Fimm í U15 ára landsliðinu

Á föstudaginn var valið í U15 ára landslið kvenna. Þar eigum við fimm frábæra fulltrúa; þær Arndísi Áslaugu Grímsdóttur, Dóru Elísabetu Gylfadóttur, Elísabetu Ásu Einarsdóttur, Helgu Sif Bragadóttur og Margréti Láru Jónasdóttur.

Landsliðsæfingarnar fara fram dagana 4. – 6.mars undir stjórn landsliðsþjálfaranna Díönu Guðjónsdóttur og Jóns Brynjars Björnssonar.

Við óskum okkar stelpum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis.

Katrín Anna valin í U18

Rétt í þessu var valið í U18 ára landslið kvenna. Okkar stelpa, Katrín Anna Ásmundsdóttir var valin í hópinn og æfir hann dagana 2. – 6.mars.

Þjálfarar U18 ára landsliðsins eru þeir Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Við óskum Katrínu Önnu hjartanlega til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis.

Leikir & mót framundan

HANDKNATTLEIKUR 

Næsta umferð í Olís Deild karla verður spiluð á miðvikudaginn næsta (23 feb) og þá er gríðarlega mikilvægur leikur þegar HK kemur í heimsókn til okkar í Hertz höllina og hefst leikurinn kl. 19:30.  Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið því HK situr í 11 sæti með 3 stig en Grótta með 7 stig í 10 sætinu og með sigri nær Grótta að kljúfa sig enn frekar frá botnsætunum. 

Meistaraflokkur kvenna á leik í bikarnum í kvöld (fimmtudag) en þær mæta ÍR í Austurbergi kl. 19:30.
Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars. 

U-lið Gróttu á leik um helgina þegar þeir mæta Selfoss 2 á Selfossi föstudaginn kl. 19:30. 

KNATTSPYRNA

Karlalið Gróttu mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik liðsins á laugardaginn í Lengjubikarnum  kemur (19.feb) kl. 14:00. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00. 

FIMLEIKAR

Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars. 

Viltu gerast sjálfboðaliði hjá Gróttu

Félag eins og Grótta er rekin meira og minna af sjálfboðaliðum og verja sjálfboðaliðar drjúgum hluta af tíma sínum til að láta gott af sér leiða í þágu félagsins síns. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát án ykkar væri Grótta ekki til. Tilfinningin að láta gott af sér leiða er góð og það er gefandi að vera hluti af því að halda starfsemi félagsins gangandi.

Margar hendur vinna létt verk heyrist oft. Við erum því alltaf að leita að fleiri einstaklingum til að koma að sjálfboðaliðastörfum hjá Gróttu. Það er undir hverjum og einum komið hversu stórt hlutverk menn velja sér. 

Á meðfylgjandi google forms skjali má finna eyðublað með frekari upplýsingum um hvaða sjálfboðaliðastörf eru í boði. Allt frá stjórnarstörfum til prófarkalesturs og allt þar á milli. Athugið að listinn er langt frá því að vera tæmandi.
Hefur þú áhuga á að bætast í hópinn? 

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScW78iDKlvoEL8WuH4K_M65af1wQAWtijKq3FWJrSGk9SFzxQ/viewform?usp=sf_link

Leikir framundan

HANDKNATTLEIKUR 

Meistaraflokkur karla stóð í ströngu síðasta þriðjudag þegar liðið tapaði gegn Fram. Liðið situr í 10. sæti í Olís deildinni og næsti leikur átti að vera gegn Aftureldingu næsta laugardag en honum hefur verið frestað vegna covid.  Coca Cola bikarinn er á dagskrá í næstu viku en miðvikudaginn 16. febrúar fáum við Hauka í heimsókn og hefst leikurinn kl. 20:00, leikurinn verður í beinni á RÚV 2. 

Meistaraflokkur kvenna vann frábæran sigur á ÍR síðstliðið föstudagskvöld. Liðið situr í 4. sæti í Grill 66 deildarinnar en næsti leikur er gegn Fjölni/Fylki á sunnudaginn kl. 16:30 í Dalhúsum í Grafarvogi.   Coca Cola bikarinn er einnig á dagskrá í næstu viku hjá stelpunum en þær mæta ÍR í Austurbergi fimmtudaginn 17. febrúar kl. 19:30e. 

U lið Gróttu tekur þátt í 2. deildinni og trónir á toppnum í deildinni. Liðið er byggt upp á leikmönnum sem fá minna að spila með meistaraflokknum og yngri leikmönnum félagsins. Liðið sækir U-lið ÍBV heim á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 16:00 og á föstudaginn 18. febrúar fer liðið á Selfoss og spilar við heimamenn. 

FIMLEIKAR

Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars. 

KNATTSPYRNA

Lengjubikar karla í knattspyrnu hefst á sunnudaginn 12. febrúar  þegar liðið mætir Val á Origovellinum kl. 12:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti heimaleikur liðsins fer fram laugardaginn 19. Febrúar þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn kl. 14:00. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00.

