Ofurhetjumót Gróttu og MINISO tókst vel

Ofurhetjumót Fimleikadeildar Gróttu og MINISO fór fram um síðustu helgi og sýndu alls 400 ofurhetjur frá 8 félögum listir sínar. Mótið gekk ótrúlega vel og þökkum við öllum keppendum og foreldrum þeirra fyrir komuna. Þjálfurum og dómurum þökkum við fyrir vel unnin störf ásamt öllum þeim sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóg. Við þökkum aðalstyrktaraðila mótsins versluninni MINISO í Kringlunni sérstaklega fyrir stuðninginn en allir keppendur fóru heim með glaðning frá þeim.

Ofurhetjumót Miniso um helgina

Hið árlega ofurhetjumót Miniso verður haldið um helgina í fimleikahúsi Gróttu. Aldrei hafa fleiri þáttakendur tekið þátt í mótinu en alls sýna 430 keppendur frá átta félögum listir sínar og keppa í 3., 4., 5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.
Félögin sem taka þátt auk Gróttu eru Gerpla, Björk, Ármann, Stjarnan, Keflavík, Fjölnir og Fylkir.

Opið er fyrir miðasölu á mótið inn á Tix.is https://tix.is/is/buyingflow/tickets/12807/

Ofurhetjur á fimleikamóti
Ofurhetjur á fimleikamóti

Leikir & mót framundan

HANDKNATTLEIKUR 

Næsta umferð í Olís Deild karla verður spiluð á miðvikudaginn næsta (23 feb) og þá er gríðarlega mikilvægur leikur þegar HK kemur í heimsókn til okkar í Hertz höllina og hefst leikurinn kl. 19:30.  Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið því HK situr í 11 sæti með 3 stig en Grótta með 7 stig í 10 sætinu og með sigri nær Grótta að kljúfa sig enn frekar frá botnsætunum. 

Meistaraflokkur kvenna á leik í bikarnum í kvöld (fimmtudag) en þær mæta ÍR í Austurbergi kl. 19:30.
Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars. 

U-lið Gróttu á leik um helgina þegar þeir mæta Selfoss 2 á Selfossi föstudaginn kl. 19:30. 

KNATTSPYRNA

Karlalið Gróttu mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik liðsins á laugardaginn í Lengjubikarnum  kemur (19.feb) kl. 14:00. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00. 

FIMLEIKAR

Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars. 

Viltu gerast sjálfboðaliði hjá Gróttu

Félag eins og Grótta er rekin meira og minna af sjálfboðaliðum og verja sjálfboðaliðar drjúgum hluta af tíma sínum til að láta gott af sér leiða í þágu félagsins síns. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát án ykkar væri Grótta ekki til. Tilfinningin að láta gott af sér leiða er góð og það er gefandi að vera hluti af því að halda starfsemi félagsins gangandi.

Margar hendur vinna létt verk heyrist oft. Við erum því alltaf að leita að fleiri einstaklingum til að koma að sjálfboðaliðastörfum hjá Gróttu. Það er undir hverjum og einum komið hversu stórt hlutverk menn velja sér. 

Á meðfylgjandi google forms skjali má finna eyðublað með frekari upplýsingum um hvaða sjálfboðaliðastörf eru í boði. Allt frá stjórnarstörfum til prófarkalesturs og allt þar á milli. Athugið að listinn er langt frá því að vera tæmandi.
Hefur þú áhuga á að bætast í hópinn? 

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScW78iDKlvoEL8WuH4K_M65af1wQAWtijKq3FWJrSGk9SFzxQ/viewform?usp=sf_link

Leikir framundan

HANDKNATTLEIKUR 

Meistaraflokkur karla stóð í ströngu síðasta þriðjudag þegar liðið tapaði gegn Fram. Liðið situr í 10. sæti í Olís deildinni og næsti leikur átti að vera gegn Aftureldingu næsta laugardag en honum hefur verið frestað vegna covid.  Coca Cola bikarinn er á dagskrá í næstu viku en miðvikudaginn 16. febrúar fáum við Hauka í heimsókn og hefst leikurinn kl. 20:00, leikurinn verður í beinni á RÚV 2. 

Meistaraflokkur kvenna vann frábæran sigur á ÍR síðstliðið föstudagskvöld. Liðið situr í 4. sæti í Grill 66 deildarinnar en næsti leikur er gegn Fjölni/Fylki á sunnudaginn kl. 16:30 í Dalhúsum í Grafarvogi.   Coca Cola bikarinn er einnig á dagskrá í næstu viku hjá stelpunum en þær mæta ÍR í Austurbergi fimmtudaginn 17. febrúar kl. 19:30e. 

