Gunni Gunn þjálfar Gróttu

Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára. Gunnar þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki og hvað þá handboltaáhugafólki enda margreyndur þjálfari og landsliðsmaður þar á undan. Gunnar þekkir vel til á Nesinu en hann þjálfaði kvennalið félagsins árin 1998-2000 og aftur 2001-2002. Árið 2000 stýrði hann liðinu alla leið í bikarúrslit og í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Tveimur árum síðar fór liðið aftur í bikarúrslit undir stjórn Gunna.

Undanfarin tvö tímabil hefur Gunni þjálfað kvennalið Hauka og náð frábærum árangri með liðið. Áður þjálfaði hann karlalið Víkings og Selfoss en hann hefur einnig þjálfað Elverum og Drammen í Noregi.

Það ríkir mikil ánægja með að Gunnar sé kominn á Nesið enda frábær þjálfari með mikla reynslu. Kára Garðarssyni sem hefur þjálfað liðið undanfarin tvö tímabilin er þakkað mikið og gott starf.

Á myndinni eru Gunnar Gunnarsson og Arnkell Bergmann Arnkelsson varaformaður handknattleiksdeildar að skrifa undir samninginn. Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Arna Katrín á leið til Osló

Á dögunum var valinn lokahópur stúlkna f. 2008 og 2009 sem fer á grunnskólaleika Höfuðborganna í Osló. Mótið fer fram 29.maí – 3.júní. Við eigum einn fulltrúa í hópnum en það er hún Arna Katrín Viggósdóttir. Til hamingju með valið !

Leikmannahópurinn lítur annars svona út:

Arna Sif Jónsdóttir, Valur
Arna Katrín Viggósdóttir, Grótta/KR
Ásdís Styrmisdóttir, Fram
Ester Elísabet Guðbjartsdóttir, Valur
Hrafnhildur Markúsdóttir, Valur
Laufey Helga Óskarsdóttir, Valur
Sigrún Erla Þórarinsdóttir, Valur
Silja Gunnarsdóttir, Fram
Sylvía Stefánsdóttir, Fram
Þóra Lind Guðmundsdóttir, Fram

Þjálfari liðsins er Sigríður Unnur Jónsdóttir.

Skráning á sumarnámskeið

Sumarstarfið verður með hefðbundu sniði og verður gott framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6 -18 ára á Seltjarnarnesi, líkt og undanfarin ár. Skráning opnar þriðjudaginn 3. maí kl. 12:00.

Halda áfram að lesa

Aðalfundir Gróttu – Þröstur nýr formaður

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram í gærkvöldi, þriðjudaginn 26. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins. 

Guðmundur Sigurbergsson formaður UMSK hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður. 

Heilt yfir gekk rekstur félagsins vel á árinu og hefur reksturinn almennt verið í góðu jafnvægi á árinu 2021 þrátt fyrir að covid faraldurinn hafði minnt á sig.

Þröstur Guðmundsson tók við formennsku aðalstjórnar af Braga Björnssonar sem lætur af störfum eftir formennsku í 4 ár.   Aðrar breytingar á aðalstjórn eru að Anna Björg Erlingsdóttir og Svala Sigurðardóttir koma nýjar í stjórn en Bragi og Fanney Rúnarsdóttir fara úr stjórn. 

Stjórn fimleikadeildar og handknattleiksdeildar er óbreytt.
Í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar var sú breyting að Guðrún Dóra Bjarnadóttir kemur inn í stað Hildar Ýrar Hjálmarsdóttir. 

Stjórn knattspyrndudeildar er sú breyting að Pétur Ívarsson og Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir hverfa úr stjórn en inn koma Helgi Héðinsson, Hildur Ólafsdóttir og Stefán Bjarnason. 

Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár:
https://grotta.is/wp-content/uploads/2022/04/A%CC%81rssky%CC%81rsla-Gro%CC%81ttu-2021-ok-web.pdf

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir sem lýsa vel heppnuðum aðalfundi. 

Jakob Ingi framlengir

Jakob Ingi Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Jakob er fæddur árið 1997 og leikur í vinstra horninu. Jakob kom til Gróttu árið 2019 frá Aftureldingu en hann er uppalinn í Breiðholtinu hjá ÍR.