Níu aðilar fengu heiðursmerki Gróttu

Íþróttafélagið Grótta veitti í byrjun ársins 9 aðilum heiðursmerki sem hafa unnið gott starf fyrir félagið. 
Þau eru: Eyjólfur Garðarsson knattspyrnu og handknattleiksdeild sem fékk gullmerki Gróttu.  Ásdís Björk Pétursdóttir fimleikdeild fékk silfurmerki Gróttu. 
Bronsmerki hlutu Guðjón Rúnarsson og Axel Bragason fimleikadeild. Ásmundur Einarsson handknattleiksdeild og frá knattspyrnudeild Sigurvin Reynisson, Halldór Kristján Baldursson, Eydís Lilja Eysteinsdóttir  og Alexander Jensen Hjálmarsson.
Til hamingju öll sömul og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir Gróttu 🙏

Katrín Anna er íþróttakona æskunnar 2021

Katrín Anna Ásmundsdóttir er íþróttakona æskunnar fyrir árið 2021 hjá Gróttu.
Úr umsögn handknattleiksdeildar um Katrínu Önnu:
Katrín Anna er leikmaður meistaraflokks kvenna og 3.flokks félagsins. Hún er fædd árið 2004 og er örvhentur hornamaður. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta þriðja tímabil Katrínar Önnu með meistaraflokki Gróttu. Hún skoraði 51 mark í deildinni í fyrra þegar liðið komst alla leið í úrslit í umspili um sæti í Olísdeildinni en tapaði í úrslitaeinvígi við Olísdeildarlið HK. Katrín Anna hefur sýnt með sinni frammistöðu að hún er einn albesti örvhenti hornamaður deildarinnar. Á lokahófi meistaraflokks í vor var Katrín Anna valinn efnilegasti leikmaður liðsins.

Katrín Anna hefur verið fastamaður í unglingalandslið Íslands og var tvívegis valin í keppnisferðir með liðinu á árinu. Í sumar lék U17 ára landslið Íslands í Litháen á Evrópumóti B-landsliða. Þar komst liðið alla leið í úrslitaleik en tapaði honum naumlega. Katrín Anna lék stórt hlutverk með liðinu og stóð sig frábærlega. Núna í haust var hún aftur valin og nú til keppni í Serbíu þar sem liðið lék við Slóvena, Slóvaka og Serba um laust sæti á Evrópumót A-landsliða næstkomandi sumar. Því miður tapaði liðið aftur úrslitaleik og nú gegn Serbíu. Aftur lék Katrín Anna vel með liðinu.
Katrín Anna er félagsmaður mikill og tekur virkan þátt í starfi félagsins. Í sumar þjálfari Katrín Anna í Handboltaskóla Gróttu og stóð sig vel þar.

Við fórum þá leið í ár að framleiða myndbönd um verðlaunahafa í stað þess að hafa athöfn. 
Sérstakar þakkir fá Fjalar Sigurðarson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jói B (Audioland.is) fyrir óeigingjarnt framlag til myndbandagerðarinnar.

Skráning í 9.flokk

Æfingarnar í 9.flokki hafa slegið í gegn frá því að þær hófust í haust. Skráning er enn í gangi fyrir vorönnina og fer hún fram í gegnum Sportabler. Vorönnin kostar 24.900 kr. Fyrsti dagur eftir áramót er laugardagurinn 9.janúar og sá síðasti laugardaginn 30.apríl. Æfingarnar er kl. 09:40-10:30 og fara fram í litla salnum í íþróttahúsinu.

Í 9.flokki er áhersla lögð á grunnatriði handknattleiksdeild með skemmtilegum leikjum í bland við fjölbreytta hreyfingu með bolta.

Þjálfarar eru Arndís María Erlingsdóttir og Hulda Björk Halldórsdóttir.

Beinn hlekkur á skráninguna er https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

8 leikmenn valdir í unglingalandslið HSÍ

8 leikmenn frá okkur voru valin í unglingalandslið HSÍ núna fyrir helgi. Strákarnir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano og Hannes Pétur Hauksson voru valdir í U16 ára landsliðið. Stelpurnar Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir, Helga Sif Bragadóttir og Margrét Lára Jónsdóttir voru valdar í U15 ára landsliðið.

Við óskum þessum iðkendum okkar hjartanlega til hamingju með valið. Landsliðin æfa á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem haldið verður áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar. Þar fá yngri landsliðið fræðslu sem nýtist þeim jafnt innan vallar sem utan.

Mynd að ofan: Margrét Lára Jónsdóttir

Dóra Elísabet Gylfadóttir

Helga Sif Bragadóttir

Arndís Áslaug Grímsdóttir

Elísabet Ása Einarsdóttir

Antoine Óskar Pantano

Alex Kári Þórhallsson

Hannes Pétur Hauksson