stelpur frá Gróttu sem skipuðu fjögur lið, hvorki meira né minna!
Grótta1 gerði sér lítið fyrir og endaði í 4. sæti mótsins sem er besti árangur Gróttu frá upphafi. Ennfremur jöfnun á besta árangri 5. flokks Gróttu á stórmóti í en A-lið 5.fl.kk hjá Gróttu endaði í 4. sæti á N1-mótinu árið 2009. Arnfríður Auður Arnarsdóttir var fulltrúi Gróttu í landsleiknum og skoraði tvö mörk fyrir framan troðfulla stúku. Í mótslok var Aufí, eins og hún er oftast kölluð, valin í úrvalslið mótsins.
Grótta2 byrjaði brösuglega en komst svo á þvílíka siglingu og sigraði alla sína leiki á öðrum degi. Stelpurnar héldu áfram að spila vel á lokadeginum og voru ekki langt frá því að komast í úrslit í sinni deild. Enduðu sem fimmta hæsta B-lið mótsins.
Grótta3 byrjaði hægt en óx jafnt og þétt eftir því sem leið á mótið. Sama má í raun segja um stelpurnar í Gróttu4 en þar voru allar á sínu fyrsta Pæjumóti og þurftu því sinn tíma til að venjast aðstæður.
Auk fótboltans fór Gróttuliðið í skemmtilegra siglingu og tók þátt í hæfileikakeppni. Stelpurnar voru Gróttu til mikils sóma á móti og mikið gleðiefni að svo stórir og glæsilegir hópar stelpna séu nú á fleygiferð í fótbolta hjá Gróttu.

7. flokkur karla á Norðurálsmótinu

Helgina 19.-21. júní hélt 7. flokkur karla á Akranes til að spila á hinu fræga Norðurálsmóti. Grótta fór með 39 drengi í sjö liðum á mótið svo það var nóg um að vera hjá strákunum og þjálfurum. Spilað var á Akranesi þrjá daga í röð, föstudag til sunnudag, og gist á Skaganum. Margir voru að fara á sitt fyrsta stórmót og því mikil spenna í hópnum. Mótið gekk mjög vel hjá drengjunum og allir fóru glaðir heim, þótt margir hefðu helst vilja vera aðeins lengur 😊

7. flokkur kvenna á Kristalsmóti Gróttu

Kristalsmót Gróttu fór fram þann 21. júní á Vivaldivellinum en á mótið var fyrir 7. flokk kvenna. Um 200 stelpur mættu á mótið frá Gróttu, Val, Stjörnunni, Fylki, Álftanesi, HK og FH. Sólin skein á Vivaldivellinum og mótið gekk gríðarlega vel! Allir fóru heim með medalíu, Kristal og bros á vör.

6. flokkur kvenna á Steinullarmóti Tindastóls

15 stelpur úr 6. flokki kvenna fóru á Steinullarmót Tindastóls síðustu helgi. Stelpurnar stóðu sig vel innan sem utan vallar og gekk mótið mjög vel fyrir sig. Það er alltaf mikil upplifun að fara á gistimót og spenningurinn var því búinn að vera mikill. Grótta tefldi fram þremur liðum á mótinu en spilað var á laugardegi og sunnudegi, ásamt því að brasa ýmislegt þess á milli. Næst á dagskrá hjá stelpunum er Símamótið og eftirvæntingin ekki síðri fyrir því! 

Söguleg stund á Kópavogsvelli

Það var söguleg stund á Kópavogsvelli þann 14. júní þegar Grótta steig sín fyrstu skref í Pepsi Max deild karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en lokatölur urðu 3-0. Strákarnir börðust til síðustu mínútu og voru manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Arnar Þór fékk að líta rauða spjaldið.
Stuðningsmennirnir lögðu sig alla fram við að halda stemningunni uppi í stúkunni sem er ekki síður mikilvægt. Gaman var að sjá hvað margt Gróttufólk lagði leið sína á völlinn til að styðja við bakið á strákunum í kvöld. Mætingin leggur góða línu fyrir sumarið!

Næsti leikur hjá drengjunum er á Vivaldivellinum á laugardaginn kl. 15:45 gegn Valsmönnum!
Áfram gakk 👊🏼💙

Myndir: Eyjólfur Garðarsson

Heimaleikjakort, tilboð og fréttir

Það er gríðarleg eftirvænting í loftinu fyrir fyrsta heimaleik félagsins í efstu deild sem fer fram laugardaginn 20. júní kl. 15:45 þegar við fáum stórlið VALS í heimsókn. Meistaraflokkur kvenna hefur leik kvöldið áður í Lengjudeildinni (föstudaginn 19. Júní) kl. 19:15 á Vivaldivellinum gegn Fjölni.

Halda áfram að lesa

Hulda Sigurðardóttir til Gróttu

Hulda Sigurðardóttir er genginn til liðs við Gróttu á láni frá Fylki. Hulda, sem er fædd árið 1993, hefur spilað 123 leiki (48 í efstu deild) með Leikni, Haukum og Fylki og skorað í þeim 24 mörk. Þá á Hulda að baki 10 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu fagnar komu Huldu á Nesið. „Það er frábært fyrir okkar unga lið að fá hæfileikaríkan og reynslumikinn leikmann eins og Huldu í okkar raðir. Hún getur spilað margar stöður og brotið leikinn upp. Hulda er sterkur karakter og strax á hennar fyrstu æfingum hefur sést hve öfluga keppnismanneskju hún hefur að geyma.“ Hulda var einnig mjög kát með skiptin yfir í Gróttu. „Ég er mjög glöð að vera komin í Gróttu og hlakka til að byrja að spila. Það er mikil stemning og metnaður innan hópsins og móttökurnar sem ég fékk voru frábærar. Vonandi get ég hjálpað liðinu að eiga frábært sumar í Lengjudeildinni.“

8. og 7. flokkur á VÍS móti Þróttar

Laugardaginn 31. maí skelltu 7. flokkur karla og 8. flokkur karla og kvenna sér á VÍS mót Þróttar. Sumir voru að fara á sitt fyrsta mót á ævinni en allir á sitt fyrsta mót í langan tíma. Grótta fór með 3 lið úr 8. flokki karla, 1 lið úr 8. flokki kvenna og 2 lið úr 7. flokki karla. Krakkarnir voru hress og kát innan sem utan vallar og greinilegt að það var mikið fjör að fá loksins að keppa í fótbolta!

Halda áfram að lesa

Sumarnámskeið fyrir 4. og 5. fl. kvenna og karla (börn fædd 2006-2009)

Námskeið 1: Styrktarnámskeið undir stjórn Þórs Sigurðssonar 10-19. júní. Verð: 7.500 kr.
Miðvikudag 10. júní, föstudag 12. júní, mánudag 15. júní og föstudaginn 19. júní.

Þór Sigurðsson er íþróttafræðingur frá HR ásamt því að vera með MsC í styrktar- og úthaldsþjálfun frá UCAM háskóla í Murcia á Spáni. Þór er yfirstyrktarþjálfari Gróttu og hefur starfað hjá félaginu síðan 2017. Hann hefur þjálfað karla- og kvennamegin í handbolat og fótbolta við góðan orðstír. Hjá knattspyrnudeildinni þjálfar Þór meistaraflokk karla og kvenna ásamt 2. og 3. fl. karla. Hann rekur einnig Kraftstöðina sem er styrktar- og einkaþjálfunarstöð.

Námskeið 2: Hlaupatækninámskeið undir stjórn Brynjars Gunnarssonar 22.-3. júlí. Verð: 7.500 kr.
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10:30

Brynjar Gunnarsson er íþróttafræðingur frá HR, spretthlaups þjálfari og yfirþjálfari yngriflokka hjá ÍR. Hann þjálfar meðal annars Íslandsmeistara karla og kvenna í 100m og 200m hlaupum. Einnig þjálfar hann Guðbjörgu Jónu Ólympiumeistara ungmenna í 200m hlaupi. Þess utan er hann styrktar og snerpu þjálfari Afrekssviðs Borgarholtsskóla og hjálpar þar fjölda ungmenna úr allskyns íþróttum að bæta snerpu, styrk og hraða.

Námskeið 3: Knattspyrnuakademía Péturs Rögnvaldssonar 6.-10. júlí. Verð: 10.000 kr.

Pétur Rögnvaldsson hefur verið þjálfari í knattspyrnudeildinni í mörg ár og er flestum hnútum kunnugur. Hann er aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og bættist nýverið við í þjálfarateymi 4. flokks karla. Pétur er með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og UEFA-B þjálfaragráðu.

Námskeið 4: Knattspyrnuakademía Péturs Rögnvaldssonar 13.-17. júlí Verð: 10.000 kr.
Ef keyptar eru báðar vikurnar í knattspyrnuakademíunni kostar hún 16.500 kr.

Námskeið 5: 20.-31. júlí: Auglýst nánar síðar.

Öll námskeiðin fara fram á Vivaldivellinum. Skráning er hafin á grotta.felog.is en takmarkaður fjöldi kemst að á hlaupa- og styrktarnámskeiðin.