Stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu harmar þau ummæli sem Karl Erlingsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu, hafði eftir leik liðsins gegn Haukum á laugardaginn. Þessi skrif eru sannarlega ekki í anda þess sem félagið starfar eftir og íþróttinni ekki til framdráttar.
Halda áfram að lesaGrótta sigurvegari á UMSK-mótinu
Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.
Halda áfram að lesaHandboltaskóli Gróttu í fullum gangi
Þessa dagana er mikið líf í íþróttahúsinu enda er Handboltaskóli Gróttu í fullum gangi. Góð þátttaka er í skólann eins og undanfarin ár og greinilegt að krakkarnir bíða í ofvæni eftir handboltavetrinum eftir gott sumarfrí.
Halda áfram að lesaFríar handboltaæfingar fyrir verðandi 1. bekkinga í ágúst
Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu hefur mikinn hug á því að efla uppbyggingu yngri flokka handboltans og býður því börnum fæddum 2010 að koma og prófa að æfa handbolta frítt í ágúst. Farið verður í grunnatriði handboltans undir stjórn þjálfara sem koma að þjálfun 8. flokks tímabilið 2016-2017.
Halda áfram að lesaPétur Árni í Gróttu
Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við hinn unga og efnilega Pétur Árna Hauksson til tveggja ára. Pétur Árni er örvhent skytta og kemur úr Stjörnunni þar sem hann hefur spilað alla sína tíð. Pétur Árni er 18 ára gamall og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og var einmitt á dögunum valinn í lokahóp U18 ára landsliðsins sem fór til Þýskalands í lok júní á æfingamót og var einnig valinn í hópinn fyrir lokakeppni EM sem fram fer í Króatíu í ágúst.
Halda áfram að lesaEmma Havin til liðs við Gróttu
Hornamaðurinn Emma Havin Sardarsdóttir hefur skrifað undir samning um að leika með Gróttu næstu tvö keppnistímabil. Emma er 26 ára gömul og er uppalinn Akureyringur en hefur undanfarin ár leikið með HK. Á sínum yngri árum átti Emma fast sæti í landsliðum HSÍ. Á síðasta keppnistímabili skoraði hún 89 mörk í 22 leikjum í Olís deild kvenna.
Halda áfram að lesaJúlíus Þórir áfram á Nesinu
Júlíus Þórir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára
Halda áfram að lesaLjósmyndir – Uppskeruhátíð handboltans
Uppskeruhátíð handboltadeildar Gróttu var haldin hátíðleg 2.júní síðastliðin. Við þökkum fyrir frábært tímabil. Fyrir neðan eru ljósmyndir frá uppskeruhátíðinni. Ljósmyndir eru teknar af Eyjólfur Garðarsson
Halda áfram að lesaÞrír ungir og efnilegir semja við Gróttu
Á dögunum skrifuðu þrír ungir og efnilegir handboltamenn undir samninga við handknattleiksdeild Gróttu. Það voru þeir Gísli Gunnarsson, Hannes Grimm og Jóhann Kaldal Jóhannsson. Drengirnir þrír eru allir enn gjaldgengir í 3. flokk. Allir hafa þessir drengir leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.
Halda áfram að lesaLárus Gunnarsson framlengir
Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið til tveggja ára við Lárus Gunnarsson. Lárus stóð í markinu hjá Gróttuliðinu ásamt nafna sínum í vetur og lokaði hreinlega markinu á köflum. Það eru því mikil gleðitíðindi að Lárus hafi framlengt samning sinn við félagið. Lárus Gunnarsson er 21 árs gamall og hefur leikið með Gróttu alla sína tíð að frátöldu stuttu stoppi hjá Val.
Halda áfram að lesa