Jakob Ingi Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Jakob er fæddur árið 1997 og leikur í vinstra horninu. Jakob kom til Gróttu árið 2019 frá Aftureldingu en hann er uppalinn í Breiðholtinu hjá ÍR.
Jakob skoraði 20 mörk í 20 leikjum í Olísdeildinni í vetur og myndaði frábært hornapar í vinstra horninu með Andra Þór Helgasyni. Jakob nýtir færin næstbest allra í Olísdeildinni en af þeim leikmönnum sem skoruðu fleiri en 3 mörk í deildinni, þá er hann með næstbestu nýtinguna eða 87%.
Það eru gleðileg tíðindi að Jakob Ingi verði áfram hjá okkur í Gróttu enda frábær hornamaður sem við bindum vonir við að haldi áfram að dafna á Nesinu.
„Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum hjá Gróttu. Mér hefur liðið vel í félaginu á undanförnum árum og næsta tímabil stefnir í veislu“, sagði Jakob Ingi við undirskriftina.