Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Þráinn er 23 ára gamall leikmaður sem hefur alla sína tíð leikið með Gróttu. Þráinn vakti gríðarlega eftirtekt í vetur fyrir afbragðsgóðan varnarleik og var Þráinn lykilleikmaður liðsins á afstaðinni leiktíð.
Halda áfram að lesaAron Dagur Pálsson framlengir
Aron Dagur Pálsson framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Gróttu um eitt ár. Aron Dagur er 19 ára leikstjórnandi sem getur einnig leyst stöðu vinstri skyttu. Síðasta vetur spilaði Aron Dagur mikilvægt hlutverk sem skilaði liðinu 5. sæti í deild og 2. sæti í bikar.
Halda áfram að lesaSnorri Páll á láni frá Stjörnunni
Grótta hefur fengið miðjumanninn Snorra Pál Blöndal frá Stjörnunni. Snorri Páll skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Stjörnuna og kemur á lánssamningi til Gróttu út tímabilið.
Halda áfram að lesaGrótta B-deildarmeistari í Lengjubikar
Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og urðu Lengjubikarmeistarar í B-deild eftir sigur á Magna frá Grenivík í fjörugum leik sem fram fór í Boganum á Akureyri í dag.
Halda áfram að lesaNökkvi Dan Elliðason gengur til liðs við Gróttu
Grótta hefur fengið Nökkva Dan Elliðason til liðs við sig fyrir komandi átök í Olísdeild karla næsta vetur.
Halda áfram að lesa