Halldór Árnason mun verða aðstoðarþjálfari Óskar Hrafns Þorvaldssonar hjá meistaraflokki karla á tímabilinu en samningar þess efnis voru undirritaðir um helgina. Óskar tók við liðinu fyrir nokkrum vikum og kveðst hæstánægður með ráðningu Halldórs í meistaraflokkinn: Það er frábært að fá Halldór til starfa. Hann er einn hæfileikaríkasti og metnaðarfyllsti þjálfari sem ég hef kynnst.
Halda áfram að lesaBjörgvin Þór nýr aðstoðarþjálfari mfl.kk Gróttu
Handknattleiksdeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla fyrir næsta vetur. Við starfinu tekur Björgvin Þór Rúnarsson en hann er handboltaáhugamönnum að góðu kunnur enda var hann á sínum tíma gríðarlega öflugur leikmaður.
Halda áfram að lesaAnna Úrsúla aðstoðar Kára
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu. Önnu Úrsúlu þekkja flestir sem koma að íþróttum hérlendis enda verið ein af máttarstólpum Gróttuliðsins seinustu tvö tímabilin í Olísdeildinni.
Halda áfram að lesaKnattspyrnudeild semur við Þórhall Dan
Þórhallur Dan Jóhannsson er nýr þjálfari meistaraflokks karla en hann skrifaði undir tveggja ára samning í kvöld. Hann tekur við liðinu af Úlfi Blandon sem hætti á dögunum eftir að hafa stýrt Gróttu upp í Inkasso-deildina í sumar.
Halda áfram að lesaYfirlýsing vegna skrifa aðstoðarþjálfara kvennaliðs Gróttu í handknattleik
Stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu harmar þau ummæli sem Karl Erlingsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu, hafði eftir leik liðsins gegn Haukum á laugardaginn. Þessi skrif eru sannarlega ekki í anda þess sem félagið starfar eftir og íþróttinni ekki til framdráttar.
Halda áfram að lesaMaggi og Óskar yfirþjálfarar knattspyrnudeildar – Viðtal
Magnús Örn Helgason og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa gengið frá samningum við knattspyrnudeild Gróttu og munu þeir báðir starfa sem yfirþjálfarar ásamt því að þjálfa tvo flokka hvor hjá deildinni. Fréttastofa Gróttusport setti sig í samband við yfirþjálfarana tvo og ræddi við þá um komandi tímabil og þá nýbreytni að hafa tvo yfirþjálfara við störf.
Halda áfram að lesa