Jakob skoraði 20 mörk í 20 leikjum í Olísdeildinni í vetur og myndaði frábært hornapar í vinstra horninu með Andra Þór Helgasyni. Jakob nýtir færin næstbest allra í Olísdeildinni en af þeim leikmönnum sem skoruðu fleiri en 3 mörk í deildinni, þá er hann með næstbestu nýtinguna eða 87%.

Það eru gleðileg tíðindi að Jakob Ingi verði áfram hjá okkur í Gróttu enda frábær hornamaður sem við bindum vonir við að haldi áfram að dafna á Nesinu.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum hjá Gróttu. Mér hefur liðið vel í félaginu á undanförnum árum og næsta tímabil stefnir í veislu“, sagði Jakob Ingi við undirskriftina.

Sjö stelpur í U15 ára landsliðinu

Um helgina fara fram æfingar hjá U15 ára landsliði kvenna. Við eigum hvorki fleiri né færri en sjö fulltrúa í hópnum að þessu sinni. Það eru þær:

Arndís Áslaug Grímsdóttir
Dóra Elísabet Gylfadóttir
Elísabet Ása Einarsdóttir
Embla Hjaltadóttir
Helga Sif Bragadóttir
Margrét Lára Jónasdóttir
Marta Sif Þórsdóttir

Við óskum stelpunum hjartanlega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum undir stjórn landsliðsþjálfaranna, Díönu Guðjónsdóttur og Jóns Brynjars Björnssonar

Aðalfundir Gróttu næsta þriðjudag

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram þriðjudaginn næsta (26. apríl)
Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30.

Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Arna Katrín og Sigríður Agnes valdar í æfingahóp

Á dögunum voru tveir leikmenn úr 5.flokki kvenna valdir í æfingahóp Reykjavíkurúrvalsins í handbolta. Það eruð þær Arna Katrín Viggósdóttir og Sigríður Agnes Arnarsdóttir. Liðið mun æfa saman næstu daga og vikur til undirbúnings fyrir hina árlega höfuðborgarleika sem haldnir eru að þessu sinni í Osló í Noregi 29. maí – 4.júní næstkomandi.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og vonum að þær verði í lokahópnum sem fer til Noregs í lok maí.

Myndir: Eyjólfur Garðarsson

Arnar Daði og Maksim áfram með Gróttuliðið

Þjálfarateymi Gróttu hefur framlengt samninga sína við Handknattleiksdeild Gróttu til þriggja ára. Arnar Daði Arnarsson verður áfram þjálfari liðsins og honum til aðstoðar verður áfram Maksim Akbachev. Þjálfararnir hafa átt gríðarlega mikinn þátt í því að festa Gróttuliðið á meðal bestu liða landsins. Takmark næstu tímabila er að færast enn ofar í töflunni.

„Þetta er stór dagur fyrir Gróttu. Arnar Daði og Maksim hafa staðið sig frábærlega hérna á Nesinu og við lögðum okkur mikið fram við að halda þeim áfram. Það og að Birgir Steinn verður áfram í herbúðum okkar er stórt skref í þeirri vegferð að Grótta berjist í efri helmingi deildarinnar“, sagði Arnkell Bergmann Arnkelsson varaformaður Handknattleiksdeildar Gróttu við undirritunina.

Birgir Steinn framlengir

Birgir Steinn Jónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Birgir Steinn hefur verið í herbúðum Gróttu undanfarin tvö ár og staðið sig frábærlega. Það eru því frábær tíðindi að hann verði áfram á Nesinu. Birgir skoraði 125 mörk í vetur og varð fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar. Ef frá eru talin mörk úr vítaköstum, þá er þetta annað tímabilið í röð sem Birgir Steinn er markahæsti leikmaður deildarinnar.  Hann gaf flestar stoðsendingar í deildinni í vetur. Nýverið var hann valinn besti leikmaður deildarinnar samkvæmt tölfræði HBstatz og í liði tímabilsins.

„Ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímum hjá Gróttu. Við höfum sýnt það í vetur að við erum með hörkugott lið en ég hef trú á því að þessi hópur geti náð enn lengra á næsta tímabili og á næstu árum“, sagði Birgir Steinn við undirritunina.

„Þetta eru stór tíðindi fyrir Gróttu enda Birgir Steinn stimplað sig inn sem einn albesti leikmaður deildarinnar og mörg lið sem horfðu hýru auga til hans. Hann hefur bætt leik sinn gríðarlega undanfarin ár og verður frábært að vinna áfram með honum næstu tvö árin“, sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttuliðsins.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson