Forskráning í fimleikadeild 2024-25

Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2024-25. Athugið að ekki er forskráning í stubbafimi en skráningin í stubbafimi opnar 1. júlí. 

Greitt er 15.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig. Eftir að forskráningu lýkur verður hægt að skrá á biðlista.

Skráning fer fram hér:  https://www.abler.io/shop/grotta/fimleikar

Aðalfundir Gróttu – Breytt tímasetning

Því miður þarf að færa fyrirhugaða aðalfundi sem áttu á vera fimmtudaginn 16. maí til miðvikudagsins 29. maí vegna seinkunar á gerð ársskýrslu. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30.

Kvennakvöld Gróttu 2024 – Miðasala er hafin!

Nú styttist heldur betur í kvennakvöld Gróttu sem verður haldið í hátíðarsal félagsins miðvikudaginn 8. maí næstkomandi. Miðasala er hafin inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu

🥂 Fordrykkur frá kl. 18:00. 

💃 Anna Þorbjörg Jónsdóttir Nesbúi og partýpinni verður veislustjóri og mun halda utan um dagskrána.

👌 Ljúffengt smáréttahlaðborð frá Matarkompaní. 

🛍 Glæsilegt happdrætti!  

💃Birna Rún Eiríksdóttir leikkona og grínisti verður með uppistand. 

🎤“Gróttupabbinn” talar

🎸Jón Sigurðsson aka 500 kallinn mætir með gítarinn tekur nokkra góða slagara. 

⭐️DJ Annanymous heldur uppi stuðinu fram á nótt. 

Kvennakvöldið er fjáröflun fyrir meistaraflokka knattspyrnu- og handknattleiksdeildar Gróttu. Miðasala er inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu

Nánari upplýsingar um vinninga og annað verður birt á Facebook viðburði: Kvennakvöld Gróttu 2024 | Facebook

Fyrir hópa er hægt að bóka borð í gegnum tölvupóst grotta@grotta.is. Þú vilt ekki missa af þessari veislu, hlökkum til að sjá þig! 🥂🥳

Aðalfundir Gróttu – breytt tímasetning

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur aðalfundum Gróttu verið frestað til fimmtudagsins 16. maí. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að fundunum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Íþróttafélagið Grótta 57 ára!

Íþróttafélagið Grótta fagnar í dag 57 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað 24. apríl árið 1967. Til að byrja með var félgið ekki deildaskipt þar sem eingöngu var stunduð knattspyrna en í dag eru eru starfræktar þrjár öflugar deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild. Á undarnförnum árum hefur starf félagsins elfst til muna.  Félagafjöldi Íþróttafélagsins hefur aldrei verið meiri og Gróttusamfélagið vaxið mikið síðustu ár. Við erum afar stolt af því þar sem íþróttastarf er mikilvægur liður í bættri lýðheilsu og hefur mikið forvarndargildi. Við erum staðráðin í því að halda áfram að byggja upp öflugt og gott íþróttasamfélag sem heldur utanum og hlúir að öllum iðkendum sem og félagsmönnum. Til hamingju með daginn kæra Gróttufólk!

Aðalfundir Gróttu 2024

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 í hátíðarsal Gróttu. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Fyrirspurnum og framboðum til stjórna skal skilað á netfangið jon@grotta.is.

Grótta í úrslit

Meistaraflokkur kvenna vann undanúrslitaeinvígið gegn Víkingi 2-0 á dögunum og er komið í úrslitaeinvígið við Aftureldingu um sæti í Olísdeildinni á næsta leiktímabili. Einvígið byrjar mánudaginn 22.apríl en það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki kemst í Olísdeildina. Leikið er til skiptis í Mosfellsbænum og í Hertz-höllinni á Nesinu.

Leikdagarnir eru:
Mánudaginn 22. apríl / Afturelding – Grótta
Fimmtudaginn 25.apríl / Grótta – Afturelding
Sunnudaginn 28.apríl / Afturelding – Grótta
Miðvikudaginn 1.maí / Grótta – Afturelding * (ef til hans kemur)
Laugardaginn 4.maí / Afturelding – Grótta * (ef til hans kemur)

Fjölmennum og leikið liðsins og hjálpum stelpunum okkar að komast meðal bestu liða landsins í Olísdeildinni !