U lið Gróttu tekur þátt í 2. deildinni og trónir á toppnum í deildinni. Liðið er byggt upp á leikmönnum sem fá minna að spila með meistaraflokknum og yngri leikmönnum félagsins. Liðið sækir U-lið ÍBV heim á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 16:00 og á föstudaginn 18. febrúar fer liðið á Selfoss og spilar við heimamenn. 

FIMLEIKAR

Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars. 

KNATTSPYRNA

Lengjubikar karla í knattspyrnu hefst á sunnudaginn 12. febrúar  þegar liðið mætir Val á Origovellinum kl. 12:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti heimaleikur liðsins fer fram laugardaginn 19. Febrúar þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn kl. 14:00. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00.

Níu aðilar fengu heiðursmerki Gróttu

Íþróttafélagið Grótta veitti í byrjun ársins 9 aðilum heiðursmerki sem hafa unnið gott starf fyrir félagið. 
Þau eru: Eyjólfur Garðarsson knattspyrnu og handknattleiksdeild sem fékk gullmerki Gróttu.  Ásdís Björk Pétursdóttir fimleikdeild fékk silfurmerki Gróttu. 
Bronsmerki hlutu Guðjón Rúnarsson og Axel Bragason fimleikadeild. Ásmundur Einarsson handknattleiksdeild og frá knattspyrnudeild Sigurvin Reynisson, Halldór Kristján Baldursson, Eydís Lilja Eysteinsdóttir  og Alexander Jensen Hjálmarsson.
Til hamingju öll sömul og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir Gróttu 🙏

Skráning í stubbafimi vorönn 2022 hefst 1. desember

Skráning í stubbafimi vorönn 2022 hefst 1. desember inn á vefverslun sportabler https://www.sportabler.com/shop/grotta/

Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum.

Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum.

Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Kennt er á laugardagsmorgnum:
Iðkendur fæddir 2019 eru kl. 08:50 – 09:40.
Iðkendur fæddir 2018 eru kl. 09:50 – 10:40.
Iðkendur fæddir 2017 eru kl. 10:50 – 11:40.

Fyrsti stubbatími vorannar verður laugardaginn 8. janúar og sá síðasti 30. apríl.

Fyrirkomulagið er á þann hátt að börn fædd 2019 eru með foreldri á æfingu en iðkendur fæddir 2018 og 2017 æfa án foreldra í tímunum.

Skráning iðkenda 2021-2022

Kæru forráðamenn, iðkendur og annað Gróttufólk

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá öllum deildum og eru æfingatöflur vetrarins tilbúnar og aðgengilegar á vefsíðu félags. Þær gætu þó tekið breytingum og biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með viðkomandi deild. 

Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/grotta/

Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið og því mikilvægt að kynna sér umhverfið vel. 

Við skráningu fara iðkenndur sjálfkrafa inn í viðkomandi flokka/hópa á Sportabler og þar eru allir æfingatímar birtir og uppfærðir eftir því sem við á. Viljum við biðja ykkur að yfirfara vel allar upplýsingar (netföng og síma) en skráningar eru ákveðið öryggistæki og mikilvægt að réttar upplýsingar séu til staðar þegar ná þarf í aðstandendur. 

Ef spurningar vakna hafið samband við grotta@grotta.is

Hlökkum til að sjá ykkur vetur. 

Forskráning í fimleikadeild Gróttu veturinn 2021-2022 er hafin

Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2021-2022, https://www.sportabler.com/shop/grotta

Greitt er 10.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig.
Eftir að forskráningu líkur verður hægt að skrá á biðlista.

Sumarnámskeið í hópfimleikum fyrir börn fædd 2008-2011

Fimleikadeildin verður með hópfimleikanámskeið fyrir iðkendur á aldrinum 10 – 13 ára í sumar.
Námskeiðin verða frá mánudegi til fimmtudags kl. 11:30-13:30.  
Lagt verður áhersla í undirstöðuatriðum í hópfimleikum og krakkarnir æfa sig í dansi, dýnustökkum og æfingum á trampólíni.

Námskeiðin verða sem hér segir.
14. – 16. júní (3 dagar)
21. – 24. júní
28. júní – 1. júlí
3. – 5. ágúst (3 dagar)
9. – 12. ágúst
16. – 19. ágúst ,

Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (4 daga) er 6000 kr.
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum https://www.sportabler.com/shop/grotta.

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka.