Íþróttafélagið Grótta og JÁVERK hafa gert með sér samstarfssamning þar sem JÁVERK verður einn af aðalbakhjörlum félagsins til ársins 2026. JÁVERK er öflugt verktakafyrirtæki sem einblínir á traustan og ábyrgan rekstur.
Halda áfram að lesaGulli íþróttastjóri kveður Gróttu og snýr sér að öðrum verkefnum
Gunnlaugur Jónsson eða Gulli eins og hann er jafnan kallaður lét af störfum hjá Íþróttafélaginu Gróttu í lok síðustu viku. Gulli kom til starfa sem íþrótta- og verkefnastjóri félagsins haustið 2019.
Halda áfram að lesaMiðasala á Verbúðarballið hafin
Ekki missa af stærsta balli ársins – Verbúðarballinu 2023 – 9. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA gera allt vitlaust.
Dagskrá:
21:00 Húsið opnar
Tilboð á barnum og vel valinn plötusnúður hitar upp.
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA
Miðasala fer fram Tix.is tix.is/is/event/15690/verbu-arball-2023
Verð: 6.990.- kr frá og með 1. Júlí.
ATH 20 ára aldurstakmark er á ballið
Sumarnámskeiðin hefjast næsta mánudag
Sumarnámskeið Gróttu hefjast næsta mánudag (12. júní) og nú í þessari viku er undirbúningsvika fyrir alla leiðbeinendur. Hluti af undirbúningum var skyndihjálparnámskeið sem var haldið í gær en þar mættu einnig húsverðir íþróttamannvirkjanna. Guðjón Einar Guðmundsson var leiðbeinandi en hann hefur 17 ára reynslu í sjúkraflutningum og slökkviliðs starfi auk þess hafa að vera virkur fimleikum á árum áður.
Námskeiðið gekk vel og nú getum við ekki beðið eftir að sumarnámskeiðin hefjist.
VERKfALLIÐ HEFUR ENGIN ÁHRIF Á SUMARNÁMSKEIÐIN !
Það hafa borist fyrirspurnir á skrifstofuna hvort verkfallið hafi áhrif á sumarnámskeiðin og svarið er nei – þau hafa engin áhrif á námskeiðin.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR Á MORGUN
Síðasti skráningardagur fyrir námskeiðin sem hefjast næsta mánudag er á morgun föstudag (9.júní)
Allar upplýsingar um námskeið og skráningu er hér:
Guðjón Einar Guðmundsson
Grótta og Dusty bjóða upp á rafíþróttanámskeið
Rafíþróttanámskeið fyrir börn og unglinga fædd 2007 – 2014 verður haldið á vegum Gróttu og rafíþróttafélags DUSTY
Námskeiðin verða sem hér segir:
Námskeið 1: (26. júní – 30. júní) (Síðasti dagur skráningar er 26. júní)
Námskeið 2: (3.júlí – 6. júlí) (síðasti dagur skráningar 2. júlí)
Yngri hópur: (9-12 ára) kennt: 9:00-13:00
Eldri hópur: (13-16 ára) kennt: 14:00-18:00
Staðsetning námskeiðs Skútuvogur 1G, efsta hæð!
Takmarkaður fjöldi: Það komast 10 að á hverju námskeiði.
LÝSING Á NÁMSKEIÐI
Grótta og rafíþróttafélagið Dusty hafa tekið höndum saman í að bjóða uppá sumarnámskeið í rafíþróttum fyrir börn og unglinga fædd 2007 – 2014. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á skemmtilega og fjölbreytta upplifun iðkenda.
Á námskeiðinu verður einblínt á eftirfarandi leiki: Fortnite, Valorant, Overwatch 2 og CS:GO. Farið verður yfir lykilhugtök í leikjunum og grunnfærni (core mechanics) í leikjunum æfð. Þá er lögð áhersla á að kynna mikilvægi og ávinning heilbrigðra spilahátta á frammistöðu og upplifun af leikjum ásamt því að hreyfing verður partur af hverri æfingu.
Sumarnámskeið Gróttu og Dusty í rafíþróttum eru fullkominn vettvangur fyrir metnaðarfulla spilara sem vilja bæta sig og kynnast öðrum til að spila með.
Á lokadegi námskeiðisins býðst öllum iðkendum tækifæri á að spreyta sig á áskorunum í leikjum námskeiðisins og fá allir sem taka þátt viðurkenningu og verðlaun frá Gróttu og Dusty
Verð kr. 19.990.- (5 dagar)
DUSTY var stofnað árið 2019 og hefur haldið úti keppnisliðum í rafíþróttum síðan þá. Liðið er sigursælasta rafíþróttalið Íslands og ásamt því að hafa unnið fjöldan allan af keppnum á Íslandi í CS:GO, Valorant, Rocket League og League of Legends, þá hefur liðið unnið stór erlend mót í tvígang. DUSTY hefur einnig unnið með nokkrum af stærstu rafíþróttaliðum heims í ýmsum verkefnum, eins og t.a.m. Cloud9 og Vitality.
Frá ársbyrjun 2023 hefur DUSTY haldið útí yngri flokka starfi og nú standa börnum og unglingum í Gróttu það til boða að sækja þangað námskeið.
Innritun og greiðsla á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum
-Eldri hópur: https://www.sportabler.com/shop/grotta/sumarnamskeid/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTk1ODc=?
-Yngri hópur: https://www.sportabler.com/shop/grotta/sumarnamskeid/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTk1ODY=?
Upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, grotta.is/sumar-2023/ eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið grotta@grotta.is
Opnað verður fyrir skráningu 31. maí kl. 15:00
Grótta leitar að verkefnastjóra
Íþróttafélagið Grótta óskar eftir því að ráða öflugan verkefnastjóra á skrifstofu
aðalstjórnar félagsins í 100% starf. Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og lifandi starf.
Gert er ráð fyrir að ráðið sé í starfið frá 1. ágúst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Hefur umsjón með viðburðum félagsins og hefur aðkomu að mótahaldi
- Leiðir umbótavinnu við gerð verkferla
- Leiðir samstarf innan sem utan félags
- Ritstjórn miðla, samræming kynningarefnis og innleiðing skýjalausna
- Almenn þjónusta við félagsmenn og samskipti við hagsmunaaðila
Kröfur um hæfni (þekking, færni, eiginleikar):
- Háskólagráða sem nýtist í starfi
- Góð samstarfs- og samskiptahæfni
- Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum
- Góð tölvufærni og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2023.
Sótt er um starfið á umsóknarvef Alfreðs: Íþróttafélagið Grótta (alfred.is)
Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á grotta@grotta.is
Aðalfundur Gróttu 2023
Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram 27. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins. Fundurinn hófst á tónlistaratriði Jón Guðmundsson frá tónlistarskóla Seltjarnanesbæjar kynnti inn 3 stúlkur sem einnig eru iðkendur í félaginu. Þetta eru þær Arney María Arnarsdóttir sem spilaði á þverflautu, Sólveig Þórhallsdóttir einnig á þverflautu og Eyrún Þórhallsdóttir á saxófón.
Ólafur Örn Svansson hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Þrastar Guðmundssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður.
Þröstur var að klára sitt fyrsta ár sem formaður en aðrir aðalstjórnarmeðlimir gáfu öll kost á sér til endurkjörs og er stjórnin því óbreytt.
Gísli Örn Garðarsson hætti í stjórn fimleikadeildar og Fanney Magnúsdóttur kemur inn í hans stað. Gylfi Magnússon hætti í stjórn handknattleiksdeildar og Páll Gíslason í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar.
Þá hættu þeir Alexander Jensen og Rögnvaldur Dofri Pétursson í stjórn knattspyrnudeildar en það var fækkað í stjórninni sem er núna skipuð þeim Þorsteinn Ingasyni formanni, Hörpu Frímansdóttur, Kristínu Huld Þorvaldsdóttur, Stefáni Bjarnasyni, Helga Héðinssyni og Hildi Ólafsdóttir.
Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár:
https://grotta.is/wp-content/uploads/2023/05/A%CC%81rssky%CC%81rsla-Gro%CC%81ttu-2022-web.pdf
Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir sem lýsa vel heppnuðum aðalfundi.
Eldri borgara ganga á hverjum föstudegi
Fyrsta eldri borgara ganga Gróttu og Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi fór fram í morgun.
Gengið var frá íþróttahúsi Gróttu í hálftíma og þegar komið var tilbaka bauð Grótta upp á kaffi og Björnsbakarí upp á bakkelsi.
Þetta er bara byrjunin og næsta ganga verður föstudaginn 12. maí kl. 10:30.
Eyjólfur Garðarsson mætti og myndaði þennan góða hóp.
Sumarnámskeiðin byrja 12. júní
Skráning er hafin á sumarnámskeið Gróttu Sportabler. Spennandi framboð af námskeiðum:
Halda áfram að lesaÖrlygur lætur af störfum
Örlygur Ásgeirsson sem starfað hefur hjá okkur sem starfsmaður íþróttamannvirkjanna frá árinu 2016 við afar góðan orðstír lætur af störfum í dag 28. apríl nk og fer á eftirlaun. Örlygur hefur frá fyrstu tíð komið af krafti og fagmennsku inn í starfið hjá okkur. Hann er vinnusamur, samvinnuþýður og hefur húmorinn í lagi sem er mikilvægur eiginleiki til að gefa vinnustaðnum. Haldið var kveðjuhóf honum til heiðurs í gær en þar var Örlygur leystur út með gjöfum auk þess sem hann var sæmdur bronsmerki félagsins. Íþróttafélagið Grótta þakkar Örlygi kærlega fyrir samfylgdina og framlag hans til félagsins.