Lumar þú á ljósmyndum úr starfi Gróttu?

Undanfarið ár höfum við verið í átaki að leita uppi myndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. 
Hrafnhildur Thoroddsen sem kemur til okkar þrisvar í viku og hún hefur undanfarið ár skannað allar þær myndir sem hafa safnast saman hjá okkur á skrifstofu Gróttu. 
Við viljum líka taka við stafrænum myndum sem við getum geymt í skýinu okkar. 

Nánar upplýsingar gullijons@grotta.is

Við höfum reglulega sett  inn gamlar Gróttumyndirí albúm  á Facebook síðu okkar. 
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10159472844209874&vanity=97036674873

Hrafnhildur að skanna myndir úr sögu Gróttu

Grótta komin í Lengjudeildina!


Þá hafa Gróttukonur lokið sínum síðasta leik í sumar og hafa tryggt sér sæti í Lengjudeildinni að ári!  Grótta endaði í 2. sæti með 34 stig og bestu markatölu deildarinnar! Þessum árangri var fagnað vel á Vivaldivellinum þann 23. september sl. og þökkum við áhorfendum fyrir komuna og stuðninginn. Síðasti leikurinn hjá stelpnunum var merkilegur af fleiri ástæðum en Bjargey Sigurborg Ólafsson spilaði sinn 100. leik fyrir Gróttu og Nína Kolbrún Gylfadóttir spilaði sínar fyrstu mínútur eftir að hafa slitið krossband í fyrra sumar. Frábærar fyrirmyndir báðar tvær!
Til hamingju með árangurinn stelpur, þjálfarar og allir sem að liðinu koma! Sjáumst á Vivaldi á næsta ári! 

Emelía skorar fyrir Kristianstad

Emelía Óskarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í síðustu viku 👏🏽💥

Emelía kom inná undir lok fyrri hálfleiks þegar Kristianstad tók á móti Hammarby Hún skoraði þriðja mark liðsins en Kristianstad fór með 3-1 sigur. Gróttukonan Emelía gekk í raðir Kristianstad í janúar á þessu ári og hefur henni gengið vel að stimpla sig inn í liðið, en hún er einungis 16 ára gömul. Það er mikið gleðiefni að ungar Gróttustelpur eigi ekki einungis góðar fyrirmyndir innan félagsins heldur einnig úti í heimi. Vel gert Emelía! 🙌🏽

Sara Björk á leið til Póllands með U15 ára landsliðinu!

Gróttukonan Sara Björk er í hóp U15 ára landsliðsins sem Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið fyrir UEFA development mót í Póllandi dagana 2. – 9.október. Hópurinn mun æfa tvisvar sinnum áður en haldið er til Pólland og fara þær æfingar fram 30. september og 1. október í Miðgarði.
Til hamingju Sara og gangi þér vel! 💪🏽💙